Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 37
SVEITARST J ÓRNARMÁL 33 er það ekki síður nauðsynlegt samtökum sveitarfélaganna, sem eiga í ýmsu mun erfið- ari aðstöðu en önnur samtök, þar sem þess verður að gæta mjög veí, að beita þessum samtökum á engan hátt pólitískt, þar sem allir stjómmálaflokkar eiga þar aðild, og mjög oft er erfitt að sigla þar milli skers og báru, eins og þegar hefir sýnt sig, þótt samtökin séu ekki nema rúmlega þriggja ára gömul. Það er augljósara en svo, að nokkur geti dregið það í efa, að eigi samtök sem þessi að koma að verulegum notum, verða þau að hafa sæmilegum starfskröftum á að skipa, starfskröftum, sem þau ráða sjálf yfir og geta skipað þar til verks, sem þörfin krefur hverju sinni. Sá tími er nú liðinn, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að ýmis konar félög eða samtök geti kosið þennan eða hinn til að framkvæma mikilvæg störf án þess að greiða fyrir þau, enda er slíkt fyrirkomulag aldrei til frambúðar, og slík samtök verða ávallt um of háð þeim einstaklingum, sem þau þurfa allt af að þiggja án endurgjalds. Samband ísl. sveitarfélaga hefir nú þegar með höndum talsverða starfsemi, sem krefst þess, að um hana sé hugsað daglega og hin ýmsu störf þar af hendi leyst reglulega. Má í því sambandi nefna útgáfu þessa tímarits, sem ekki hefir verið unnt að láta koma út reglulega allt til þessa, vegna þess að í stjóm sambandsins og ritstjóm tímaritsins var eng- inn, sem sérstaklega var hægt að leggja þá skvldu á herðar ofan á skyldustörf sín. Sambandið hefir og tekið upp samstarf við hliðstæð sambönd á Norðurlöndum, sem nú eru orðin gömul og gróin og hafa mörg- um og góðum starfskröftum á að skipa. Það samstarf þarf að rækja svo, að sómasamlegt sé, og verður ekki gert nema einhverjum, sem tíma hefir til þess, sé falið það sér- staklega. En auk þessa tvenns er svo aSalveikefni sambandsins, sem er það, að vinna að margs konar endurbótum og umbótum í þeim mál- um, sem sveitarfélögin varða mestu. Öllum, sem nálægt þessum málurn koma, er það Ijóst, að til þess að eitthvað verulegt eigi þar að fást fram, verður sambandið sjálft að taka forustuna, og er þá alveg augljóst, að það verður ekki gert nema sambandið hafi á að skipa sæmilegum starfskröftum. Greinarhöfundur bendir réttilega á það, að nauðsyn er að sveitarfélögunum séu tryggðir nýir tekjustofnar, svo að létta megi útsvarsbyrðina, sem allt er að sliga. En hver á að vinna að því máli? Margar bæjarstjómir og hreppsnefndir eiga fyrirsvarsmenn sína á sjálfu Alþingi, en hvað heyrist t. d. í þessu máli frá þeim þar? Ekki hafa þeir haft tíma til að undirbúa slík framvörp né flytja þau. Og það verður ekki gert fyrr en sveitarfélögin gera það sjálf, eða starfsmaður þeirra. Og svo mætti fleira telja. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort sambandinu hefir tekizt betur eða verr í afskiptum sínum af málefnum sveitarfélag- anna, það sem af er. Greinarhöfundur gefur í skyn, að það sé ekki mikið, sem sambandið hafi áorkað. En ef til vill veldur þar einmitt mestu um, að sambandið hefir engum föst- um starfskröftum haft á að skipa og orðið að lifa á annarra náð, meira að segja með skrifstofu og alla afgreiðslu hinna mest að- kallandi mála sinna. Nú er úr þessu bætt og hefst nú nýtt starfstímabil í sögu sambandsins. Ég vona, að þótt þessi kveðja Morgun- blaðsins væri bæði köld og óverðskulduð, þá verði hún samt til þess, að með meiri festu og gætni verði á málum sambandsins haldið og störf þess betur unnin en annarra sam- bærilegra stofnana, sem hlotið hafa ólíkt hlýrri kveðjur úr þessum sömu herbúðum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.