Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 27
SVEITARST J ÓRNARMÁL 23 stjómvöldum landsins muni verða að slíkum skrám og hversu miklu máli þær muni skipta um hagsögu, ættfræði og mannfræði landsmanna. Sú skipun, sem ætlazt er til, að verði á þessum málum, er í aðalatriðum sú, sem nú skal greina: Félagsmálaráðuneytið lætur gera eyðublöð, sbr. 4. gr., undir manntalsskýrslur og sendir þeim stjómvöldum, er þar greinir. Síðan eiga hreppsnefndaroddvitar í sveitum og bæjar- stjórar í kaupstöðum, í Reykjavík borgar- stjóri, að taka manntal samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Gera bæjarstjómir manntals- skrá í kaupstöðum, en oddvitar skrá, hver handa sínum hreppi, og senda manntalsblöð- in síðan til sýslumanns þess, er í hlut á, og lætur hann þá gera mannskrá, er tekur yfh sýslu hans, sbr. 3., 9., og 10. gr. Sennilega mundi það verða til mikils hagræðis, ef alls- herjarmannskrá væri geymd á einum, trygg- um stað á landinu, t. d. í vörzlu félagsmála- ráðuneytisins. Er því ráðuneytinu veitt heim- ild til þess í 18. gr. frumvarpsins að kveða svo á, að mannskrár í sýslum og kaupstöðum megi gera í tvíriti, og að annað eintakið skuli sent ráðuneytinu. Mundi þá vera hægt að fá skýrslu um hvem mann á landinu á -einum og sama stað og rannsaka feril hans með samanburði á skrám úr fleimm en einu umdæmi. Þá væri og minni hætta á því, að skrár glötuðust með öllu, með því að sitt eintakið yrði á hvorum stað. Kostnaður af þessu ætti ekki að verða mjög mikill, með því að unnt er að gera tvíritin kostnaðarlítið með þeim tækjum, sem nú má nota. Miklu máli skiptir, að vandað verði mjög til fyrstu mannskrár, sem gerð yrði samkv. lögunum. Þurfa eyðublöð undir manntalið að vera mjög rækileg og geyma ýmiss konar spurningar um hagi manna, sbr. 3. og 5. gr., og þeir, sem manntal taka, verða að vinna verkið með alúð og skynsemi. Svo ber ein- staklingum og að létta þeim verkið með greinargóðum svörum. Hér er rétt að benda á ákvæði í síðustu málsgrein 8. gr., þar sem þeim, sem manntal tekur eða vinnur úr manntalsskýrslum, er bæði gert rétt og skylt að krefja menn skýrslna um þau atriði, sem máli skipta og þeir telja vanskýrð.“ Með frv., ef að lögum verður, eru felld í eina heild ákvæði þau, sem nú eru til varð- andi manntal og lögin frá 1936 um heimilis- fang úr gildi numin. Ákvæði frv. miða að því að afla svo ræki- legra skýrslna um hvem mann, að auðveldar sé en áður að gera sér grein fyrir hvert sé hans raunverulega heimilisfang, og er það mikils virði. Á það ■ þykir rétt að benda. í sambandi við frumvarp þetta, enda skýrt tekið fram í greinargerðinni, að ekki er talið unnt að setja ein lög, er kvæði á um heimilisfang manna eða lögheimili í öllum tilfellum. Stefndu lögin um heimilisfang að því og eins frumvarp, er milliþinganefnd sú samdi, er framkvæmdi endurskoðun útsvarslaganna, og hún nefndi frv. til laga um lögheimili og annað heimilisfang. Með góðu manntali, er tekur til allrar þjóðarinnar, má hins vegar ná þessu marki miklu betur og var því hnigið að því ráði, að setja sem fullkomnust ákvæði þar um. Kostnaður af manntali verður lítill fyrir ríkissjóð, — aðeins gerð eyðublaða og mann- talsbóka. Fyrir sveitarfélögin verður kostnaðurinn einhver, en gott manntal er fyrst og fremst í þágu sveitarstjómanna og í stærri kaup- stöðum er þessi kostnaður þegar fyrir hendi. Nokkum kostnað koma sýslusjóðimir til að bera, því að frv. gerir ráð fyrir að aðal- manntalsstofur séu hjá sýslumönnum og séu þær sameiginlegar fyrir sýslu hverja.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.