Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 42
38 SVEITAKST J ÓRNARMÁL in, — engu síður skyldugt en að greiða Fjár- hagsráði og starfsfólki þess í Reykjavík. Ég vil enn, stutta stund þó, gefa Fjár- hagsráði tækifæri til að afgreiða heiðarleg svör við kröfum sveitarstjómarmannanna, hvort sem það telur sig geta svarað upp á sitt eindæmi eða þarf að leita samþykkis ríkisstjórnarinnar. Það skal fram tekið, að ekki vakir fyrir mér, að umboðsstörf þessi eigi að launa óhóflega, heldur sanngjamlega. Reikninga mína fyrir hönd Húsavíkurhrepps um þau tel ég sanna það. Sú gegndarlausa frekja, sem gagntekið hef- ir allt of marga íslendinga, í viðskiptum við hið opinbera og stofnanir þess, er fordæm- anleg. í viðskiptum manna við hið opinbera sem aðra eiga vel við orð þau, er Heimskringla segir, að Magnús konungur góði hafi mælt við Harald konung harðráða eitt sinn, er þá greindi á: „Þat sama viljum vér aí yðui hafa, sem vér eigum skilt.“ Á grundvelli þeirrar hugsunar, sem felst í þessum orðum, ber ég fram kröfu sveitar- stjómarmanna til Fjárhagsráðs um greiðslu- skil fyrir unnin störf og útlagðan kostnað. Haraldur harðráði bevgði sig í deilunni við Magnús góða. Hann mun þó eftir því, sem lesa má út úr sögunni, hafa að þeirrar tíðar hætti, tekið öllu meira tillit til vopna- valds þess, er Magnús hafði yfir að ráða, en málstaðarins og þess, sem „skilt“ var. Ég vil hins vegar gera ráð fyrir því, að Fjárhagsráð meti réttlætið nægilegar ástæður. Sá ójöfnuður og þjóðfélagslega ranglæti, að láta sveitarfélög á verzlunarstöðum úti um land kosta umboðsstörfin fyrir Fjárhags- ráð, en Reykjavík aftur á móti fá þau ókeyp- is leyst af hendi, er svo gróft misrétti, að ég skil ekki að maður fyrirfinnist, er mælt geti því bót. En fari svo ótrúlega, að Fjárhagsráð dauf- heyrist áfram við hinum réttmætu kröfum, eða telji sig ekki geta borgað fyrir sig, og ríkisstjómin bæti heldur ekki úr, þá er tvennt til fyrir hlutaðeigandi sveitarfélög: Annað málsókn. Hitt að íá Alþingi til að sicerast í leikinn. Það væri meiri löður- mennskan, ef þingmenn fólksins utan Reykjavíkur brigðust ekki vel við að leysa þetta mál. Að óreyndu engin ástæða heldur til þess að gmna þingmenn Reykjavíkur um and- stöðu, af því að málið er augljóst réttlætis- mál, eins og ég þykist liafa sannað með lín- um þessum. Húsavík, 16. jan. 1949. Karl Kiistjánsson. „SVEIT ARSTJÓRN ARMÁL“. Með þessu hefti tekur prentsmiðjan Oddi í Reykjavík við prentun Sveitarstjórnarmála, en síðastliðin tvö ár hefur það verið prentað á Akranesi. Svo var til ætlazt, að 2.-3. hefti árs- ins 1948 kæmi út nokkru fyrir áramót. En sakir óvenju mikilla, tafsamra og varanlegra anna hjá prentsmiðjunni á Akranesi gafst henni ekk- ert tóm til að ganga frá prentun ritsins, enda þótt nægilegt efni i það væri fyrir hendi. Væntanlega lýkur hún við prentun heftanna fljótlega. Efni þeirra eru þingtíðindi frá lands- þinginu á Akureyri i sumar, erindi, er þar voru flutt, o. fl. Kaupendur eru beðnir velvirðingar á þessum drætti á útkomu ritsins, en hefti þessi verða send kaupendum þegar, er þau berast frá prent- smiðjunni. Af þessum orsökum þykir réttara að láta póstkröfu fyrir árið 1949 heldur fylgja 2. hefti þessa árgangs — maiheftinu — en því hefti, sem nú er sent, enda þótt sú hafi verið ætlunin. ★ Ritstj. MYNDIN Á FORSÍÐUNNI er frá Hallormsstað. Sigurður Guðmundsson tók myndina.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.