Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 31
SVEITARST J ÓRNARMÁL 27 til um ýtarlega leiguskilmála. í kaupstöðum og stærri kauptúnum er rnjög víða farið að bera á mikilli verðhækkun á landi og lóðum. Enn fremur er það mjög algengt, sérstaklega þar, sem landið er einkaeign, að kaupstaðir, kauptún og þorp fá ekki land til umráða með viðunandi kjörum, og torveldar það mjög nauðsynlega þróun í byggingum, rækt- un og öðrum félagslegum umbótum. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um ástand- ið í þessum efnum: 1. í einum af stærri kaupstöðum landsins var rnikill hluti byggingarlóðanna eign ríkisins þar til 1943, að bærinn keypti ríkislandið. Fyrir mörgum árum leigði umboðsmaður ríkisins á staðnum ýms- um borgurum stærri og smærri lóðir fyrir mjög sanngjarnt verð, og mun það hafa verið gert með samþykki þáverandi ráðuneytis. Engin ákvæði voru sett í leigusamningana um byggingarskyldu innan ákveðins tíma né heldur um bann gegn framleigu. Ýmsir af leigjendum þessara lóða hafa látið þær ónotaðar, en beðið eftir verðhækkun á þeim og selt síðan leigurétt sinn fyrir afarverð. Fyrir leiguréttinn á einni slíkri lóð, sem var að stærð um 1200 ferálnir, varð bæjar- sjóður t. d. að greiða nú fyrir skömmu um 10 þúsund krónur, eða sem næst 8 krónum fyrir hverja feralin, og var sú greiðsla ákveðin með mati. 2. í þessum sama kaupstað er verulegur hluti af hafnarsvæðinu einkaeign. Mikil vöntun er á hafnarsvæði fyrir útgerðina, og er það almenn skoðun, að auðveld- ast sé úr því að bæta með því að gera stórfelldar uppfyllingar á þeim hluta hafnarsvæðisins, sem er einkaeign að nokkru leyti, og nota til þess uppmokst- ur úr höfninni, sem er of grunn. Til þessa hafa framkvæmdir ekki hafizt, að því er ætla má, af þeim ástæðum, að bæjarsjóður hefur ekki komizt að sam- komulagi við eigendur hafnarspildunn- ar um viðunandi endurgjald fyrir mann- virkin af hálfu þeirra, er landið eiga. 3. í öðrum kaupstað, þar sem ríkissjóður er eigandi alls landsins, var fyrir nokkr- urn árum ýmsum bæjarbúum leigt tals- vert af landi til ræktunar með mjög sanngjömum kjörum. í leigusamning- ana var ekkert ákvæði sett um ræktunar- skyldu né bann gegn framleigu. Ýmsir af leigjendunum ræktuðu ekki lönd sín, en héldu þó leiguréttinum í rnörg ár. Nú síðustu árin hafa þeir svo verið að selja leigurétt sinn fyrir hátt verð, eða allt að 2000 krónum pr. ha., enda þótt engar umbætur hafi verið gerðar á land- inu. Sterkar líkur eru til, að afnotarétt- ur þessara ræktunarlanda eigi eftir að hækka meira í verði, eftir því sem fólk- inu fjölgar á staðnum og þörfin fyrir landsafnot verður meiri. 4. í smáþoqri úti á landi, þar sem svo er háttað um atvinnu, að fólkinu er lífs- nauðsyn að stunda smábúskap samhliða stopulli sjósókn á smábátum, er helm- ingur landsins eign eins manns, er notar það til eigin búskapar. Maðurinn hefur ekki fjölskyldu og er kominn á elliár. Hefur hann oftast haft vafasaman hagn- að af þessum búrekstri sínum, enda er allur búrekstur hans talsvert innan við 100 fjár. Þrátt fyrir mjög ákveðin til- mæli hefur þessi landeigandi þverlega synjað um sölu eða leigu á landinu, enda þótt augljóst sé, að eina leiðin til þess að tryggja fólkinu í þorpinu sóma- samleg lífskjör sé að gefa því kost á af- notum á öllu landinu, sem þama er fyrir hendi. 5. Þorpið Hveragerði austan við Hellisheiði er byggt á heitum stað, eins og kunnugt er, og er landið einkaeign nokkurra

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.