Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 36
32 SVEITARST J ÓRNARMÁL JÓNAS GUÐMUNDSSON: KÖLD KVEÐJA. Á landsþingi Sambands íslenzkra sveitar- félaga, sem haldið var á Akureyri á s.l. sumri, var ágreiningslaust af öllum fulltrúum, er þar mættu, samþykkt að sambandið réði sér starfsmann og opnaði skrifstofu í Reykjavík, sem hefði það verkefni að greiða fyrir sveit- arfélögunum á margvíslegan hátt og vinna að hinum sameiginlegu málefnum þeirra. Eitt af blöðunum í Reykjavík, Morgun- blaðið, gerði þessa ráðstöfun sambandsins að umræðuefni í greinflokki sínum, „Nær og fjær“, sunnudaginn 29. ágúst s.l. Þykir rétt að birta þau ummæli blaðsins hér orðrétt, sem að þessu lúta, því að þá fer ekki milli mála, hvað sagt hefir verið. Greinarkafli þessi heitir Nýtt embætti og er svohljóðandi: „Núverandi ríkisstjórn hefir, aðallega fyrir frumkvæði Jóhanns Þ. Jósefssonar fjármála- ráðherra, látið fara fram athugun á því, hvemig hægt yrði að draga saman seglin í rekstri ríkisbáknsins, afnema nefndir og fækka embættum. Hefir svokölluð spamað- arnefnd unnið að slíkum athugunum síðan í vetur. Um árangurinn af því starfi er enn- þá ekki vitað, en væntanlega verður hann einhver. Ekki mun af veita að létta pinklum af Skjónu, ríkissjóðnum, sem í mörg hom liefir að líta um þessar mundir. En fyrir skömmu var auglýst að ákveðið hefði verið að stofna spánýtt embætti með 800 kr. grunnlaunum á mánuði. Það er ekki ríkið, sem að þessu nýja embætti stendur, heldur Samband íslenzkra sveitarfélaga, ung félagssamtök bæja- og sveitarfélaga, sem hald- ið hafa tvö eða þrjú ársþing og vilja vinna að því að gera hlut bæjar- og sveitarfélaga betri en hann nú er. Hvers vegna þurfa þessi ungu og félausu samtök að fara að stofna nýtt og dýrt em- bætti, forstjóraembætti? Annars er þessi ráðagerð um sérstakan for- stjóra fyrir þessi samtök fyrirtaks dæmi um það, hvemig nýjum skrifstofum er ungað út, ef ekki af ríkisvaldinu sjálfu, þá af stofnun- um þess eða öðrum opinberum aðiljum. Fyrst er auglýst eftir forstjóra. Þegar hann hefir verið ráðinn, þarf hann að sjálfsögðu að fá skrifstofulið og síðan bifreið, sem ríkið eða hið opinbera rekur. Það er ástæða til þess að benda hinum ungu samtökum bæjar- og sveitarfélaga, sem í eðli sínu em þarfur félagsskapur, en sem ennþá hafa lítið gagn gert, á það, að bæjar- og sveitarsjóðir eru léttir sjóðir, sem ekki þurfa fyrst og fremst á dýru skrifstofubákni að halda. Þeir þurfa miklu fremur á því að halda, að ríkissjóður láti þeim eftir nýja tekjustofna, sem treyst gætu fjárhagslega af- komu þeirra. Það væri miklu skynsamlegra fyrir stjórn sambandsins að hefja baráttu fyrir því máli en stofnun nýs embættis og skrif stof ureksturs.“ Það verður ekki sagt, að hér andi sérlega hlýju til þeirrar ráðstöfunar sambandsins að ráða sér fastan starfsmann, og er kannske ekki margt um það að segja, því að sitt sýn- ist hverjum í hinum ýmsu dægurmálum. Rétt þykir mér þó, sem formanni þessara samtaka, að vekja athygli blaðsins á eftirfar- andi atriðum: Getur blaðið bent á nokkur hliðstæð sam- tök þeim, sem hér um ræðir, sem ekki hafa einn eða fleiri launaða framkvæmdastjóra eða starfsmenn í sinni þjónustu? Ef það er nauðsynlegt öðrum samtökum,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.