Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 34
30 SVEITARSTJÓRNARMÁL hverjum stað að vera stærra en jörðin eða jarðirnar, sem kaupstaðurinn, kauptúnið eða þorpið er byggt á, skal ráðuneytið ákveða takmörkin, eftir að hafa fengið um það til- lögur frá viðkomandi hreppsnefnd eða bæj- arstjóm og umsögn Búnaðarfélags íslands og skipulagsnefndar. Um afnot og umráð þessa afmarkaða lands, leigu og sölu á því gilda sérstök ákvæði, sem frumvarpið greinir nánar frá. Umráðaréttur á landinu færist að verulegu leyti úr höndum eigandans til viðkomandi hreppsnefndar eða bæjarstjómar. Landseig- andinn er skyldur að leigja landið, ef um- beðin notkun er í samræmi við skipulag þess, og sé leigan fastbundin 5% árlega af fasteignamati landsins. Vilji landseigandi fremur selja landið en leigja, er viðkomandi hreppur eða kaupstaður skyldur að kaupa það eftir rnati, sem þó aldrei fari fram úr tvöföldu fasteignamatsverði lands og mann- virkja, sem um er að ræða. Verði landseig- andi fyrir verulegri atvinnutruflun vegna missis landsins að dómi matsmanna, má ákveða honum hæfilegar bætur fyrir það. Sams konar hámarksverð gildi einnig um mat á landi og mannvirkjum, ef það opin- bera þarf á þessum eignum að halda, svo og, þegar mannvirkin ganga kaupum og sölum við leigjendaskipti. í frumvarpinu eru ákvæði, sem eiga að útiloka, að afnotaréttur lóða og landa lendi í gróðabralli, jafnframt því sem eðlilegur réttur leigjandans er tryggður. Gert er ráð fyrir, að bæjarfélög og hreppsfélög hafi forkaupsrétt að landi og lóðum, hvert á sínum stað. Að lokum er ákvæði um, að eigandi landsins, annar en hið opinbera, skuli greiða árlegan verðhækk- unarskatt af landi og lóðum á áhrifasvæði laganna, ef fasteignamat landsins án húsa og umbóta, þar með talin ræktunarmann- virki, liækkar frá núverandi fasteignamati, þ. e. matinu 1940. Skatturinn sé 4% af verð- hækkuninni, og renni hann í viðkomandi bæjar- eða sveitarsjóð." Frv. þetta virðist að mörgu hið þýðingar- mesta, enda þótt úr því hafi verið felld ýmis atriði merkileg,*) er nefndin hafði gert ráð fyrir í sínu frv. Mundi það, ef að lögum yrði, miða að því, að tryggja notkun rækt- unarlanda í grennd við þéttbýli, auka íhlut- unarrétt sveitarstjómanna um þau og draga úr hættu á braski. Þá eru og ákvæði, er ógilda eldri samninga um byggingarlóðir, ef á þeim er ekki byggt innan ákveðins tíma. Enn fremur skulu allir gildandi samningar um lóðir og ræktunarlönd endumýjaðir á svæði því, sem lögin kæmu til að ná yfir. Þá er það fram tekið, að allt óbyggt land innan byggingarsvæðis skuli um afnot ann- arra en eiganda landsins vera háð eftirliti viðkomandi sveitarstjómar, og sé eiganda landsins óheimilt að leyfa eða synja um notkun þess án vitundar hennar. Skylt er eiganda byggingarsvæðis að leigja lóðir til bygginga, gatnagerðar, torga eða annarra álíka afnota á óbyggðu byggingarsvæði, ef bæjarstjóm óskar eftir eða mælir með því. enda séu hús þau eða mannvirki, er reisa skal á lóðinni, í samræmi við byggingar- skipulagsuppdrátt staðarins, ef til er. Vilji eigandi byggingarsvæðis heldur selja landið eða hluta af því, skal sveitarsjóður skyldur að kaupa það ásamt þeim mannvirkjum, er á því eru og landeigandi vill selja með land- inu. Þó er landseigandi ávallt skyldur, ef sveitarstjóm óskar eftir, að selja land undir götur, torg og til annarra opinberra þarfa. Ef óbyggt byggingarsvæði, sem falazt er eftir, er í leiguafnotum og notkun þess ekki í samræmi við skipulagsuppdrátt staðarins, og er þá leigjandi landsins skyldur að láta *) En það voru ákvæðin um verðhækkunarskatt og hámarksverð varðandi matíð.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.