Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 25
SVEITARST J ÓRNARMÁL 21 FRÁ ALÞINGI. Alþingi íslendinga var kvatt saman til fundar hinn n. okt. s.l. Nokkur þýðingarmikil frv. hafa verið bor- in fram og flest þeina flutt að tilhlutan rikis- stjómarinnar. Stærsta frv., að undanskildum fjárlögun- um, er bálkur um meðferð opinbena mála. En lagaákvæði núgildandi þar um em orðin gömul og úrelt og var því þörf á að færa þau til betri vegar. Fundum Alþingis var frestað um sinn frá 20. des. 1948 til 21. jan. 1949. Áður en frestun hófst höfðu verið afgreidd frá þinginu 19 lög, flest varðandi fjármál, um hækkun tolla og skatta, lán og dýrtíðar- ráðstafanir. Þessi lög er rétt að nafngreina: Lög um aðstoð til útvegsmanna, er síld- veiðar stunduðu sumarið 1948 (nr. 85 frá 1948). Lög um viðauka við lög, nr. 50 7. maí 1946, um almannatryggingar (nr. 92 frá r948). Lög um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnu- veganna (nr. 100 frá 1948). Frumvörp, sem fram hafa verið borin og einkum snerta sveitarstjómarmál, eru þessi: 1. Frv. um útsvör. Því var vísað til fjhn. Ed. 18. okt. og er þar. 2. Frv. um manntal. Því var útbýtt 18. des. 3. Frv. um skipulag kaupstaða og kaup- túna. Því var útbýtt til þingmanna 18. okt. og var vísað til félmn. Nd., þann 9. nóv., og dvelur þar. 4. Frv. um ræktunarlönd og byggingar- lóðir. Því var útbýtt 18. des., en er ekki komið til nefndar. 5. Frv. urn meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Rétt þykir að víkja lítillega að hverju þessu máli. ÚTSVÖR. Frv. um útsvör ásamt greinargerð hefur verið birt í „Sveitarstjórnarmálum", enda mun það hafa verið sent sveitarstjómum til umsagnar. En frv. þetta var borið fram á síðasta Alþingi, en dagaði þá uppi. Umsagnir, sem borizt hafa, gefa til kynna, að skiptar sér skoðanir um, hvort það feli í sér breytingar til bóta frá lögum þeim, sem nú gilda um þessi efni. MANNTAL. Frv. um manntal barst þinginu fáum dög- um fyrir þingfrestun og gafst því ekki tóm til að vísa því til nefndar. Miklu máli skiptir, að manntöl séu í lagi, svo að ekki leiki vafi á um heimilisfang manna varðandi framfærslurétt, útsvarsálagn- ingu o. s. frv. í frv. þessu er ráð fyrir því gert, að hrepps- nefndir í hverjum hreppi og bæjarstjómir í hverjum kaupstað taki manntal á tímabilinu frá 20 .til 30. okt. ár hvert, í fyrsta skipti 1949. En almennt manntal skuli tekið um land allt á einum og sama degi hinn 1. nóv. þau ár, sem ártalið endar á o. Frv. þessu fylgir svohljóðandi greinargerð: „í öndverðum októbermánuði s. 1. fól fé- lagsmálaráðherra þeim Jónasi Guðmunds- syni, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneyt-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.