Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 7
SVEITARST J ÓRNARMÁL 3 EIRÍKUR PÁLSSON: Sveitarstjómarmál í Danmörku. Eitt af verkefnum Sveitarstjómamála er að kynna lesendum sínum fyrirkomulag og stjóm sveitarmálefna í öðrum löndum. í þetta sinn verður greint frá skipan þess- ara mála í Danmörku, og er þar stuðst við grein í LandskommunernasTidskrift frá 1945 eftir Moltke, en síðar munu við tækifæri birtast greinar um sveitarstjórnarfyrirkomu- lag í hinum Norðurlöndunum. Sveitarfélögin í Danmörku eru eins og á íslandi nokkuð mismunandi að stærð og um fyrirkomulag. Meginflokkamir era þrír og skiptast þeir þannig með tilliti til stærðar og fólksfjölda, miðað við árið 1940: Stærð f ha. Fólksf jöldi 1. Kaupmannahöfn og Friðriksberg, sem eru tvö sveitarfélög ......................................... 8.172 813.673 2. Kaupstaðir ........................................... 100.698 932.734 3. önnur sveitarfélög (ömt, hreppar)................ 4.184.181 2.097.905 Af yfirliti þessu má sjá, að þriðji flokk- urinn hefur yfir langsamlega mestu land- rými að ráða, en aðeins 55% af þjóðinni býr þar. Þess má og geta, að af þeirri tölu búa margir ýmist í grennd við höfuðborgina eða kaupstaðina og hafa álíkra hagsmuna að gæta og íbúar þeirra. Innan þriðja flokksins er um tvenns konar sveitarfélög að ræða, ömt og hreppa (Sogne- kommuner). Ömtin eru 25 alls, en hreppar eru um 1300 samtals og nokkuð mismun- andi að stærð og fólksfjölda. Hér á eftir verður fyrst og fremst rætt um þennan flokk sveitarfélaga, hreppana og ömtin, stjóm þeirra og viðfangsefni. Að meðaltali er landrými hvers amts um 170.000 ha. með 85.000 íbúa. En meðal- hreppur er að stærð um 3200 ha. með 1600 íbúa. Ýmis frávik eru frá þessari meðaltölu, t. d. eru íbúar stærsta sveitarfélagsins 29.000. Það er því stærra en margir kaupstaðimir, enda verður stjóm þess því áþekk og þeirra. í hverju amti era og að jafnaði 52 hrepp- ar, en sú tala er þó ekki bundin. Ömtin eiga rót sína að rekja til gamallar stjórnarfarslegrar skiptingar, en hreppamir urðu að nokkru til í samræmi við stærð prestakallanna, enda taka ýmsir þeirra nöfn sín þaðan. Þó að fyrir lok einveldisins væri kominn vísir að sjálfstjórn sveit- arfélaganna, er þó grundvöllur hennar lagð- ur með stjómarskrá Dana frá 5. júní 1849, en þar stóð í 96. gr.: „Réttur sveitarfélaga til sjálfstjómar undir eftirliti ríkisvaldsins mun verða ákveðinn með lögum.“ Þama var þó aðeins um loforð að ræða. En samkvæmt því vora lög sett, en eigi fyrr en 6. júlí 1867. í núgildandi stjómarskrá stendur: „Rétti sveitarfélaga til að ráða málum sínum sjálf undir eftirliti ríkisvaldsins skal skipað með lögum." Er þetta sama ákvæðið og í íslenzku stjórnarskránni. Þau lög, sem nú eru í gildi um stjóm sveitarfélaga, eru frá árinu 1933, og fjalla þau bæði um ömtin og hreppana. Lög þessi greina þó fyrst og fremst frá meginreglun-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.