Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 35 MENNING Nú stendur yfir Spænskmenningarhátíð í Kópa-vogi. Það er mikilvægt fyr- ir landfræðilega einangraða eyju eins og Ísland að fá erlenda menn- ingarstrauma yfir landið og koma þeir gjarnan í bylgjum í hátíðum sem þessum. Tónlist, myndlist og kvikmyndalist er sinnt á hátíðinni auk þess sem haldið er málþing, fyrirlestur og loks fjölskyldu- skemmtun í mekka Kópavogsbúa, Smáralind. Hvað mesta athygli hafa vakið fla- menco- tónleikar í Salnum en upp- selt er 7. október á tónleika fla- menco-hóps Gerardo Núñezar, örfá sæti eru laus daginn eftir og búið er að bæta við aukatónleikum á laugardag. Á fyrstu tónleikunum er lögð áhersla á hreinræktað flamenco, ástríðufullan djúpsöng, gítarleik og flamenco-dans með tilheyrandi lófaklappi. Bræðingur klassískrar flamenco-tónlistar og nútímalegra strauma í flamenco-tónlist, þar sem gætir áhrifa tónlistar frá ýmsum heimshornum, einkum þó djassi, er ráðandi á öðrum tónleikunum. Á aukatónleikunum flytja listamenn- irnir bland af báðum prógrömmum.    Örnólfur Árnason hefur unniðað komu flamenco-listamann- anna hingað til lands í samvinnu við Kópavogsbæ. Áhugavert er að lesa um fyrstu kynni Örnólfs af flamenco í kynningarbæklingi um hátíðina. „Það var eitthvert mesta menningarsjokk sem ég hef orðið fyrir. Það kom mér algerlega í opna skjöldu. Ég var ungur og vissi sama og ekkert um Spán og álpað- ist niður í kjallarakrá í Triana, síg- aunahverfinu í Sevilla, þar sem feit kerling með stóra hvíta beinhringi í eyrum og rauða rós í svörtu hárinu söng cante jondo, djúpsöng. Þegar sú gamla opnaði hálftann- lausan munninn og upphóf djúp- sönginn var eins og rafstraumi væri hleypt á áheyrendur,“ sagði Örnólfur og lýsti því hvernig söng- urinn hefði hitt alla viðstadda í hjartastað og það sem konan hefði miðlað var „sorgin í hjörtum allra manna“. Það er hollt fyrir alla að fá svona menningarsjokk og kynnast nýjum tilfinningum og tjáningarleiðum.    Fólk er þó áreiðanlega beturundir svona menningarsjokk búið í Salnum heldur en Örnólfur var í kjallarakránni en verður von- andi fyrir skemmtilegri upplifun. Flamenco-listamennirnir er heim- sækja landann þykja allavega vera fyrsta flokks. Gerardo Núñez er talinn einn helsti gítarleikari Spánar, og jafn- framt eitt virtasta flamenco- tónskáld sem nú er uppi. Carmen Cortés hefur dansað að- alhlutverk í mörgum frægum dans- sýningum, semur verk fyrir og rek- ur sinn eigin flamenco-flokk, og dansar oftast nær aðalhlutverkin sjálf. Rafael de Utrera hefur sungið flamenco frá blautu barnsbeini og er, þrátt fyrir ungan aldur, í hópi þekktustu og virtustu djúpsöngv- ara Spánar og hefur komið fram með flamenco-hópi Joaquíns Cort- ésar og Paco de Lucia víða um heim. Kontrabassaleikarinn Pablo Martin-Caminero og slagverksleik- arinn Cepillo hafa báðir getið sér frægðarorð í tónlistarheiminum fyrir frábæra tónlistarhæfileika. Vonandi láta margir spænska menningarstrauma umlykja sig á hátíðinni og má búast við því að einhverjir fái rafstuð og/eða menn- ingarsjokk frá Núñez og félögum. Gleðin í hjörtunum ’Það er hollt fyrir allaað fá svona menning- arsjokk og kynnast nýj- um tilfinningum og tján- ingarleiðum.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Gerardo Nuñez er talinn einn helsti gítarleikari Spánar. Á MÁLFUNDI um verkefnaval Sinfóníuhljómsveitar Íslands í fyrrakvöld kom fram í máli Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, að Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefði verið ráð- inn af hljómsveitinni til tveggja ára til að sinna tónsmíðum. Atli Heimir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri sann- arlega ánægður með þetta tilboð þó að enn væri ekki endanlega búið að ganga frá samningi en það myndi gerast á næstu dögum. „Þetta hef- ur verið í bígerð um hríð og for- dæmin fyrir því að tónskáld sé ráð- ið við hljómsveit eru fjölmörg allt í kringum okkur. Það er alsiða að við ríkishljómsveitir sé staða tón- skálds, einnig við tónlistarháskóla og tónleikahallir. Í Bandaríkjunum er þetta mjög algengt við tónlist- ardeildir háskólanna og sannarlega ánægjuefni að þetta sé nú gert hér.“ Atli Heimir segir tvö ár lág- markstíma ef semja eigi umfangs- mikil verk fyrir sinfóníuhljómsveit en erlendis sé algengt að slíkur ráðningartími sé 3–5 ár. „Ég hef samið þrjár sinfóníur til þessa og ein þeirra var flutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands fyrir nokkrum árum.“ Aðspurður kvaðst Atli Heimir vona að samningurinn við hann væri upphafið að fastri stöðu tón- skálds við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. „Það verður að koma í ljós.“ Tónlist | Atli Heimir ráðinn til tveggja ára Atli Heimir Sveinsson mun sinna tónsmíðum fyrir Sinfóníuhljómsveitina. Ánægjuefni að fá þennan samning Bandaríska listakonan Yoko Ono,ekkja Johns Lennon, vill að reistverði friðarbroddsúla í Reykjavík.Að sögn Listasafns Reykjavíkur sem tilkynnti um þennan viðburð í gær verð- ur broddsúlan „turn sem [varpar] ljósi frið- arins til allra þjóða heims“. Hugmynd Ono er að broddsúlan verði fyllt af öllum þeim óskum sem fólk hefur skrifað á pappírsmiða og hengt á „Óskatré“, listaverk sem hún hefur sýnt í fjölmörgum löndum undanfarinn áratug, m.a. á Feneyjatvíær- ingnum á síðasta ári. Hefur Ono haldið þess- um óskum til haga í því augnamiði að gera þær að hluta af friðarákalli sínu, sem frið- arsúlan verður táknræn fyrir. Þá hyggst hún árita á súluna orðin „Ímyndið ykkur allt fólk- ið, lifandi lífinu í friði“ úr texta Johns Lennon og „Draumur sem okkur dreymir saman er raunveruleiki“, friðarboðskap hennar sjálfrar, á fjölda tungumála. Ein ástæða þess að Yoko Ono vill reisa broddsúluna hér á landi er staðsetning lands- ins, á norðurhjara veraldar, á milli Evrópu og Ameríku, en í samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni sagðist hún bera mjög hlýjar til- finningar til landsins eftir að hafa sótt það heim. „Ég segi öllum vinum mínum að þeir verði að fara til Íslands, það sé einstakt. Ef maður horfir á heimskortið hvílir það auðvit- að á toppi tilveru okkar allra. Þar af leiðandi er það einstaklega vel staðsett til þess að senda skilaboð friðar til heimsbyggðarinnar – það er eins og lýsandi viti í því samhengi fyrir heiminn allan.“ Yoko segir það einnig skipta hana miklu máli að Íslendingar skuli aldrei hafa rekið eigin her; „það er ef til vill ein ástæða þess að Reykjavík er eins og hún er, það býr einhver viska í borginni, finnst mér.“ Framtíðin innlimuð í fortíðina Má líta svo á að þetta verk fjalli að ein- hverju leyti um hið sameiginlega minni mannsins? Broddsúlan er auðvitað helguð minningu um eitthvað tiltekið, en inn í það tákn hyggst þú safna raunverulegum óskum fólks allstaðar að úr heiminum – sem þegar þær safnast saman eru auðvitað táknrænar fyrir hið sameiginlega minni. „Vissulega. En fram að þessum tíma hefur broddsúlan aðallega verið tákn til heiðurs hinum dauðu. En í þessu tilfelli er markmiðið að heiðra lífið og þá gleði sem í því býr. Verk- ið snýst því í rauninni um að umbreyta hlut- verki broddsúlunnar, og hugmyndum fólks um hana. Það sem heillar mig er að innlima framtíðina í þá fortíð sem broddsúlan stendur fyrir. En auðvitað skiptir minni fortíðarinnar miklu máli, og löngun fólks í fortíðinni til að stuðla að friði hefur að sjálfsögðu áhrif á heiminn allan. Mér finnst stórkostlegt að við skulum einhverntíman eiga eftir að njóta frið- ar um heim allan.“ Það má því segja að í verkinu renni fortíð og framtíð saman í einu augnabliki, en ef til vill einnig vestræn og austræn heimspeki? Því í verkinu tvinnast auðvitað saman and- stæður þessa hlutlægu eiginleika minn- ismerkisins og huglægra eiginda óskanna? „Já, einmitt. Og það tengist fyrirhugaðri staðsetningu verksins náið. Þið búið á þeim stað í heiminum þar sem þessir ólíku heimar austurs og vesturs mætast, úti á ballarhafi.“ Óskirnar ferðast í tíma Eins og mörg fyrri verka þinna, virðist þetta verk einnig byggjast á þeirri hugmynd að fólk taki þátt í listsköpun þinni, eða beri hana jafnvel með sér, bæði í huglægum og hlutlægum skilningi. Á Feneyjatvíæringnum síðast sýndir þú t.d. „Óskatré“, en auk þeirra sem hengdu óskir sínar á tréð voru margir sem skrifuðu óskir sínar á miðann til þess að taka hann með sér. „Sú þróun er mjög athyglisverð í þessu verki, “ viðurkennir Ono. „Óskatréð“ er eitt vinsælasta listaverk sem ég hef skapað, og í hvert sinn sem ég sýni slíkt verk kemur fólk og stendur í röðum til þess að setja óskir sín- ar á tréð. Stundum er eitt tré meira að segja ekki nóg og fólk fer að hengja óskirnar sínar á það sem er umhverfis; búa til ný „Óskatré“ allt um kring,“ útskýrir hún, en þannig mynd- ar verkið hálfgerðan „skóg“ sem afhjúpar vel kraft þess. „Í þeim skilningi verður nýja lista- verkið í Reykjavík, einskonar hlutgerving fyrir skóg,“ segir hún ennfremur, því þar safnast saman allar óskir sem tré hennar hafa kveikt í brjóstum fólks fram að þessu um heim allan. „Ég ætla einnig að biðja fólk sem hefur enn ekki haft tíma eða tækifæri til að koma ósk- um sínum á framfæri á „Óskatrénu“ að senda þær til Reykjavíkur. Þannig verða þær hluti af turninum eða broddsúlunni. Sem heild hafa óskirnar því ekki einungis ferðast í tíma fram að þessu, heldur munu þær halda áfram að safnast saman í framtíðinni. Þannig mun innri ómur broddsúlunnar sem listaverks stöðugt styrkjast, og um leið þau skilaboð um frið sem hún færir öllum heiminum.“ Ef horft er aftur til sjöunda áratugarins og þeirrar hugmyndafræði sem þá reis upp á yf- irborðið, virðist sem þú haldir enn ótrauð áfram við að reyna að samþætta frið- arboðskapinn hversdagslífi almennings – ekki síst á grundvelli einstaklingseðlisins. En er þetta ekki einmitt boðskapur sem margir virðast hafa gleymt á okkar tímum? „Ja, ég lít alls ekki svo á að friðarboð- skapur sem slíkur hafi orðið til á sjöunda ára- tugnum, þótt þá hafi fólk vissulega látið þær raddir heyrast. Óskin um frið hefur átt sterk ítök í mannkyninu og lifað með því allt frá upphafi. En ég vil að allir lifi með þeirri ósk í sínu daglega lífi og að þær óskir renni saman við hugmyndina um broddsúluna svo hún verði stöðugt sterkari. Þannig verður frið- aróskin kannski að daglegum viðburði í lífi fólks í framtíðinni.“ Yoko Ono segist munu fylgja verkefni sínu vel eftir hér á landi; „og ég mun að sjálfsögðu vera á staðnum þegar verkið verður afhjúpað. Ég er í viðræðum við Listasafn Reykjavíkur um hönnun verksins, staðsetningu og þess háttar. En það verður auðvitað að vera í Reykjavík; þar hverfast allir straumar saman í einum punkti og verða svo sterkir. Mig lang- ar til að verkið verði þáttur í daglegu lífi fólks í borginni. Og þá ekki síður þáttur í lífi þeirra sem koma þangað í heimsókn – ég er viss um að margir eiga eftir að vilja sjá broddsúlu friðarins með eigin augum. Það er einlæg ósk mín,“ segir hún. „Og – mig langar mig til að taka það fram hversu fallegt mér finnst Ísland. Síðan ég kom þangað hefur landið ætíð lifað í hjarta mér. Það býr yfir krafti náttúrunnar, og er mjög sérstakt hvað það varðar. Ekki síst nú á tímum þegar flest lönd búa við mikla meng- un; bæði í áþreifanlegum og óáþreifanlegum skilningi. Í skilningi hugar og handar. En á Íslandi renna þessir ólíku þættir anda og lík- ama saman í eitt.“ Ono segist viss um að verkið rísi innan tíð- ar; segir „að þessi broddsúla verði sú fyrsta af sinni tegund“ og vísar þar væntanlega til þess hversu „Óskatrén“ hennar urðu mörg og sáust víða. „Hún er falleg byrjun einmitt vegna þess hvar hún er staðsett – ég hef opn- að hjarta mitt fyrir þessu verki. Þess vegna langar mig,“ segir Yoko Ono að lokum, „til að biðja þig að miðla væntumþykju minni til ykkar allra á Íslandi.“ Til heiðurs lífinu Morgunblaðið/RAX Yoko Ono kyssir íslenskt tré í Vinalundi í heimsókn sinni til Íslands 1991. Myndlist | Yoko Ono reisir broddsúlu í Reykjavík til að lýsa heimsbyggðinni í nafni friðarins fbi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.