Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 38

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 38
 Þar gátu engu að síður staðið naust. Hvort þau hafa verið notuð á sama tíma og aðrar búðir í Gautavík eða þau hafi enst lengur, er ekki hægt að áætla út frá niðurstöðum rannsóknanna á staðnum. Naust og múrsteinahús (suðursvæði) Minjarnar Í um 5 m fjarlægð frá fjörunni fundust leifar U-laga byggingar, milli hnitanna X 102 og X 110 sem og Y 518 og Y 526, sem í bráðabirgðaskýrslu voru nefndar naust. Byggingin, sem stóð í NA-SV, var opin mót hafi. Á yfirborð- inu voru útveggir sýnilegir sem lágir garðar í landslaginu. SV-hliðin var betur varðveitt en þar rufu nokkrir steinar grassvörðinn (myndir 19 og 20). Yfirborð rústarinnar gaf innanmál u.þ.b. 2 x 5 m. Það sýnir að hér hefur einungis verið hægt að geyma lítinn bát.98 Mæling á langhliðinni sýndi fram á u.þ.b. 50 sm hæðarmun milli innra rýmis og hæsta punkts framveggsins (mynd 19). Sambærileg þvermæling sýndi mismun upp á 35 til 40 sm (mynd 19). Grafið var á 5 x 8,5 m stóru svæði, sem tók mið af sýnilegum minjum á yfirborðinu og var því skipt í fjóra hluta (myndir 21 og 22). Norður- hlutinn var 2 x 4,5 m stór, vestur- hlutinn 3 x 4,5; austurhlutinn 2 x 3 og suðurhlutinn 3 x 4. Til þess að öðlast tilfinningu fyrir upprunalegu ástandi naustsins var austurhlutinn opnaður fyrst. Nokkrum sentimetrum undir grasrótinni kom í ljós upprunaleg lega útveggjarins í samhangandi stein- hleðslu. Stór hluti grjóthleðslunnar hafði fallið úr veggnum inn í rýmið. Á u.þ.b. 30 sm dýpi var malarlag, sem náði um metra inn í naustið. Efnið líkist mölinni í fjörunni fyrir utan, svo hingað hefur ströndin náð áður og Mynd 20. Naustið úr A. 98. T. Capelle, Bericht über eine vorläufige Untersuchung des mitter- alterlichen Handelsplatz- es Gautavík im Südosten Islands, Archäologisches Korrespondenzblatt 9, 1978, 254. __________ 38

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.