Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 21
S VEITARST J ÓRN ARM ÁL 17 verið stofnað nokkrum árum áður og gefið góða raun. Þegar í upphafi gerðust hreppar úr flest- um fylkjum Noregs meðlimir sambandsins. Um skeið dró nokkuð úr starfsemi þess. En nú hin síðari ár hefur það mjög færzt í auk- ana og hinn 1. júlí 1948 voru 635 af 679 hreppum landsins meðlimir í sambandinu. Héraðasambandið tók að gefa út tímarit á árinu 1925 og stendur nú að útgáfu rits- ins Kommunalt Tidskrift ásamt Kaupstaða- sambandinu. Á starfstíma sínurn hefur sambandið að- eins efnt til 3 landsþinga, auk stofnþingsins 1923. En tengslum við félögin hefur það haldið með blaðaútgáfu, störfum stjómar- innar og með sérstakri skrifstofu í Osló. En að skrifstofu þessari stendur einnig Kaup- staðasambandið og fleiri samtök. Hún ann- ast allan daglegan rekstur sambandsins og ýmis konar fyrirgreiðslur fyrir sveitarfélög- in og sér um útgáfu blaðsins. Framkvæmdastjóri sambandsins nú heitir Kjell T. Evers og er hann lögfræðingur að menntun. Hlutdeild Héraðasambandsins, um setn- ingu og breytingu á löggjöf um sveitarstjóm- armál, hefur verið hin merkasta. Það hefur og haft frumkvæði og forustu um ótal margt sveitarfélögunum til heilla. Hinn x. des. 1927 tók til starfa banki, Kommunalbanken, er fyrst og fremst átti að tryggja sveitarfélögunum hentug og sann- gjörn lán. Sveitarstjómannenn höfðu um fjölda ára barizt fyrir því, að slík lánsstofn- un yrði sett á laggimar. En það var ekki fyrr en Sambandið tók forustuna, að veru- legur skriður komst á málið og fullur árang- ur náðist. Með lögum var ákveðið, að tveir úr stjórn bankans skyldu kosnir af Héraða- sambandinu. Banki þessi er talinn hinn þýðingarmesti og sérstakt hagræði fyrir sveitarfélögin. Samstarf Héraðasambandsins við Kaup- staðasambandið hefur verið mikið og gott, enda verið um það rætt, að þau samein- uðust. Sambandið hefur einnig tekið þátt í sam- starfi við sambærileg samtök á Norðurlönd- um. Nú í sumar mætti fulltrúi frá því á landsþinginu á Akureyri. Var það Rudolf Hedemann, sem verið hefur fonnaður Hér- aðasambandsins frá því 4. nóv. 1946. Hinn 30. nóv. s. 1. hófust í Oslo mikil hátíðarhöld í tilefni af aldarfjórðungsafmæli sambandsins bæði með fundarhaldi. að viðstöddum Hákoni konungi, og veizluhöld- um. Var þar boðið til fulltrúum frá öllum sveitarfélögum í Noregi og ýmissa annarra félagasamtaka. Ennfremur var boðið fulltrú- um frá samböndum hinna Norðurlandanna, þar á meðal Sambandi íslenzkra sveitarfé- laga. En þar sem stjóm þess hafði eigi tök á að senda fulltrúa að heiman, fór hún þess á leit við sendiherra íslands í Osló, Gísla Sveinsson, að hann mætti við hátíðarhöldin fyrir hönd sambandsins og flytti bræðrasam- bandinu heillaóskir. Varð hann við því og afhenti héraðssambandinu að minjagjöf frá íslenzka sambandinu eitt eintak af hinni glæsilegu ljósprentun af Flateyjarbók og lýsti um leið með nokkrum orðurn sögu og inni- haldi hins mikla handritasafns bókarinnar. Vakti gjöf þessi sérstaka athygli. Fulltrúar frá samböndum annarra sveitar- félaga á Norðurlöndum komu og með góðar gjafir. Við hátíðarhöld þessi, er voru i senn glæsi- leg og virðuleg, var mikill mannfjöldi saman korninn. Mættir voru fulltrúar frá þorra sveitarfélaganna í Noregi, allmargir fylkis- stjórar, þingmenn, fulltrúar kaupstaða og ýmissa samtaka og ráðherrar, auk erlendu gestanna. Héraðasambandinu bárust hvaðanæfa ýmis konar gjafir og heillaóskir.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.