Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 33
SVEITARST J ÓRNARMÁL 29 um eignarrétt á lóðum og löndum í þeim ca. 70 kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, sem telja má, að nú séu á landinu. Niður- staða þeirra athugana er þannig: Landið er eingöngu einkaeign á 25 stöð- um. Landið er sameign, skipt eða óskipt, ein- staklinga og þess opinbera á 21 stað. Landið er eingöngu opinber eign (ríkis, hrepps eða bæjar) á 24 stöðum. í yfirliti þessu er fyrst og fremst átt við lóðimar, sem húsin standa á, og auk þess sums staðar við ræktunarlönd, þar sem rækt- un er hafin. Framangreindar athuganir hafa leitt í ljós: að engin heildarlöggjöf er til um verðlag og leigu landa og lóða í þéttbýlinu og að um verðlagið ríkir hið mesta ósamræmi og handahóf, að söluverð og leiga lands og lóða í þétt- býlinu fer ört hækkandi, eftir því sem fólkinu fjölgar á hverjum stað og þörfin vex fyrir afnot landsins, að hinn óskoraði einkaeignarréttur, sem nú er að einhverju leyti á landi og lóðum í nálega 50 kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, torveldar stórkostlega nauðsyn- lega þróun í byggingum, ræktunarmálum og öðrum félagslegum framkvæmdum, að leiguréttur á landi, jafnvel þótt það sé opinber eign, gengur allvíða kaupum og sölum og fylgir sömu verðhækkunarlög- málum, eins og landið væri einkaeign, að verðhækkun lands og lóða vegna opin- berra framkvæmda og af öðrum félags- legum ástæðum rennur næstum undan- tekningarlaust í vasa þeirra, sem landið eiga eða hafa óskoraðan umráðarétt yfir því. Þegar þess er gætt, að afnot lands og lóða í einhverri mynd eru hverjum manni eigi minni lífsnauðsyn en fæði og klæði, er ljóst, hve þýðingarmikið er fyrir afkomu fólksins, að afnot landsins séu því föl eftir þörfum og fyrir sanngjamt verð. Landverðið — hvort sem það er í formi söluverðs eða leigu — er í raun og vem aðgangseyrir að lífsgæð- unum, sem sérhver þjóðfélagsborgari verður að greiða í einhverri mynd. Þeim mun hærri sem þessi aðgangseyrir er, því minna verður afgangs til uppfyllingar öðmm lífsþörfum. Hátt landverð og dýrar lóðarleigur valda dýrtíð, sem leggst eins og þung mara á fólk- ið og rænir það nauðsynlegum lífsskilyrðum, ekki aðeins á þeim stöðum, þar sem land- verðið er hátt, heldur ná þessi lamandi áhrif oft og einatt til fjarlægra héraða. Að öllu þessu athuguðu var nefndin sam- mála um, að nauðsynlegt væri að setja heild- arlöggjöf um afnot og verðlag lands og lóða í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, sem tryggði meðal annars eftirgreind atriði: að kaupstaðir, kauptún og þorp geti ávallt fengið land og lóðir eftir þörfum til bvgg- inga, ræktunar og annarra félagslegra af- nota með sanngjömum kjörum, að landsverð og lóðarleigur verði ákveðnar eftir föstum, lögbundnum reglum og grundvallist á mati landsins á hverjum stað, að í leigusamningum um land og lóðir séu skýr ákvæði, er fyrirbyggi, að leiguréttur á því geti gengið kaupum og sölum, að verðhækkun á landi og lóðum, sem stafar af opinberum framkvæmdum og öðmm félagslegum ástæðum, renni til þess opin- bera. Nefndin ætlast til, að framanritað frum- varp tryggi fvrrgreind atriði, og er efni þess í stuttu máli þetta: Afmarka skal hverjum kaupstað, kauptúni og þorpi tiltekið landsvæði til umráða og af- nota. Skipta skal landinu í byggingarsvæði og ræktunarsvæði, og sé gerður skipulagsupp- dráttur af hvoru tveggja. Þurfi landið á ein-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.