Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 1
2 3 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 2
Sjö ára
ferlar lífsins
Rambó á fjörutíu
ára afmæli
Menning ➤ 18 Lífið ➤ 20
Er þitt fyrirtæki
tryggt fyrir
netárásum? Hugsum í framtíð
-20% AFSLÁTTUR
LEIFTUR TILBOÐSDAGAR BYRJA Á MORGUN
af mörg þúsund vörum. Psst.. líka af útsöluvörum
Fasteignamarkaðurinn er
að kólna eftir langvarandi
tímabil verðhækkana og
mikillar þenslu. Engu að síður
er fjölgun í sölu einbýla um
allt land.
ser@frettabladid.is
FASTEIGNIR Verð á fermetra í öllum
eignaf lokkum á fasteignamark-
aðnum hér á landi hefur lækkað á
síðustu vikum samkvæmt mæla-
borði Deloitte sem byggir á nýjum
tölum frá Þjóðskrá Íslands. Þá jókst
sala á einbýlum um allt land á sama
tíma samkvæmt sömu heimildum,
svo og í fjölbýli á suðvesturhorninu.
„Vaxtahækkanir Seðlabankans
eru augljóslega farnar að bíta,“
segir Ýmir Örn Finnbogason, sér-
fræðingur viðskiptagreiningar hjá
Deloitte, en minnir jafnframt á að
mikil virkni sé samt sem áður á
markaðnum. „Salan er líf leg. Hún
er ekki að detta niður þótt vextir
hækki,“ segir hann.
Vel á fimmta hundrað íbúðir í
fjölbýli seldust á höfuðborgarsvæð-
inu í september og var meðalverð á
fermetra 707 þúsund krónur, en
það fór hæst í júní í ár, 737 þúsund,
og nemur lækkunin fjórum pró-
sentum.
Sama þróun á sér stað í einbýli á
höfuðborgarsvæðinu. Þar seldust
80 hús í mánuðinum og var meðal-
verð á fermetra 647 þúsund krónur,
en var hæst í ágúst, 671 þúsund
krónur.
„Fasteignaþenslan er að baki, að
minnsta kosti um stundarsakir,“
segir Ýmir Örn. „Segja má að verð-
lækkunarferlið sem hófst í júní sé
orðið viðvarandi eftir samfellt verð-
hækkanaskeið síðustu tvö árin,“
bætir hann við.
Fjölgun er í sölu einbýla um
allt land samkvæmt mælaborði
Deloitte, einkanlega hvað varðar
höfuðborgarsvæðið þar sem 16 pró-
sentum fleiri eignir seldust í sept-
ember en í mánuðinum á undan.
Sala íbúða í fjölbýli jókst líka á sama
svæði á tímabilinu, eða um átta pró-
sent, en dróst hins vegar saman um
sjö prósent úti á landi. n
Fermetraverð lækkar í öllum flokkum
Fasteignaþenslan er að
baki, að minnsta kosti
um stundarsakir.
Ýmir Örn Finn-
bogason, sér-
fræðingur við-
skiptagreiningar
hjá Deloitte
Ungverska stórliðið FTC átti fá svör við beinskeyttum leik Valsmanna á Hlíðarenda í gærkvöldi í 1. umferð Evrópudeildarinnar. 43-39 sigur Vals sem mætir Benidorm ytra í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
UMHVERFISMÁL „Persónulega líst
mér mjög vel á þessa tillögu. Ég vona
að hún gangi eftir,“ segir Alexandra
Briem, formaður borgarráðs Reykja-
víkur, um boðaða tillögu Umhverf-
isstofnunar um að sveitarfélög geti
skattlagt notkun nagladekkja.
Að sögn Þorsteins Jóhanns-
sonar, sérfræðings í loftgæðum hjá
Umhverfisstofnun, hafa sum sveitar-
félög í Noregi sett á nagladekkjagjald
sem nemur um 20 þúsund íslenskum
krónum fyrir veturinn. „Þetta yrði
skattur á þá sem búa á höfuðborgar-
svæðinu og væri hægt að útfæra
þannig að gestir á nöglum borgi
daggjald, líkt og að leggja við stöðu-
mæli,“ útskýrir Þorsteinn. SJÁ SÍÐU 4
Líst mjög vel á
skatt á nagladekk