Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 51

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 51
 gengið út frá því að hafi verið lagður biti langs yfir skipið.112 Svo voru lögð bretti milli bitans og veggjanna, og ofan á þau var svo hugsanlega lagt torf. Ramskou sýnir í skýrslu sinni endurgerð af svona skýli með skáþaki. Hann tímasetur bæði skýlin til víkinga- aldar eða ármiðalda, þar sem þeir til- heyrðu líklega tveim skráðum bónda- bæjum frá þessum tímabilum.113 Nánari rannsókn á skýli 1 sýndi að innra mál þess var 6 x 24 m að há- marki. Þar með var hægt að hýsa tvö skip sambærileg Tune- eða Ásubergs- skipunum sem á kili voru annars vegar 4,3 x 20 m og hins vegar 5,1 x 21,4. Í skýlunum stóðu skipin á kilinum ofan á þverbitum og hliðarstoðir vörðu skipin frá því að velta. Þar sem fornleifafundurinn í Harre- berg er aðeins sá eini sem rennir stoðum undir tilvist hrófa er ekki hægt að fjalla meira um almenna stærð og útlit þeirra. Hin tegund bátaskýla frá víkinga- tímanum og fyrsta hluta miðalda á Norðurlöndum eru hin eiginlegu naust. Leggja ber áherslu á að naust eru öfugt við hróf varanlegar byggingar (sbr. latína navis og fornnorræna nór – skylt skipi). Í Gulaþingslögum 307 er að finna lýsingu á nausti: Létt bygging með stoðir sem reknar voru í jörðu og tengdar saman að ofan með láréttum þverbitum. Þakið var búið til úr sperrum sem tengdar voru saman með slám og þunnum fjölum. Ofan á var fyrst lagður birkibörkur og svo torf þar ofaná. Til að koma í veg fyrir að torfið rynni niður af þakinu var sett brík langsum á þakkantinn og á mæninn voru lagðar fjalir til að verjast vindi.114 Byggingarefnið hefur verið sótt í næsta nágrenni og hefur því verið líkt og hróf úr steinum, timbri og torfi. Í Sturlungu er sagt frá sperrunausti – sbr. rim = sperra – á Íslandi.115 Annars má gera ráð fyrir að veggir naustsins Mynd 38. Naustið, norðursvæði, snið á móti NV. 112. D. Ellmers (sjá neðanmálsgrein 108), 148. 113. T. Ramskau (sjá neðanmálsgrein 111) 171. 114. H. Falk (sjá neðan- málsgrein 105) 27. 115. H. Falk (sjá neðan- málsgrein 105) 27. __________ 51

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.