Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 26
22 SVEITARST J ÓRNARMÁL inu, dr. Einari Amórssyni hæstaréttardómara og Gizuri Bergsteinssyni hæstaréttardómara að athuga gildandi lög um manntal og heimilisfang, svo og frumvarp til laga um manntal og frumvarp til laga um lögheimili og annað heimilisfang, en frumvörp þessi hafði samið nefnd fjögurra rnanna, er félags- málaráðherra hafði á sínum tíma falið það verk. Virðist oss manntalsfrumvarpið eigi verða notað með þeim hætti, sem það var úr garði gert, og hefur því orðið að ráði að sernja nýtt frumvarp um manntal. Með frumvarpinu um lögheimili og annað heimilisfang hefur hugmyndin verið sú að setja ný lög í stað laga nr. 95 23. júní 1936, er nú gilda. Athugun á þessu efni hefur sannfært oss um, að bæði áðurnefnd lög og frumvarpið séu frekar til ógagns en gagns, enda verkefni það, sem lögin hafa sett sér, óleysanlegt. Liggja til þess m. a. þær ástæður, sem nú skulu greindar: Bæði lögin og frumvarpið hafa sett sér það mark að skera úr því, hvar lögheimili manns sé í öllum þeim samböndum, sem það getur skipt máli. En málinu er ekki svo farið, með því að lögheimili manns má oft telja í einu sambandi á þessum stað, en í öðrum samböndum á hinum. Ef maður t. d. telur sig til heimilis á staðnum X, verður hann að sæta þar málssókn og dómi, en vel má vera, að rannsókn á heimilisfangi hans leiði til þess, að útsvar skuli leggja á hann á staðnum Y. Verður það því rannsóknar- og matsatriði hverju sinni, við hvaða stað réttindi og skyldur skuli tengdar, svo sem um framfærslu, kosningarrétt til Alþingis, kosningarrétt og kjörgengi til sveitarstjóma, greiðslu útsvars og bótarétt samkv. lögum um almannatryggingar. Um öll eða flest þessi atriði gildir sú regla, að yfirlýsing manns um heimilisfang sitt út af fyrir sig sker ekki úr, en stjómvald það, sem ákveður réttindi og skyldur, svo og dómstólar verða að meta það hverju sinni eftir öllum atvik- um, við hvaða sveitarfélag maður sé svo ná- tengdur, að þar megi helzt telja heimili hans. Er því nauðsynlegt, að þessir aðilar hafi í höndum sem nákvæmastar skýrslur um hagi hans, alla þá, er í því sambandi skipta máh. Og er það m. a. tilgangur þess frumvarps til laga um manntal, sem hér er lagt fram, að svo rækilegar skýrslur um þessi efni sem kostur er á geti jafnan verið til- tækar stjórnvöldum og dómstólum, er skera skal úr hverju sinni, sbr. einkum 5. gr. frum- varpsins. Fvrsta allsherjarmanntal, sem fram fór á íslandi, var tekið árið 1703, eins og kunnugt er. Því næst var prestum boðið að taka ár- lega manntal, hverjum í sínu prestakalli, á húsvitjunarferðum sínum, tilskipun 27. maí 1746, 21. gr., og erindisbréf biskupa x. júlí s. á., 31. gr. D, og um bókhald presta að þessu leyti vom fyrirmæli í konungsbréfi 11. des. 1812. í Reykjavík var manntal þó falið lögreglustjóra með lögum nr. 18/1901 og síðan borgarstjóra. Að gildandi lögum nr. 3/1945 hafa prestar enn þetta starf á hendi utan Reykjavíkur. Þessi skipun er nú orðin alls kostar ófullnægjandi, enda flutningar fólks innanlands, til landsins og frá því svo tíðir og þýðingarmiklir, að brýna nauðsyn ber til þess að hafa glöggar skýrslur og til- tækar um þá og almennt um hagi manna. Má og á það benda, að ísland er ekki lengur einangrað land, eins og það hefur verið öld- um saman. Og má því m. a. vænta þess, að ákvæði þessa fmmvarps megi verða útlend- ingaeftirlitinu til stuðnings. Hinu gamla góða lagaheiti, manntali, hef- ur að vísu verið haldið, þó að tilgangur og ákvæði fmmvarpsins gangi miklu lengra, með því að tilætlunin er að semja allsherjar- mannskrár og halda þeim við. Má það öllum ljóst vera, hversu mikill hægðarauki öllum

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.