Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 58

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 58
 kom hins vegar í ljós að þau voru töluvert fleiri. Rústir þeirra komu fyrir sjónir sem misdjúpar og misstórar lautir á yfirborðinu. Flestar þeirra eru enn greinanlegar í dag. Eins og staðan er nú má sjá á yfirborðinu 18-19 hugsanlegar rústir sem gætu hafa tilheyrt 9-10 húsum (mynd 43). Í þessu samhengi ber að geta þess að Búðaá hefur ítrekað flætt yfir vestur og suðurhluta austursvæðisins og því gætu rústirnar upphaflega hafa verið fleiri. Ef til vill var samfelld byggð milli austur- og suðursvæðisins, þ.e. þar sem bátaskýlið er, áður en Búðaá færði hluta þess svæðis í kaf. Austursvæðið virðist reyndar hafa verið skipulagt sem ein heild, þ.e. húsin eða herbergin eru byggð í röðum. Það bendir til að heildarþróun uppbyggingar á svæðinu hafi verið samfelld og byggð upp á sama tíma. Ein undantekning er þó á þessu. Það er rúst nr. 18 á suðausturhluta svæðisins en hún snýr á skjön við aðrar rústir. Hér gæti verið um naust að ræða frá fyrri tíð en úr því fæst aðeins skorið með frekari rannsóknum. Sniðin Langskurðir voru dregnir frá vestri til austurs, þannig að A-B sker að endilöngu rústir 1, 3, 7 og 16 sem allar liggja í sömu röð. Hnitin fyrir A eru: X 144 / Y 500; hnitin fyrir snið B eru: X 130 / Y 530. Þversniðin voru tekin frá norðri til suðurs, þannig að snið C-D nær yfir rústir númer 1, 2 og 4. Hnitin Mynd 43. Yfirlitsteikning af rústaþyrpingu austursvæðisins mæld áður en uppgröftur hófst. __________ 58

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.