Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 35
SVEITARST JÓRNARMÁL 31 af hendi leigurétt sinn eða hluta af honum, ef sveitarstjóm óskar. Ef ekki næst samkomulag um kaupverð lands eða leiguréttinda, skal það ákveðið með mati. Matsmenn séu þrír. Seljandi út- nefnir einn, kaupandi annan, en oddamaður sé dómkvaddur. Áfrýja má til yfirmats, sem framkvæmt er af þrem dómkvöddum mönn- um. SJÚKRAHÚS FYRIR DRYKKJUSJÚKLINGA. Frv. um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra liggur nú fyrir Alþingi. Það var borið fram í Nd., en hefur nú verið af- greitt þaðan til Ed. og hefur heilbrigðisn. hennar það til meðferðar. í frv. er ráð fyrir því gert, að komið verði upp sjúkrahúsum eða sjúkrahúsdeildum og gæzluhælum handa drykkjusjúkum mönnum og greiðist stvrkur til slíkra framkvæmda frá ríkinu að hálfu, að öðru leyti gildi sömu reglur og um sjúkrahúsbyggingu. Við það er miðað, að sveitarfélögin eitt eða fleiri standi að slíkum byggingum. Geðveikrahælið á Kleppi hefur með hönd- um yfirumsjón með gæzlu drykkjusjúkra manna þeim til umönnunar og lækninga skv. ákvæðum frv. Á kostnað ríkisins skal reisa og reka í sam- bandi við geðveikrahælið og í hæfilegri ná- lægð þess gæzluvistarhæli fyrir drykkjusjúka menn, er fyrst og fremst sé miðað við þarfir þeirra sjúklinga, sem ætla má að hafi sæmi- legar batahorfur. Til að standa undir kostnaði af fram- kvæmd laga þessara, er ákvæði um, að af ágóða Áfengisverzlunar ríkisins skuli á ámn- um 1949—1955 verja iy2 millj. króna á hverju ári til að leggja í sjóð, sem nefndur er gæzluvistarsjóður.Úr honum sé síðan veitt fé til að reisa eða hjálpa til að reisa gæzlu- vistarhæli. Lögin frá 1943, um heilsuhæli drykkju- manna, falla úr gildi, ef frv. þetta verður að lögum. í athugasemdum við frv. segir svo: „Ölvun er bráð áfengiseitmn (intozicatio alcoholica acuta) á mismunandi háu stigi, en endurtekin ölvun leiðir iðulega' til of- drykkju (alcoholismus habitualis) og þar af leiðandi langvinnrar áfengiseitrunar (alcohol- ismus chronicus). Á bráðri áfengiseitrun og fjölda annarra bráðra eitrana er enginn gmndvallarmunur. í frumvarpinu eru of- drykkja og langvinn áfengiseitrun einu nafni nefndar drykkjusýki. í samræmi við þetta er það, að rétt þykir að láta ölvaða menn sæta meðferð sem sjúklinga, er fyrst og fremst heyrir undir lækna að hafa afskipti af. Sérstaklega þykir hlýða að ákveða íhlut- un læknis, þegar ölvaður maður lendir í höndum lögreglunnar, og er þá aðallega tvennt haft í huga. í fyrsta lagi er aðeins á færi lækna að greina ölvun frá öðrum sjúk- dómsfyrirbrigðum, og þ. á m. lífshættuleg- um sjúkdómum. í öðru lagi er með þessu stefnt að því að koma fólki, er iðkar óhóf- lega víndrykkju, sem tímanlegast undir hendur lækna, allra helzt áður en það verð- ur drykkjusýkinni að bráð, og þá með tilliti til þess, að yfirleitt sé auðveldara að girða fyrir, að menn steypi sér í þann brunn, held- ur en að bjarga mönnum upp úr honum, eftir að þeir eru fallnir í hann. Enn má ætla, að viðhorf manna, einkum unglinga, gegn drykkjuslarki vérði annað, er þeir mega gera ráð fyrir, að slarkið beri þá inn á sjúkrahús til læknisrannsóknar, heldur en þegar viður- lög eru eins og nú tíðkast. Er ætlazt til, að á þennan hátt megi uppeldisáhrif fyrirhug- aðrar lagasetningar verða nokkurs megnug um að halda aftur af unglingum um iðkun siðlauss drykkjuskapar."

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.