Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 32
28 SVEITARST J ÓRNARMÁL manna. Lóðarleigur eru um 100 kr. á ári fyrir um 1000 m2 lóðir. Þegar þess er gætt, að því nær allar félagslegar um- bætur eru ógerðar þama, ræktunarskil- yrði erfið og kostnaðarsamt að virkja jarðhitann, verður að telja lóðarleigum- ar mjög háar. Fyrir tveimur árum fór fram sala á tveggja hektara stórri land- spildu í þorpinu, sem að mestu var óræktuð, og var verðið 30 þúsund krón- ur. Mjög er orðið aðkallandi að byggja götur í Hveragerði, leggja vatnsveitu, skolpæðar og skipuleggja notkun jarð- hitans. Af skiljanlegum ástæðum hafa þorpsbúar ekki séð fært að hefja þessi nauðsynjaverk, meðan ósamið er um eignarumráð landsins. Fyrir eindregna ósk þorpsbúa gerði ríkisstjómin tilraun til að festa kaup á landinu, sem þorpið stendur á, ásamt nauðsynlegu svæði í grennd við það, eða alls um 260 ha. að flatarmáli. Eigi tókst að fá vilyrði fyrir kaupum nema á tæp- um helmingi landsins. Verðið, sem eig- endumir settu upp, var frá 3 til 20 þús- und krónur pr. ha., eða alls um 659 þúsund krónur fyrir 122 ha. af landi. Að sjálfsögðu kom eigi til mála að binda þorpsbúum þá fjárhagsbagga, sem slík kaup hefðu af sér leitt. Mega þeir því enn um hríð bíða eftir þeim félagslegu umbótum, sem eru ómissandi grund- völlur fyrir heilsusamlegu lífi á staðn- um. 6. í einum kaupstaðanna, sem búinn er að fá sinn byggingarskipulagsuppdrátt, neita eigendur landsins að láta af hendi lóðir undir byggingar og torvelda með því nauðsynlega þróun í byggingarmál- um á staðnum. Árekstrar af þessari teg- und eru talsvert algengir, þar sem land- ið er einkaeign eða í skilyrðislausri leigu einstakra manna. Er augljóst, hve óheppileg áhrif þetta getur haft á bygg- ingar, ræktun og aðrar félagslegar fram- kvæmdir. 7. í kauptúni nokkru, þar sem svo hagar til um atvinnu, að íbúunum er ómiss- andi að stunda smábúskap til uppbótar stopulli sjósókn og eyrarvinnu, er allt landið einkaeign. Við jaðar kauptúnsins eru nokkrir tugir ha. af ágætu landi, sem gæti skapað íbúunum sæmilegt atvinnu- öryggi, ef þeir fengju að rækta það og nytja. Sanmingár um kaup á þessu landi hafa ekki tekizt, þar eð eigendur þess hafa viljað selja það hærra verði en hreppsfélagið hefur talið fært að greiða. 8. Um lóða- og landsleigu í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum gilda engar alls- herjarreglur, jafnvel ekki þótt landið sé opinber eign. Má segja, að sinn leigu- málinn gildi á hverjum stað. Þar sem landið er einkaeign, er lóðarverðið hæst og heldur áfram að stíga með vaxandi landsþörf og auknum fólksfjölda. Al- mennt eru lóðarleigur kr. 0.04—1.50 pr. m2 á ári og leiga fyrir ræktunarlönd kr. 5.00—50.00 pr. ha. af óræktuðu landi. Um þetta virðist gilda fullkomið handahóf, geðþótti og sanngimi þeirra, sem landið eiga. Þegar þess er gætt. að lóðir og ræktunarlönd eru yfirleitt af- hent leigjendum í óræktuðu ástandi og að víða á þessum stöðum er vant flestra eða allra félagslegra umbóta, verður að telja hærri leigumálana, sem skýrt er frá, fram úr hófi háa. Dæmi era til þess, að í samninga um ræktunarlönd hafa, samhliða háu leigugjaldi, verið sett ákvæði um það, að ræktunarmannvirki, sem leigjandi gerir, falli endurgjalds- laust til landseiganda, þegar leigjandi deyr eða hættir að nota land sitt af ein- hverjum ástæðum. Þá rannsakaði nefndin, hversu væri háttað

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.