Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 38
34 SVEITARST J ÓRNARMÁL LÖG um viðauka við lög nr. 50 7. maí 1946, um almannatryggingar. i. gr. Ríkisstjóminni er heimilt að ákveða: í. að III. kafli laga nr. 104 30. desember 1943, um sjúkratryggingar, skuli vera í gildi til ársloka 1949 með þeirri breyt- ingu, að hámark framlaga ríkissjóðs og sveitarsjóða samkv. 47. gr. hækki úr 12 krónum í 18 krónur á ári, grunngjaldið, og að til sama tíma skuli frestað fram- kværnd III. kafla laga nr. 50 7. maí 1946, um heilsugæzlu, að öðm leyti en því, að réttur sveitarfélaga, sem koma á fót heilsuvemdar- og/eða lækningastöðv- um og reka þær samkv. 76. gr., til ríkis- sjóðsstyrks samkv. 77. gr. helzt óbreytt- ur, svo og ákvæði 82. og 83. gr. um skipun lækna við slíkar stöðvar; 2. að Tryggingastofnun ríkisins skuli vera heimilt á árinu 1949 að greiða sjúkra- samlagsiðgjöld þeirra elli- og örorkulíf- eyriþega, sem þess óska og eigi hafa hærri tekjur en svo, að þær ásamt lífeyri frá Tryggingastofnuninni eða eftirlaun- um úr opinberum sjóði nemi tvöfaldri lífeyrisupphæð samkv. 15. gr.; 3. að Tryggingastofnun ríkisins skuli vera heimilt á árinu 1949 að greiða styrki til læknisvitjanasjóða, er starfa samkv. lög- um nr. 59 frá 1942, og til sjúkrasamlaga, sem verða fyrir óvenjulegum útgjöldum vegna sjúkraflutninga og læknisvitjana og starfa í héruðum, þar sem ekki em læknisvitjanasjóðir. Styrkir þessir mega samtals nema allt að 100 000 krónum, auk vísitöluuppbótar, og skal úthlutun- in til læknisvitjanasjóða gerð að fengn- um tillögum landlæknis, en úthlutun til sjúkrasamlaga samkv. ákvörðun trygg- ingaráðs; 4. að Tryggingastofnun ríkisins skuli vera heimilt á árinu 1949 að greiða giftum konum, þótt þær eigi vinni utan heim- ilis, sjúkrabætur vegna aðstoðar eða hjúkrunar í veikindum þeirra, sbr. 92. grein, enda nemi sjúkrabætur til þeirra eigi hærri upphæð en samsvarar lífeyri samkv. 15. gr. og greiðist því aðeins, að skilyrði 2. málsgr. 40. greinar séu fyrir liendi; 5. að iðgjöld atvinnurekenda á II. verðlags- svæði samkv. 112. gr. skuli á árinu 1949 vera 25% lægri en greinin ákveður; 6. að Tryggingastofnun ríkisins skuli vera heimilt á árinu 1949 að fella niður af iðgjöldum þeirra atvinnurekenda, sem liætt hafa atvinnurekstri á árinu 1948, allt að þeirri upphæð, sem hlutaðeig- andi greiddi í slysatryggingaiðgjöld fyrir árið 1946 samkv. II. kafla laga nr. 104 frá 1943; 7. að störf ógifts fólks yfir 20 ára aldur, er dvelur og starfar á heimili foreldra sinna, skuli metin til vinnuviku samkv. 112. gr. á sama hátt og nú er gert um störf unglinga á aldrinum 16—20 ára, sbr. reglugerð frá 21. des. 1946 um áhættuiðgjöld 0. fl. 8. að iðgjöld samkv. 107. gr. og 112. gr. skuli á árinu 1949 innheimt með vísi- töluálagi, er miðist við 310 vísitölustig, og að grunnupphæð heildarframlags sveitarfélaganna til tryggingasjóðs sam- kv. 114. gr. skuli það ár vera 3,6 millj. króna;

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.