Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 19
SVEITARSTJÓRNARMÁL Við bæjarmanntölin í Reykjavík voru alls skrásettir 51 011 manns árið 1946 og 53 836 árið 1947, en þar af vom taldir eiga lög- heimili annars staðar 2 057 árið 1946 og 2 146 árið 1947. Þegar þeir eru dregnir frá, kemur fram heimilisfastur mannfjöldi í Reykjavík. Þegar borin em saman ársmanntölin 1946 og 1947, þá sést, að mannfjölgun á öllu landinu árið 1947 hefur verið 3 185 manns eða 2.4%. Er það miklu meiri fjölgun held- ur en undanfarin ár. Árið 1946 var hún að- eins 2 324 manns eða 1.8%. Árið 1945 var hún hins vegar 2.0%. Árið 1947 var Sauðárkrókur tekinn í tölu kaupstaða. Ef hann er talinn með kaupstöð- um bæði í ársbyrjun og árslok, þá hefur fólki í kaupstöðum fjölgað árið 1947 um 3 364 manns eða um 4.5%. En í sýslunum hefur fólki fækkað um 179 manns eða um 0.3%. í Reykjavík hefur fólki fjölgað um 2 736 manns eða 5.6%. I 7 af hinum kaupstöðun- um hefur fólki fjölgað, en fækkað í einum (Seyðisfirði) og staðið í stað í tveimur (Vest- mannaeyjum og Ólafsfirði). Mannfjöldinn í kauptúnum og þorpum með fleirum en 300 íbúum hefur verið sem hér segir: 1946 J947 Sandgerði — 392 Keflavík 1886 1 94^ Borgames 671 685 Sandur 356 357 ólafsvík 452 448 Stykkishólmur 7° 5 753 Patreksfjörður 816 876 Bíldudalur 374 386 Þingeyri í Dýrafirði 334 322 Flateyri í önundarfirði .. 440 441 Suðureyri í Súgandafirði .. 333 338 Bolungarvík 638 631 Hólmavík 368 374 15 Blönduós 418 433 Skagaströnd 398 395 Sauðárkrókur 926 — Dalvík 540 573 Ilrísey 346 325 Glerárþorp 466 474 Húsavík 1164 1190 Raufarhöfn 327 334 Þórshöfn 317 324 Eskifjörður 7°4 710 Búðareyri í Reyðarfirði ... 385 400 Búðir í Fáskrúðsfirði .... vn OO 597 Höfn í Homafirði 327 347 Stokkseyri 464 462 Eyrarbakki 566 528 Selfoss 684 821 Hveragerði 399 430 Samtals 16 391 16 294 Auk kaupstaðanna hafa 29 kauptún og þorp haft meira en 300 íbúa, og er það sama tala og árið áður, því að í stað Sauðárkróks er komið Sandgerði, sem ekki hefur verið talið áður. í hinum þorpunum 28 hefur fólk- inu fjölgað alls um 437 manns, eða 2.8%. í 21 af þorpum þessum hefur fólki fjölgað, en í 7 hefur orðið nokkur fækkun. Þegar íbúatala í kauptúnum með meiru en 300 manns er dregin frá mannfjöldanum í sýslunum, þá kemur fram íbúatala sveitanna að meðtöldum þorpum með innan við 300 manns. Þessi íbúatala var 42 154 í árslok 1946, en 41 538 í árslok 1947 (að Sandgerði meðtöldu). Árið 1947 hefur þá orðið fækk- un í sveitunum um 616 manns eða um i-5%- (Hagtíðindi, ágúst 1948.)

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.