Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 11

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 11
 Fyrir íbúa Bretlandseyja, Skandinavíu og meginlands Norður-Evrópu hlýtur Atlantshafið að hafa mjög snemma haft dulrænt aðdráttarafl. Sannanir eru fyrir einföldum bátum frá því á stein- öld8 en hversu langt menn þorðu að fara á þeim án þess að sjá til lands er þó ekki vitað. Fyrst voru Orkneyjar9 og í kjölfarið Suðureyjar10 numdar úr suðri. Aðrar eyjar í Norður-Atlantshafi, þ.e. Fær- eyjar, Ísland og einnig Grænland, voru síðan numdar í búferlaflutningum vík- inga við lok fyrsta árþúsundsins eftir Krist. Hófst þar með meira eða minna samfelld búseta, á meðan hvalfangarar voru fyrstir til að koma sér fyrir í Svalbarða við upphaf nútíma.11 Bæði í Færeyjum og á Íslandi hafa fundist heimildir um búsetu manna á þessum svæðim frá því fyrir víkingatímann en þar voru á ferð frá Bretlandseyjum einsetumenn sem sneru svo aftur þangað. Sannanir fyrir því má m.a. finna í nafni Papeyjar = „Prestseyjar“. Vel byggð skip norrænna manna12 gerðu það að verkum að þegar fyrir lok fyrsta árþúsundsins var hægt að ferja ómældan fjölda fólks með innbú og húsdýr þessa mörg hundruð kílómetra í vesturátt yfir Atlantshafið. Hversu hátt hlutfall ferðalanga lét lífið á leiðinni er einungis hægt að gera sér í hugarlund. Það sem helst ýtti undir ferðir fólks til vesturs voru pólitískar aðstæður sem sköpuðust í Noregi. Valdabrölt Har- aldar Hárfagra var kúgun í augum margra og ól því af sér margar vestur- ferðir á síðari hluta 9. aldar, þar sem nýtt land hafði þá fyrir skemmstu fundist í vestri. Það hafði fengið nafnið Ísaland-Ísland eftir hinum miklu jöklum en af þeim þekur Vatnajökull enn stóran hluta landsins. Meðan á þessum miklu fólks- flutningum stóð voru hinar smáu Fær- eyjar einnig numdar. Þar til nú hafa því miður einungis fáir uppgreftir farið fram þar13 en þeir, ásamt samtímabók- menntum, benda til að þar sé dæmi- gerða víkingabústaði að finna. Land- námsmennirnir voru bændur sem lifðu flestir við fjárbúskap, líkt og nafn eyjanna bendir til. Utan Færeyja er lengstu, ósnortnu, samfelldu byggð í norrænu nýlendanna að finna á Íslandi.14 Frá 874 og næstu tvær kynslóðir þar á eftir lá til Íslands straumur innflytjenda (á tíma sem spannaði tvær kynslóðir) sem að mestu kom frá Noregi en einnig kom umtals- verður hópur frá Bretlandseyjum. Við lok landnámstímans, um 930, þegar allt vel nýtanlegt land hafði verið numið, hljóta tugþúsundir manna15 að hafa verið búnir að finna sér ný heim- kynni hér, frjálsir undan oki konungs- valdsins. Eyjan hefur ekki, fremur en nú, virkað mjög búsældarleg. Einnig hefur __________ 11 Umhverfið og sögulegar forsendur rannsóknarinnar 8. S. Marstrander, Build- ing a hide boat. An arch- aeological experiment. The International Journal of Nautical Archaeology and Underwater Explor- ation 5/1, 1976. Zur Seetuchtigkeit von Lederbooten siehe T. Severin, Tausend Jahre vor Columbus. Auf den Spuren der irischen SeefahrerMönche (1979). 9. V. G. Childe, The Earliest Inhabitants. Í F. T. Wainwright (ritstj.), The Northern Isles (1962). 10. C. S. T. Calder, Neolithic Structures in Shetland. Í F. T. Wain- wright (ritstj.), The Northern Isles (1962). 11. H. Christiansson, Den kulturhistoriska expedit- ionen til Spetsbergen 1955, Fornvännen 51, 1956. 12. D. Ellmers, Früh- mittelalterliche Handels- schiffart in Mittel- und Nordeuropa (1972). 13. S. Dahl, A survey of archaeological investi- gations in the Faroes. Í A. Small (ritstj.), The fourth Viking Congress (1965); sami., Kirkjuböur. Í Niclasen (ritstj.), The Fifth Viking Congress (1968); sami, Recent excavations on Viking Age Sites in the Faroes. Í Foote og Strömback (ritstj.), Proceedings of the Sixth Viking Con- gress (1971). 14. H. Kuhn, Das alte Island (1971). 15. Gert er ráð fyrir 20.000 og 70.000 manns í H. Kuhn (sjá tilv. 14) 29.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.