Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 41
SVEITARST J ÓRNARMÁL 37 og nokkrar skýringarlínur rneð. Fékk ekki svar. í nóvember 1948 sendi ég aftur reikning yfir störfin á því ári og skuldina frá fyrra ári. Tók fram í meðfylgjandi bréfi meðal annars: „Heiðrað svar yðar við fyrra árs kröfu hefir mér ennþá ekki borizt sérstaklega. Aftur á móti hafið þér haldið áfram að leggja mér á herðar umboðsstörfin, og hefi ég leyft mér að skilja það sem óbeint og já- kvætt svar við kröfu minni, þótt greiðslan sé í vanskilum.“---------- Enn hefi ég engin svör fengið. Sömu sögu veit ég, að aðrir oddvitar hafa að segja. Það hefir verið goldin þögn við skriflegum kröfum þeirra. Hvað er að hjá hinu virðuleea Fjárhags- ráði?---------tímaleysi?---------eða? Ársþing Sambands ísl. sveitarfélaga 1948 samþykkti einróma kröfu urn að greidd yrðu umboðsstörfin. Framkvæmdastjóri Sambandsins hefir röggsamlega og ítrekað flutt bá kröfu skrif- lega og munnlega við Fjárhagsráð eða for- mann þess. Enginn árangur sýnilegur. Ég ræddi málið við formann Fjárhagsráðs litla stund seint í nóvember s.l. Hann vildi fyrst — að mér virtist — drepa því á dreif með skemmtilegri gamansemi. Að lokum sagði hann á þá leið, að líklega yrði að leggja þetta fyrir ríkisstjómina. Enga peninga hefði Fjárhagsráð til þess að borga með. Stutt er milli húsa Fjárhagsráðs og ríkis- stjómarinnar. Ekki heyrist þess samt getið, að fundum hafi enn borið saman um þetta málefni. Bæjarstjóri einn sagði mér í vetur sögu á þessa leið: Síðla sumars hringir háttsettur maður á skrifstofum Fjárhagsráðs hann upp og til- kynnir honum að áður umneituð heimild handa bónda nokkrum til þess að byggja votheystótt, væri nú veitt og mætti hann gefa út efniskaupaleyfi vegna tóttarbygging- arinnar. Bæjarstjórinn segist vera búinn fyrir all- löngu að veita efniskaupaleyfið, af því að ótvíræð, tímabundin nauðsyn bóndans hafi rekið eftir. Skrifstofumaðurinn taldi þetta furðu djarft tiltæki af umboðsmanninum og fór um það ásakandi orðum. Bæjarstjórinn lýsti því þá yfir, að sér væri engin þægð í að hafa þessi umboðsstörf með höndum og kvaðst þar með leggja þau niður. Skrifstofumaðurinn sleit í skyndi síma- sambandinu, án þess að kveðja. Skrifstofur Fjárhagsráðs sendu bæjarstjór- anum áfram verkefni að vinna, eins og ekk- ert hefði í skorizt. Þannig er ástandið: Fjárhagsráð krefst umboðsþjónustu og þarf á henni að halda. Bæjarstjórar og oddvitar taka að sér þjón- ustuna í fullu trausti á yfirboðarann, þótt lög skyldi þá ekki til þess. Þegar sendir eru reikningar um störfin, er þagað við þeim — og ekkert borgað — en starfa krafizt áfram. Þegar sagt er upp umboðsstarfinu, er hringt af í skyndi, og verkefni send eftir sem áður. Frá verklýðssjónarmiði lægi auðvitað bein- ast við, að bæjarstjórar og oddvitar legðu niður umboðsstörfin, neituðu að vinna þau, og endursendu verkefnin. Sá verkfallsháttur geðjast mér samt ekki. Ég lít svo á, að bæjarstjórar og oddvitar séu af þegnskaparástæðum skyldugir til þess að annast umboðsstörfin fyrir Fjárhagsráð, en jafn skyldugt sé ríkið til þess að borga störf-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.