Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 41

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 41
 byggingar undir því. Fleiri múrsteinar og múrsteinabrot, sem mynduðu hring- laga byggingu, fundust í norðurhlut- anum en gafl naustsins lá ofan á henni (myndir 23, 24 og 29). Þar með voru tvö byggingarstig komin í ljós, hið yngra byggt úr grjóti og það eldra úr múrsteinum. Eftir að gafl naustsins hafði verið grafinn upp var tekið við að grafa upp hringbygginguna (myndir 27 og 33). Hámarks vegghæð múrsteinanna voru þrjú hleðslulög. Efstu steinarnir vísuðu jafnt allan hringinn inn á við, svo að þeir hafa hugsanlega myndað kúpul. Mikill fjöldi múrsteina, sem hrunið höfðu inn í hringinn, ýta undir þessa hugmynd (mynd 33.1). Þar sem múr- steinarnir voru hins vegar látnir liggja langsum og engin ummerki bindingar fundust, er erfitt að sanna þennan möguleika. Múrsteinunum var þannig hlaðið upp að fúgan á milli tveggja steina var hulin með þeim múrsteinum sem hlaðnir voru þar ofan á. Þvermál múrsteinahringsins er 2,10 m en 16-18 múrsteinar mynda veggjar- lagið (mynd 35). Gólfið er vandlega lagt múrsteinum og svo til slétt en hæðarmunur á steinum er að hámarki 5 sm. Múrsteinarnir í gólfinu snéru NV- SA, nema fjórir, sem lágu þvert á þessa stefnu í miðju gólfsins og mynduðu 60 x 60 sm ferning. Önnur hækkun í miðju gólfsins stafaði af steinhellu sem lá þar yfir, ca. 25 x 30 sm. Fúgurnar voru fylltar með gráu efni.100 Múr- steinagólfið náði ekki undir veggjar- hleðsluna heldur þakti gólflögnin einungis svæðið innan hringsins. Í suðaustri var veggurinn rofinn á 70 sm kafla. Í þessu skarði gekk múrsteina- gólfið yfir í rýmið. Fjórir lægra liggjandi múrsteinar voru lagðir langs- Mynd 23. Naustið, vestursvæði. 100. Þakkarverð greining dr. R. Thöle á Institut für Geographie der Universität Münster, gaf eftirfarandi niður- stöður: Útlit efnisins bendir með nokkurri vissu til að efnið hafi verið notað sem fúga. Kornasamsetningin samræmist að mestu efninu í sýni 1 (ekkert stórsætt bendir til þess að efnið sé hleðslu- kalk). Auk þess voru viðarleifar í sýninu, sem voru hins vegar of smá- gerðar til að hægt væri að tegunda- eða aldurs- greina þær. Efna- greining með tilliti til kalsíumkarbónats og hins steinlímskennda kalsíumsílíkats reyndist neikvæð.“ __________ 41

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.