Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 29
SVEITARST JÓRNARMÁL 25 ar þeir taka til starfa. Hér er reynt að bæta úr því með því að ætla þeirn fastar tekjur — skatt af öllum fasteignum í umdæminu. — Til grundvallar þeirri tillögu liggur sú hugsun, að það séu fyrst og fremst eigendur fasteignanna á hverjum stað, sem mestan hagnaðinn hafa af góðu skipulagi, og þess vegna sé sanngjamt, að þeir geri sitt til með gjaldi þessu, að sá árangur náist, sem að er stefnt með skipulagslöggjöfinni. í sambandi við þessar tilraunir til að út- vega fé til að standa undir dýmm skipulags- breytingum. er rétt að benda hér á, að það ákvæði 23. gr. þessa fmmvarps, að sveitar- stjóm geti með samþykki ráðherra greitt allt að helming eignamámsverðs með ríkistryggð- um skuldabréfum, er algert nýmæli og sett í frumvarpið til þess að auðvelda framkvæmd dýrra skipulagsbreytinga. Að sjálfsögðu er eícki ætlazt til, að því ákvæði verði beitt nema mjög erfitt sé um fjárútvegun eftir öðrum leiðum, eða það þyki hagkvæmt af þeim aðilum, er hlut eiga að máli. Þegar fmmvarpið kom frá nefndinni, sem samdi það, var gert ráð fyrir, að gjald það, sem nú er tekið af nýbyggingum og gengur til að standa straum af kostnaðinum við skrifstofu skipulagsstjóra, yrði fellt niður og allur kostnaðurinn lagður á ríkissjóð. Á þá breytingu gat ráðuneytið ekki fallizt, og er það ákvæði því tekið upp í fmmvarpið. Tekjur þessar hafa á undanfömum ámm verið sem liér segir: 1943 ........... kr. 76726.09 x944 ............. — i39462-87 1945 ............. — 166290.26 1946 ............. — 215827.65 x947 ............. — 28239445 Þá var og gert ráð fyrir því í fmmvarpi nefndarinnar, að ráðherra væri skylt að stað- festa skipulagsuppdrátt, sem samþykktur hefði verið með % atkvæða í bæjarstjóm eða hreppsnefnd, en ráðuneytið getur ekki fallizt á að taka það ákvæði upp og hefur því fellt það niður og gert breytingar á fmm- varpi nefndarinnar í samræmi við það. Að öðm leyti en hér er sagt hefur fram- varpi nefndarinnar ekki verið breytt efnis- lega, en orðalagi vikið við á stöku stað. í ágústmánuði 1947 sendi ráðuneytið frumvarpið til umsagnar skipulagsnefnd rík- isins og bæjarstjórn Reykjavíkur. Athuga- semdir við frumvarpið bárust ráðuneytinu frá skipulagsnefnd ríkisins í febrúar 1948, en engar athugasemdir hafa komið við fmm- varpið frá bæjarstjóm Reykjavíkur. Athugasemdir skipulagsnefndar svo og aðrar athugasemdir, sem kunna að berast, verða sendar þingnefndum þeim, sem um málið fjalla á Alþingi. Frekari almennar athugasemdir telur ráðu- neytið ekki ástæðu til að gera í sambandi við frumvarpið." RÆKTUNARLÖND OG BYGGINGAR- LÓÐIR í KAUPSTÖÐUM, KAUPTÚN- UM OG ÞORPUM. Frv. með þessu heiti liggur nú fyrir Al- þingi í þriðja sinn. Fylgja því svohljóðandi athugasemdir af hálfu ríkisstjómarinnar: „Frumvarp þetta var lagt fyrir síðasta Al- þingi af ríkisstjóminni, en náði þá ekki sam- þykki. Fylgdu því þá eftirfarandi athuga- semdir: „Hinn 19. apríl 1943 skipaði þáverandi félagsmálaráðherra fjóra menn í nefnd til þess að semja frumvarp um ræktunarlönd og byggingarlóðir í kaupstöðum og kauptúnum. Var nefnd þessi skipuð samkv. þingsálvktun, er sameinað Alþingi afgreiddi 12. apríl 1943 og var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að láta athuga með nefndarskipun eða á

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.