Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 15
SVEITARSTJÓRNARMÁL 11 Ný stjórnarskrá. Svo sem flestum mun kunnugt, er stjóm- arskrá sú, sem nú gildir fyrir íslenzka ríkið, bráðabirgðastjómarskrá. Hún var sett 1944, þegar ísland gerðist lýðveldi, og breyting- amar frá eldri stjómarskrá nánast þær einar að færa konungsvaldið í hendur innlends forseta, sem kjörinn er af þjóðinni til fjögra ára í senn. En hvernig sem á því stendur, hefur nú skipazt svo, að ekkert heyrist frá þingnefnd- um þeim, sem stjómmálaflokkar og Alþingi hafa til þess kjörið að semja drög að nýrri stjómarskrá fyrir íslenzka lýðveldið. Aftur á móti hafa bæði Austfirðingar og Norðlend- ingar efnt til frjálsra samtaka — fjórðungs- þinga —, sem til er kosið af sýslunefndum og bæjarstjómum í fjórðungum þessum. Haustið 1947 samþykkti fjórðungsþing Austfirðinga tillögur, sem fólu í sér drög að nýrri stjómarskrá. í haust samþykkti fjórð- ungsþing Norðlendinga svipaðar tillögur og hefur nú fjórðungsþing Austfirðinga breytt sínum tillögum til samræmis við þær. Þvkir Sveitarstjómarmálum rétt að birta þær, ekki sízt vegna þess, að þar er gert ráð fyrir (eins og í fyrri till. Austfirðinga), að landinu verði skipt í fylki, en einmitt sú hugmynd kom fyrst fram hér í ritinu í grein Jónasar Guð- mundssonar: „Var rétt að afnema ömtin?“ árið 1942, og hefur auk þess verið hreyft á landsþingum Sambands ísl. sveitarfélaga. Tillögumar, sem samþykktar vom á árs- þingi Fjórðungssambands Norðlendinga og bæði fjórangssamböndin standa nú að, um drög að stjómarskrá fyrir íslenzka lýðveldið, eru svohljóðandi: I. ísland er lýðveldi. Ríkisvaldið er hjá þjóð- inni. Það deilist í þrennt: löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Þjóðin felur Al- þingi löggjafarvaldið, forseta framkvæmdar- valdið og dómstólum dómsvaldið. II. Landinu skal skipt í fylki: 1. Reykjavik og Hafnarfjörður með næsta nágrenni (Höfuðborgarfylki). 2. Vesturland: Borgarfjarðarsýsla, Mýra- sýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, Dalasýsla og Húnavatnssýslur (Bæjar- hreppur úr Strandasýslu?) (Vestur- fylki) 3. Vestfjarðakjálkinn allur (Vestfjarða- fylki). 4. Norðurland: Skagafjarðarsýsla að og með Norður-Þingeyjarsýslu (Norður- fylki). 5. Austurland: Norður-Múlasýsla að og með Austur-Skaftafellssvslu (Austur- fylki). 6. Suðurland: Vestur-Skaftafellssýsla að og með Kjósarsýslu, þar með Vestmanna- eyjar (Suðurfylki). Hvert fylki verði stjórnarfarsleg heild með allvíðtæku starfssviði og valdi í ýmsum sér- málum. Vald og starfssvið fylkjanna skal ákveðið með lögum. í hverju fylki skal ár- lega háð fylkisþing. Á þingi þessu skulu sitja 15 fulltrúar, sem kosnir verða í ein- menningskjördæmum, er hafi sem jafnasta kjósendatölu. Fylkisþing geta þó sjálf ákveð- ið tölu þingmanna sinna hærri, eða allt að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.