Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 30
26 SVEITARSTJÓRNARMÁL annan hátt, hvemig megi veita kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum eignar- og um- ráðarétt yfir nauðsynlegum löndum og lóð- um með sanngjömum kjömm, án þess geng- ið verði of nærri hagsmunum nágrannasveita þeirra, hvemig komið verði í veg fyrir órétt- mæta verðhækkun á þessum löndum og af- notarétti þeirra, og hvernig tryggja megi, að verðhækkun á löndum og lóðum, sem verða kann á fyrrnefndum stöðum vegna meiri háttar opinberra framkvæmda, verði almenn- ingseign. Athugun þessi fari fram í samráði við hlut- aðeigandi bæjar- og sveitarfélög, eftir því sem þurfa þykir, og sé henni lokið fyrir reglulegt Alþingi 1944.“ í nefndinni áttu sæti: Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi, Hafnarfirði, Sigurður Á. Bjöms- son frá Veðramóti, framfærslufulltrúi, Rvík, Áki Jakobsson alþingismaður, Rvík, Jens Hólmgeirsson skrifstofustjóri, Rvík, og var hann skipaður formaður nefndarinnar. Er nefndin hafði lokið störfum, sendi hún félagsmálaráðuneytinu frumvarpið, en þar sein ýmis ákvæði þess þóttu orka tvímælis, leitaði ráðuneytið umsagnar hæfustu lög- fræðinga íslenzkra um málið, og var það þeirra álit, að nokkur ákvæði þess mundu brjóta mjög í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Varð því ekki af því, að ráðuneytið legði fmmvarpið fyrir Alþingi. Hins vegar var það flutt óbreytt eins og það kom frá nefndinni og með greinargerð henn- ar af tveim þingmönnum, þeim Lúðvík Jósefssyni og Einari Olgeirssyni, á þinginu 1945-46 (sjá þskj. 507). Ráðuneytið hefur nú látið yfirfara fmm- varpið með tilliti til þess, að úr því yrðu felld þau ákvæði, sem talin vom brjóta í bága við stjómarskrá lýðveldisins, en það vom einkum þau ákvæði 11. gr. frumvarpsins, að matsverð lands mætti aldrei hærra vera „en tvöfalt fasteignamat eignarinnar", o. fl. ákvæði í þeirri grein og öðrum, sem talin voru ganga of nærri eignarrétti manna. Þá hefur og verið felldur niður VI. kafli hins upphaflega frumvarps um verðhækkun- arskatt á lóðum og löndum, þar sem þau ákvæði missa alveg marks eftir þær breyting- ar, sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Ef verðhækkunarskattur yrði settur, ætti hann auk þess að ná til allra fasteigna og allrar fasteignasölu, en ekki aðeins til lóða og lendna. Frekari greinargerð með frumvarpi þessu þykir ekki þurfa, né heldur skýringa við ein- stakar greinar, því að rækileg greinargerð frá nefndinni fylgdi frumvarpinu, þegar það var lagt fyrir. Alþingi 1945—46, og nægir að vísa til hennar um þau atriði, sem ekki hefur verið breytt, svo og skýringanna þar við ein- stakar greinar frumvarpsins“.“ # Greinargerð sú frá nefndinni, sem til er vitnað, er bæði löng og ýtarleg og má af henni greina, að vel hafi verið að málinu unnið. Rétt þykir að birta hér kafla úr henni frv. til skýringar. Fyrst gerir nefndin grein fyrir skipun og starfsháttum. Nefndin sendi bréf með fyrirspumum til fjölda oddvita og bæjarstjóra. En svör bárust fá. Þá athugaði hún og löggjöf, sem snerti viðfangsefni hennar, svo og fmmvörp, er borin höfðu verið fram varðandi þau mál. Síðan segir í greinargerðinni: „Svo sem fyrr getur, er engin heildarlög- gjöf til um landsverð og lóðarleigu í kaup- stöðum og kauptúnum. Af því hefur leitt, að verðlag á landi og lóðum er sett mjög af handahófi. Virðist sín reglan gilda á hverj- um stað, en það eitt vera sameiginlegt, að verðlagið hækkar eftir því sem fólkinu fjölg- ar og landsþörfin vex. í litlum kauptúnum, þar sem land er nægilegt, er óvíða um vem- lega verðhækkun að ræða enn þá, einkum ef landið er opinber eign og vel hefur tekizt

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.