Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 28
24 SVEITARST J ÓRNARMÁL SKIPULAG KAUPSTAÐA OG KAUPTÚNA. Frv. það um þetta efni, sem nú liggur fyrir Alþingi, hefur að geyma ýmis nýmæli frá núgildandi löggjöf og þykir því rétt að vekja athygli á frv. með því að birta hér greinar- gerð þá, er því fylgir, en hún hljóðar svo: „Með bréfi, dags. 3. des. 1945, skipaði þá- verandi félagsmálaráðherra, Finnur Jónsson, nefnd til þess að endurskoða löggjöfina um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. í nefnd- inni áttu sæti Jónas Guðmundsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, Hörður Bjamason, skipulagsstjóri, og Tómas Jóns- son, borgarritari í Reykjavík. Nefndin hóf störf sín nokkru eftir að hún var skipuð og hefur unnið að því síðan að semja meðfylgj- andi frumvarp til nýrra skipulagslaga. í frumvarpi þessu eru ýmis nýmæli, er ekki voru í hinum eldri lögum, og þykir rétt að víkja fyrst að þeim, því að brevtinga þeirra, sem helztar verða á eldri gildandi ákvæðum, er getið í athugasemdum við ein- stakar greinar frumvarpsins, og þykir því ekki þurfa að minnast frekar á þær hér. Það skal fyrst talið, að í frumvarpið eru tekin mörg ný ákvæði varðandi verksvið hins nýja embættismanns, skipulagsstjóra ríkisins, sem nú fer að mestu með framkvæmd skipulags- málanna fyrir ríkisins hönd. Höfuðbreytingin á skipulagslöggjöfinni, sem í frumvarpi þessu felst, er þessi: Samkvæmt núgildandi lagaákvæðum um skipulag er það skipulagsnefnd ríkisins, sem ætlað er að sjá um framkvæmd skipulags- málanna undir yfirstjóm ráðuneytisins, en samkvæmt frumvarpinu er það verk falið skipulagsstjóra ríkisins og skrifstofu hans, en skipulagsnefridin verður ráðuneytinu til að- stoðar við að dæma skipulagsuppdrætti, sem ráðuneytinu eru sendir af skipulagsstjóra til staðfestingar. Um þessa breytingu má segja, að hún sé raunar nú þegar komin í framkvæmd að verulegu leyti, síðan embætti skipulagsstjóra var stofnað og skrifstofa hans tók til starfa. Önnur helztu nýmæli frumvarpsins em þessi: Samkvæmt 11. gr. er gert ráð fyrir, að bæj- arstjómum sé heimilt að láta vinna sjálfar að skipulagsuppdráttum í umdæmi sínu og sérstakar skipulagsnefndir séu settar þar á fót. Ákvæðin, er snerta Reykjavík, em tilkomin á þann hátt, að þeir menn, sem þar em taldir, hafa nú um skeið starfað saman að því að undirbúa nýjan skipulagsuppdrátt af Reykjavík, og bendir það samstarf til, að rétt sé að lögfesta þetta fyrirkomulag. Fimmti kafli frumvarpsins, um forkaups- rétt sveitarfélaga á fasteignum vegna skipu- lagsbreytinga, hefur að geyma ný ákvæði. Nefndin telur þá leið, sem þar er stungið upp á, líklega til þess að koma að gagni í því skyni að auðvelda framkvæmd skipulags á þeim svæðum, sem eru gömul og mikilla breytinga er þörf. Tilhögunin er einföld og létt í framkvæmd, og svara ákvæði þessi mjög svo til núgildandi ákvæða um forkaups- rétt sveitarfélaga á jörðum. Merkasta nýmælið í frumvarpinu er vafa- laust ákvæði VII. kafla um skipulagssjóði. Að tilhlutun félagsmálaráðherra var samið frumvarp árið 1940 um skipulagssjóði og lagt fyrir Alþingi það ár. Frumvarpi þessu var vísað til ríkisstjómarinnar eins og fleiri frum- vörpum varðandi skipulagsmál, þegar ákveð- ið var að endurskoða löggjöf þessa í heild. Hefur þetta frumvarp (þskj. 177 frá 1940) verið haft til hliðsjónar við samning þessa kafla fmmvarpsins. Það, sem helzt þótti á skorta í frumvarpinu frá 1940, var það, að skipulagssjóðum var ekki séð fyrir nægileg- um tekjum eða sköpuð nein slík skilyrði, að þeir gætu staðið undir þeim miklu skuld- bindingum, sem á þeim hljóta að hvíla, þeg-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.