Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 14
10 SVEITARST JÓRNARMÁL Annað aðalviðfangsefni hreppsnefndanna eru skólamálin. Núgildandi lög um þau eru frá 1937. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir mikilli stækkun þeirra skólabygginga, sem þá voru fyrir hendi, og fjölda nýbygg- inga. Heimstyrjaldarárin hafa mjög dregið úr eðlilegum framkvæmdum á þessu sviði. Telja verður, að þá er ákvæðin um skóla- byggingar em komin í framkvæmd, muni einkar vel fyrir þeim málum séð alllangan tíma. En ekki er því að neita, að þrátt fyrir veruleg framlög frá ríkinu í þessu skyni, binda þau hreppsfélögunum miklar fjárhags- legar byrðar um nokkra framtíð. Með tilliti til fræðslumálanna eru hrepp- amir háðir sérstöku eftirliti 5 manna nefnd- ar. Hana skipa amtmaðurinn, prófastur og 3 rnenn, kjörnir af amtsráðinu úr þess hópi. Vegna skólamálanna í hverjum hreppi koma greiðslur frá ríkinu, hinum sameigin- lega jöfnunarsjóði og úr sérstökum skóla- sjóði, sem er sameign amtsins og þeirra kaup- staða, er innan þess kunna að vera, og leggja báðir þessir aðilar fé til. — í hverjum hreppi er skólanefnd, skipuð 5 mönnum, kosin af hreppsnefnd. Kostnaður af vegum eru verulegur í hverj- um hreppi. Innan fjölda hreppa eru nú góðir asfalt eða tjörubomir vegir, en þeir eru að jafnaði mjórri en amtsvegimir. Ríkið greiðir nokkuð til vegamála í hreppunum af þeim tekjum, sem það aflar með sköttum af vélknúnum tækjum. — Með vegavinnu hefur einkum verið hamlað gegn atvinnu- leysi innan hreppanna. Auk þessara venjulegu meginviðfangs- efna hreppstjórnanna hvíla á þeim ýmsar minni háttar framkvæmdir, og á stríðsárun- um og síðan hefur fallið í þeirra skaut að sjá urn úthlutun alls konar leyfa. Af yfirliti þessu má vera ljóst, að margs konar skattar og skyldur eru sveitarfélögun- um lagðar á herðar, enda hafa háværar radd- ir verið uppi um það, að þetta yrði meira sameinað og gert einfaldara en nú er. En Danir telja, að sú skipan, sem nú gildir varðandi stjóm hreppanna, sé í beztu samræmi við þarfir og vilja fólksins. Á það hefur verið bent, að rétt væri að fækka ömtunum og láta ríkið skipa fasta embættismenn í stað hreppsnefndanna. Slík- ar tillögur hafa ekki til þessa hlotið neinn byr. Það hefur verið álitið mjög mikils virði, að með núverandi h'rirkomulagi verður stór fjöldi manna í hverju sveitarfélagi, sem með störfum í þágu heildarinnar ávinnur sér þann stjórnmálalega þroska og þá ábyrgðar- tilfinningu, sem hvert þjóðfélag þarfnast svo mjög og líkleg eru því til farsældar. 1 Danmörku eru 4 sveitar- S"' félagasambönd: 1. Danska kaupstaðarsam- bandið (Den danske Köbstadforening). En í því em allir kaupstaðir utan Kaupmanna- hafnar og úthverfa. 2. Amtasambandið (Amtsraadsforeningen i Danmark). Öll ömtin eru félagar í því. 3. Samband hreppsfélaga í Danmöiku (De samvirkende Sogneraadsforeninger i Danmark). Sambandið er byggt upp á þann hátt, að hreppsnefndirnar í hverju amti hafa félag sín á milli, en formaður félagsins er fulltrúi þess amts í sambandinu. 4. Samband sveitarfélaga með kauptún- um innan sinna vébanda (Fællesorganisa- tionen af Landkommuner med bymæssig Bebyggelse). í sambandi þessu eru 89 sveit- arfélög, og hyggst það vinna að þeim mál- um, sem sérstaka þýðingu hafa fyrir stærstu sveitarfélögin og kauptún innan þeirra. Fé- lagar í þessu sambandi hafa og fulltrúa í sambandi hreppsfélaganna. Ritarar þessara síðast nefndu sambanda eru starfsmenn í innanríkisráðuneytinu og gætu réttar þeirra þar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.