Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 11

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 11
 Fyrir íbúa Bretlandseyja, Skandinavíu og meginlands Norður-Evrópu hlýtur Atlantshafið að hafa mjög snemma haft dulrænt aðdráttarafl. Sannanir eru fyrir einföldum bátum frá því á stein- öld8 en hversu langt menn þorðu að fara á þeim án þess að sjá til lands er þó ekki vitað. Fyrst voru Orkneyjar9 og í kjölfarið Suðureyjar10 numdar úr suðri. Aðrar eyjar í Norður-Atlantshafi, þ.e. Fær- eyjar, Ísland og einnig Grænland, voru síðan numdar í búferlaflutningum vík- inga við lok fyrsta árþúsundsins eftir Krist. Hófst þar með meira eða minna samfelld búseta, á meðan hvalfangarar voru fyrstir til að koma sér fyrir í Svalbarða við upphaf nútíma.11 Bæði í Færeyjum og á Íslandi hafa fundist heimildir um búsetu manna á þessum svæðim frá því fyrir víkingatímann en þar voru á ferð frá Bretlandseyjum einsetumenn sem sneru svo aftur þangað. Sannanir fyrir því má m.a. finna í nafni Papeyjar = „Prestseyjar“. Vel byggð skip norrænna manna12 gerðu það að verkum að þegar fyrir lok fyrsta árþúsundsins var hægt að ferja ómældan fjölda fólks með innbú og húsdýr þessa mörg hundruð kílómetra í vesturátt yfir Atlantshafið. Hversu hátt hlutfall ferðalanga lét lífið á leiðinni er einungis hægt að gera sér í hugarlund. Það sem helst ýtti undir ferðir fólks til vesturs voru pólitískar aðstæður sem sköpuðust í Noregi. Valdabrölt Har- aldar Hárfagra var kúgun í augum margra og ól því af sér margar vestur- ferðir á síðari hluta 9. aldar, þar sem nýtt land hafði þá fyrir skemmstu fundist í vestri. Það hafði fengið nafnið Ísaland-Ísland eftir hinum miklu jöklum en af þeim þekur Vatnajökull enn stóran hluta landsins. Meðan á þessum miklu fólks- flutningum stóð voru hinar smáu Fær- eyjar einnig numdar. Þar til nú hafa því miður einungis fáir uppgreftir farið fram þar13 en þeir, ásamt samtímabók- menntum, benda til að þar sé dæmi- gerða víkingabústaði að finna. Land- námsmennirnir voru bændur sem lifðu flestir við fjárbúskap, líkt og nafn eyjanna bendir til. Utan Færeyja er lengstu, ósnortnu, samfelldu byggð í norrænu nýlendanna að finna á Íslandi.14 Frá 874 og næstu tvær kynslóðir þar á eftir lá til Íslands straumur innflytjenda (á tíma sem spannaði tvær kynslóðir) sem að mestu kom frá Noregi en einnig kom umtals- verður hópur frá Bretlandseyjum. Við lok landnámstímans, um 930, þegar allt vel nýtanlegt land hafði verið numið, hljóta tugþúsundir manna15 að hafa verið búnir að finna sér ný heim- kynni hér, frjálsir undan oki konungs- valdsins. Eyjan hefur ekki, fremur en nú, virkað mjög búsældarleg. Einnig hefur __________ 11 Umhverfið og sögulegar forsendur rannsóknarinnar 8. S. Marstrander, Build- ing a hide boat. An arch- aeological experiment. The International Journal of Nautical Archaeology and Underwater Explor- ation 5/1, 1976. Zur Seetuchtigkeit von Lederbooten siehe T. Severin, Tausend Jahre vor Columbus. Auf den Spuren der irischen SeefahrerMönche (1979). 9. V. G. Childe, The Earliest Inhabitants. Í F. T. Wainwright (ritstj.), The Northern Isles (1962). 10. C. S. T. Calder, Neolithic Structures in Shetland. Í F. T. Wain- wright (ritstj.), The Northern Isles (1962). 11. H. Christiansson, Den kulturhistoriska expedit- ionen til Spetsbergen 1955, Fornvännen 51, 1956. 12. D. Ellmers, Früh- mittelalterliche Handels- schiffart in Mittel- und Nordeuropa (1972). 13. S. Dahl, A survey of archaeological investi- gations in the Faroes. Í A. Small (ritstj.), The fourth Viking Congress (1965); sami., Kirkjuböur. Í Niclasen (ritstj.), The Fifth Viking Congress (1968); sami, Recent excavations on Viking Age Sites in the Faroes. Í Foote og Strömback (ritstj.), Proceedings of the Sixth Viking Con- gress (1971). 14. H. Kuhn, Das alte Island (1971). 15. Gert er ráð fyrir 20.000 og 70.000 manns í H. Kuhn (sjá tilv. 14) 29.

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.