Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 81

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 81
 einnig lítið til. Ekki er heldur hægt að aldursgreina þá nánar út frá lögun þeirra. Einungis bronspottana er hægt að tímasetja til 14. aldar eða stuttu síðar. Aðrir málmfundir gefa ekki svigrúm til nákvæmra aldursgreininga en þeir mæla heldur ekki gegn þeirri tímasetningu sem fyrir liggur um staðinn. Fundaskrá málmgripa Strandrústirnar UF6 Hnoðnagli, flatur og rétthyrntur stilkur, rúnaður haus. Lengd ca. 4 sm, þykkt hauss 1,2 sm, breidd 0,3 x 0,2 sm. 735 sm frá A-brún, 30 sm frá N-brún, dýpt 15 sm (mynd 52i). UF12 Tvö brot af rónöglum, flöt og rétthyrnt, með píramítalaga haus (sambærilegt form á UF23, 25, 55 og BF16, 46). Lengd 5,1 sm, breidd 0,7 x 0,4 sm. 685 sm frá A- brún, 10 sm frá N-brún, dýpt 30 sm (mynd 52c). UF18 Brot af rónagla (eða blindingja), stilkur aðeins varðveittur. Lengd 4,6 sm, breidd 0,4 x 0,3 sm. 150 sm frá A-brún, 40 sm frá N-brún, dýpt 25 sm (mynd 52k). UF22 Tvö brot af rónagla, oddur boginn. Lengd 5,0 sm. 380 sm frá A-brún, 20 sm frá N-brún, dýpt 45 sm. UF25 Brot af rónagla, með píramítalaga haus og efri hluta stilks (sambærilegt form á UF12, 23, 55 og BF16, 46). Lengd 3,2 sm, 530 sm frá A-brún, 25 sm frá N-brún, dýpt 35 sm (mynd 52g). UF27 Nagli, með flötum haus (sambærilegt form á UF37, 59, 60, 64). Lengd 7,5 sm, þykkt 0,5 x 0,5 sm. 580 sm frá A-brún, 15 sm frá N-brún, dýpt 32 sm. UF37 Nagli, stilkur boginn (sambærilegt form á UF27, 59, 60, 64). Lengd 7,0 sm, þykkt 0,5 x 0,4 sm. 500 sm frá A-brún, 15 sm frá N-brún, dýpt 30 sm (mynd 52d). Minjar úr málmi fundust einungis, líkt og leirkerabrotin, í kringum naustið, á strandsvæðinu, sem og dreifðar um fjöruna. Í eftirfarandi skrá eru þessir fundir taldir upp og notkunargildi þeirra túlkað þegar því var við komið. Öfugt við leirkerabrotin, þá voru málmfundirnir ekki skráðir í númera- röð vegna þess að ekki var búist við því að þeir findust dreifðir, heldur að þeir heyrðu saman. Eins var ekki búist við því að þeir væru ekki eins margir og leirkerabrotin. Nákvæm fundastað- setning þeirra er hins vegar gefin upp en til þess að gera staðsetningu fundar- staðanna mögulega á flatarteikningu 14 og myndum 23-26, miðuðust skráning- arnar hér líka við mörk hvers upp- graftarsvæðis en ekki hnitin X og Y. Fyrir lýsandi brot eru gefin upp myndanúmer. __________ 81

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.