Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 61

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 61
 hafa borist á náttúrulegan hátt. Þykkt gjóskulagsins var um 10 sm í miðjunni en þynntist út til hliðanna. Efra gólflagið Efra gólflagið var töluvert þykkara en það neðra eða um 6 sm að jafnaði. Litur þess var grábrúnn, vegna þess að í því var ekki eins mikið af viðarkolum og í neðra gólflaginu. Sams konar hækkun, sem náði þvert yfir rústina, inn af innganginum, var á efra gólfinu, eins og á því neðra. Vesturhluti gólfsins var um 15 sm lægri en upphækkunin og voru skilin þarna á milli nokkuð brött og afgerandi. Þaðan lækkaði gólfið til austurs en hækkaði aðeins aftur við austurgaflinn. Á víð og dreif í efra gólfinu fundust leifar um 15 múrsteina en ógerlegt er að segja til um hvort þeir hafi gegnt ákveðnu hlutverki í byggingunni. Lítil brot úr múrsteinum fundust einnig bæði í efra gólfinu sem og í mannvistarlaginu sem var yfir því. Gripir úr efra gólflagi Gripir sem fundust í efra gólfi voru sömu gerðar og þeir sem fundust í hinum mannvistarlögunum, þ.e. járn- naglar og leirkerabrot. Hér fundust líka aðrir hlutir sem voru öðruvísi, t.d. önglar, lás úr járni, sem og nokkrir blýgripir, m.a. byssukúlur sem voru 1,2 sm í þvermál. Lagið yfir efra gólfinu Yfir efra gólfinu lág um 20 sm þykkt mannvistarlag, sem sýndi að húsið var notað all lengi eftir að blómaskeiði Mynd 45. Austursvæði, rúst I. Horft til vesturs. __________ 61

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.