Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JUNI 1988 Karólína Á. Guðmimds- dóttirfrá Rafnkels- stöðum — Minning Fædd 22. september 1921 Dáin 8. júní 1988 Fyrir alla ást og blíðu, öll'þín þakka barnabörn, því að bæði í blíðu og stríðu best þú reyndist þeirra vörn. Þú varst fljót að þerra tárin þegar eitthvað hryggði lund, þó að djúpu sorgarsárin sviðu þér að hinstu stund. (Aftanskin R.G. Kristín Guðmundsdóttir.) Amma okkar, Karólína Ásthildur Guðmundsdóttir, lést miðvikudag- inn 8. júní. Það var alltaf gott að koma til hennar í kaffi og spjalla saman um daginn og veginn. Hún var alltaf heima þegar við komum til hennar. Það er erfitt að trúa því að hún sé farin frá okkur. Við þökk- um henni fyrir hvað hún var alltaf góð við okkur og við munmum sankna hennar ömmu okkar mjög mikið. Helgi, Ásthildur og Haukur Þó að endi æviþráður andinn starfar glaður, fijáls, tengdur ykkur eins og áður okkur þó sé vamað máls. Ennþá saman liggja leiðir lokið þó sé hérvist manns, allir era gangar greiðir á geislavængi kærleikans. (Aftanskin R.G. Rannveig Guðnadóttir.) Tengdamóðir mín, Karólína Á. Guðmundsdóttir, eða Kalla eins og hún var alltaf kölluð, er dáin. Ég kynntist henni fyrst fyrir 12 árum, + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN BJARNFREÐSSON, Birkihlfð 20, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.00. Jarösett verður í Kotstrandarkirkjugarði. Sætaferð verður frá Hótel Esju kl. 13.00. Kristfn Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR PÁLSSON fyrrverandi verkstjóri, Hvassaleiti 16, andaðist laugardaginn 11. júní. Þóra Stefánsdóttir, Páll Ólafsson, Hjördís Torfadóttir, Stefán Ólafsson, Bára Björk Lárusdóttir, Svava Júlfusdóttir, Gunnar Einarsson og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, KARÓLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Rafnkelsstaðavegi 3, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju fimmtudaginn 16. júnfkl. 14.00. Sigurður Bjömsson, Guðmundur K. Helgason, Guðrún B. Hauksdóttir, Sævar Þór Sigurösson, Erla Björk Sigurðardóttir, Rafnkell Slgurösson og barnabörn. + Jaröarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, frá Lindarbrekku, verður gerð frá Garöskirkju, Kelduhverfi, laugardaginn 18. júní kl. 14.00. Ingibjörg Indriðadóttir, Björg M. Indriðadóttir, Gunnlaugur Indriðason, Gunnar Indriðason, barnabörn og Jón G. Stefánsson, Haraldur Þórarinsson Guörún M. Jónsdóttir, Kristveig Árnadóttir, barnabarnabörn. + Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, SJólyst, Stokkseyrl, verður jarðsungin laugardaginn 18. júní frá Stokkseyrarkirkju kl. 14.00. Haraldur Júlfusson, Hjördfs Ingvarsdóttir, Edda Karen Haraldsdóttir, Baldur Gunnarsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Björn Eggert Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuorð: Anna Pjeturss þegar ég fór með eiginmanni mínum, í fyrsta skipti, að hitta verð- andi tengdafólk mitt. Ég var spennt og kvíðin, en ég fann fljótlega að það var óþarfi. Kalla tók mér opnum örmum þá og reyndist mér alla tíð síðan sannur vinur. Alltaf hafði hún tíma og vilja til að rétta hjálpar- hönd, þrátt fyrir að hún gengi ekki alltaf heil til skógar. Ég þakka Köllu fyrir öll notalegheitin þann tíma sem við áttum samleið. 12 ár eru ekki langur tími en þessi tími var mér ákaflega dýrmætur. Skoð- anir okkar á hinum ýmsum málefn- um voru oft ólíkar, en hreinskilni og heiðarleiki einkenndu samskipti okkar alla tíð. Missir okkar sem eftir lifum er mikill, en minningin um góða eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu mun lifa og gefa okkur styrk í sorg okkar. Ég kveð Köllu nú með þökk og virðingu, og óska henni góðrar ferðar á land hins óþekkta. Hjartans kveðja í hinsta sinni, hvíld er mjúk við grafarskaut, lokið þá er lífsbrautinni, læknast sérhver jarðlífsþraut. Horfin ert þú af qónarsviði, sólbjarminn þar fegurst skín, býr þú nú og blunda í friði, blessuð veri minning þín. (Aftanskin, Kristín Guðmundsdóttir.) Dúna Fædd 1906 Dáin 1988 Anna Pjeturss, fyrst íslenzki kvenpíanistinn, lézt 27. maí 1988, og er hvorugt á mínu færi að skrifa um, tónlistarstörf eða kvenna- frama. Vona ég, að aðrir, mér fær- ari, verði til þess að gera því góð skil. Kunningsskapur minn við Onnu Pjeturss var af öðrum rótum runninn. Var það Þorsteinn Jóns- son, bóndi á Ulfsstöðum, sem stillti svo til, að við kynntumst, og fannst mér það þá allmikið í ráðizt. Um Onnu vissi ég það, að hún var talin afburða píanóleikari, hafði numið hjá þeim beztu í Danmörku; og eft- ir því sem ég síðar frétti, hafði Carl Nielsen, sinfóníuskáld Dana, spáð henni því, að hún gæti orðið einn af meisturum listarinnar (en af verdens Store). En ég komst fljótt að því, að það var ekki vandi að umgangast Önnu Pjeturss. Hreinlyndari og opinskárri mann er naumast hægt að hugsa sér, en slíku geði fylgir oft eindregin góð- vild. Kynni mín og konu minnar við Önnu Pjeturss urðu löng og góð, og tel ég það mikið lán, að fundum okkar skyldi bera saman. Og gaman var að heyra þær tala saman. Þar var farið á þeim kostum í samtali, sem ég held að eingöngu sé lagið konum, og þeim einum, sem vel eru talandi í íslenzku. Ekki var íslenzka Önnu óaðfinn- anleg; þar var eitthvað eftir af dönskskotnu Reykjavíkurmáli alda- mótatímans (sem hún lagði sig þó jafnan fram um að leiðrétta), en slfkt var aðeins sem hismi eða reif- ar utan á kjamanum, því að hinn mikli hugur og hið stóra skap lyftu alltaf máli hennar, þannig að aldrei urðu eyður eða skörð í athygli manns, meðan Anna talaði. Lengst- um var ég áheyrandinn, eins og ég hef víðast hvar verið í þessu lífí, en alltaf átti ég áheym vísa, ef ég hafði eitthvað raunverulegt að segja. Anna var hin önnur í aldursröð bama þeirra dr. Helga Pjeturss og Kristínar Brandsdóttur frá Hall- bjamareyri; hin vom Pjetur Hamar, sem dó ungur, Helga, gift Matt- híasi Matthíassyni Einarssonar, og Þórarinn Pjeturss, giftur Svövu Pjeturss. Foreldrar Ónnu skildu, þegar hún var bamung, og þó að hún væri jafnan hjá góðu fólki, taldi hún þetta hafa verið ólán fyrir sig. Hún dáði mjög föður sinn og þótti vænt um hann, og sagði margt af þolgæði hans og stillingu gagnvart ýmsum áföllum. Af kynnum við Önnu varð mér enn betur ljóst en áður, hvem mann heimspekingur- inn faðir hennar hafði að geyma. Anna Pjeturss dáði ekki aðeins föður sinn, heldur mætti jafnvel líta svo á, að hún hafi fómað sér fyrir hann, þegar honum reið mest á og erfiðustu árin af mörgum erfiðum fóm í hönd. Hinn glæsilegi listafer- ill, sem að líkindum hefði beðið hennar, var yfirgefinn, og um nærri tuttugu ára skeið hélt hún heimilið á Smiðjustíg 5, þangað til Helgi Pjeturss dó, árið 1949. Síðar bjó Anna Iengi í íbúð sinni á Kapla- skjólsvegi 41, vestur í bæ, og þar vom kynni okkar hjóna við hana mest. — Eitt af því, sem mest einkenndi Önnu Pjeturss, var, hve næm hún var og skarpskyggn á það sem fram fór. Þessi dökkbláu augu hennar (lík augum móður minnar, en mjórri, held ég) vom svo eldsnör og mér liggur við að segja: alsjá- andi, að það hefði ekki verið heigl- um hent að fara á bak við hana með neitt, meðan hún var uppi standandi og megnaði nokkuð. Hvað hefði getað orðið úr slíkri konu, ef heilsa, skilyrði og við- fangsefni hefðu leyft? Orkan, sem býr í þessu fólki, virðist vera éins og óþijótandi, og kemur mér þar fyrst í hug að jafna til við ömmu hennar, Önnu Vigfúsdóttur Thorar- ensen, konu Péturs bæjargaldkera, sem „kenndi hálfu landinu á píanó í meira en hálfa öld“, en hækkaði aldrei gjaldið við nemendur sína. Hefur þeirrar konu naumast verið minnzt að verðleikum ennþá. Anna giftist ekki og eignaðist ekki bam, og var það skaði mikill, því hlýrri og umhyggjusamari móð- ur hefði barn varla getað átt. Mikið vinfengi var með henni og Aage Nielsen, dönskum myndlistar- manni, sem hér dvaldi lengi og mun hann hafa unnið gott starf varð- andi sögu Reykjavíkur. Til er falleg höggmynd eftir hann af Önnu, og einnig teikningar. Vor musteri era rústir og rof rönn ein og hróf sinnar upphafs myndar, segir skáldið Einar Benediktsson. Þó að margt líf sé eins og rústir einar, vegna andstreymis, skyldi enginn láta hug sinn myrkvast yfir þeirri staðreynd. Skínandi framtíð bíður, og rústirnar eru aðeins vísbending um þær hallir, sem reisa má og reistar munu verða. Þorsteinn Guðjónsson + Elsku litli drengurinn okkar, bróðir og barnabarn, SVEINN STEFÁNSSON, lóst 13. júní. Díana Sigurðardóttir, Stefán Sveinsson, Aðalbjörg Stefónsdóttir, Sandra Dögg Stefánsdóttir, Aðalbjörg Bjarnadóttir, Guörún Karlsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlót og útför JÓNS G. ODDSSONAR, Hörðalandi 20, Bergljót Björnsdóttir, Áslaug Jónsdóttlr, Magnús I. Jónasson, Þórður Jónsson, Björg Kofoed-Hansen. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, STEINDÓRS JÓNSSONAR frá Goðdölum f Skagafirði. , Fyrir hönd systkina minna, tengdabarna og barnabarna, Ingveldur Steindórsdóttir. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður, SIGURÞÓRS HERSIS. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Pálsdóttir, Gylfi Páll Hersir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.