Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 6
2 SVEITARST J ÓRNARMÁL farið, er því fyllsta þörf á að athuga, hvort ekki sé unnt að ráða hér á verulega bót. Stjóm sambandsins getur því fyllilega mælt með því, að tillaga þessi verði sam- þykkt og að hún geti haft verulega þýðingu það sem hún nær. En jafnframt vill stjóm sambandsins vekja athygli háttvirtrar allsherjarnefndar samein- nðs Alþingis á því, að þörf er endurskoðun- ar á sveitarstjómarlöggjöfinni varðandi fleiri atriði en þau, sem tillaga þessi fjallar um. Þess er full nauðsyn að fram fari, hið allra fyrsta, gagngerð endurskoðun á allri löggjöf vorri um sveitarstjóm, þar sem hún á ýms- um sviðum er orðin úrelt og verulegs ósam- ræmis tekið að gæta í ýmsum ákvæðum hennar. Þau atriði, sem sérstaklega þyrfti að taka til athugunar að vorum dómi, eru þessi: 1. Það virðist með öllu ástæðulaust að sett séu sérstök lög og þau jafnvel mismun- andi um hvem kaupstað út af fvrir sig, er hann fær kaupstaðarréttindi, almenn löggjöf þar um ætti að vera til. í því sambandi væri m. a. rétt að athuga gaumgæfilega, hvort ekki væri ástæða til að stjóm þeirra yrði nokkuð á annan veg en nú er, t. d. hvort ekki væri rétt- ara að bæjarstjóri eða borgarstjóri væri fastur embættismaður. 2. Athuga þyrfti einnig, hvort ekki væri heppilegt að stækka sveitarfélögin frá því, sem nú er, og hverfa þannig frá þeirri skiptistefnu, sem hingað til hefur ríkt. Meðal erfiðleikamia við stjóm sveit arfélaganna er smæð margra þeirra. Kostnaðurinn verður oft tiltölulega meiri en þótt þau væru nokkru stærri og erfiðara að fá hæfa rnenn til starfa. Þau mundu og við stækkun verða fjár- hagslega sjálfstæðari og líklegri til að gegna betur skyldum sínum en ella. 3. Þá mætti einnig taka til athugunar, hvort tiltækilegt og skynsamlegt er að skipta landinu í fylki eða fjórðunga í þágu sveitarstjómarmálefna. Stjóm sambandsins beinir því þeim til- mælum til háttvirtrar allsherjamefndar, hvort ekki væri rétt, að umræddri þingsálykt- unartillögu vrði breytt á þann veg, að hún feli einnig í sér áskorun á ríkisstjómina um gagngerða endurskoðun á sveitarstjómarlög- gjöfinni, og væri sambandsstjómin fús á að eiga hlut að framkvæmd þeirrar endurskoð- unar, ef jress væri óskað. Virðingarfyllst, f.h. stjómar Sambands ísl. sveitarfélaga, Eiríkur Pálsson. Allsherjamefnd sameinaðs Alþingis. • Enn er eigi vitað hverja afgreiðslu ofan- rituð tillaga til þingsályktunar fær á Alþingi, en hver sem hún verður, er það eitt víst, að hér er hreyft við miklu nauðsynjamáli, er hlýtur að krefjast lausnar innan skamms. Það er öllum þeim kunnugt, er fást við stjóm stærri kauptúna, að oft er það mikl- um erfiðleikum bundið að skipa fram kvæmdastjórn þeirra svo að viðunandi sé án þess að níðast um of á starfskröftum þeirra manna, sem tekið hafa að sér oddvitastörfin, stundum jafnvel af illri nauðsyn og gegn vilja sínum. Líklegasta leiðin út úr þeim ógöngum, virðist vera sú, að heimila sveitar- stjómum að ráða sér fulltrúa eða eins konar ráðsmann, sem tæki við mestu af störfum oddvitans, eða hefði líkt verksvið og bæjar- stjórar hafa nú. Verður það þó vafalaust athugað nánar af stjóman'öldum landsins, ef tillagan verður samþykkt, hvaða leiðir komi til álita að fara til úrlausnar þessu máli.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.