Fréttablaðið - 26.10.2022, Side 10
Það er ákveðinn kraft-
ur og hraði með miklu
sköpunarkryddi sem
einkennir íslensk
leikjafyrirtæki.
Stjórnendur lífeyris-
sjóða sem Fréttablaðið
hefur rætt við segja að
niðurstaða verði að
fást um lögmæti þess
að ríkið hlaupi undan
því að greiða að fullu
núvirtar skuldbind-
ingar ÍL-sjóðs. Annars sé
sjóðunum ekki heimilt
að gefa eftir kröfur sínar.
Brynjólfur Erlingsson hefur í yfir
tvo áratugi sérhæft sig í að vinna
upplýsingar úr gögnum. Hann hefur
starfað í rúm þrettán ár í tölvuleikja-
bransanum. Leitt teymi og verkefni
fyrir fyrirtæki á borð við Mojang
(Minecraft), EA Dice (Battlefield),
Paradox (Crusader Kings) og CCP.
Brynjólfur situr í dag í fram-
k væmdastjórn sænska leikja-
fyrirtækisins Toca Boca, sem er eitt
stærsta fyrirtæki heims í gerð staf-
rænna leikfanga fyrir börn með yfir
70 milljónir notenda víðs vegar um
heim. Hann situr líka í varastjórn
Solid Clouds á Íslandi, sem er þessa
dagana að framleiða nýjan leik sem
nefnist Starborne Frontiers.
Hver eru helstu verkefnin fram
undan?
Verkefni sem ég er að vinna með
íslenska tölvuleikjafyrirtækinu
Solid Clouds. Teymið er gríðarsterkt
og hraðinn mikill. Leikurinn Star-
borne Frontiers gæti gert stóra hluti.
Ég er að hjálpa teyminu að skapa
ítrunar- og bestunarferla í gegnum
prófanir og gagnavinnslu. Það hefur
sýnt sig að þau fyrirtæki sem vinna á
þennan hátt eru þau sem skara fram
úr og Solid Clouds er að setja mikinn
fókus á þetta.
Hvers konar stjórnunarstíl hef-
urðu tileinkað þér og hvers vegna?
Ég tala mjög opið við starfsfólkið
og opna strax í byrjun á að ræða
hvernig fólki líður, helst í einstakl-
ingssamtölum. Mér finnst mikilvægt
að ég viti hvernig öllum líður og
passa mig á að reyna ekki að dæma
neina ef þeir eiga erfiða viku.
Ég lít á það sem hlutverk stjórn-
anda að fjarlægja hindranir, frekar
en að kafa ofan í hvernig fólk vinnur
vinnuna sína. Ef einhver er ekki að
standa sig þá fæ ég alltaf að vita það
í einstaklingssamtölum. Þegar það
gerist þá vil ég líka vinna með fólki
í að laga það í stað þess að setja nei-
kvæðan fókus á vandamálið. Einnig
finnst mér mikilvægt að lyfta upp
greiningum eins og einhverfurösk-
un eða athyglisbresti. Ég trúi því að
öllum greiningum fylgi kostir sem
þarf bara að virkja og vinna með,
enda er stór hluti fólks í leikjaiðnað-
inum með alls konar greiningar sem
virka bara mjög vel þar.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?/Hvern-
ig er Ísland statt þegar kemur að
tölvuleikjum?
Verð vonandi ennþá í leikja-
iðnaðinum og helst að vinna með
mörgum fyrirtækjum. Sérstaklega
þætti mér gaman að nota mína
reynslu að utan til að vinna með
fleiri íslenskum fyrirtækjum. Það
er ákveðinn kraftur og hraði með
miklu sköpunarkryddi sem ein-
kennir íslensk leikjafyrirtæki.
Fólk er opið, óhef lað, duglegt og
skemmtilegt. Ég vildi óska að fleiri
fyrirtæki myndu spretta upp hér í
þessum bransa og að meira væri
gert til að hjálpa þeim að laða að
erlenda sérfræðinga. Einnig fyndist
mér mikilvægt að hér verði sett upp
nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð
og gagnavísindum. Þetta eru þeir
tveir heimar sem ég vinn í alla daga
og sé gríðarlegan vöxt í næstu ár
og áratugi. Ísland hefur alla mögu-
leika á að skapa sér sérstöðu en til
þess þarf að byggja upp grunninn í
gegnum skólana. n
Hlutverk stjórnenda að fjarlægja hindranir
Brynjólfur Erlingsson hefur áratugareynslu af tölvuleikjagerð. Hann situr
meðal annars í varastjórn Solid Clouds á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Störf: Situr í framkvæmdastjórn
sænska leikjafyrirtækisins Toca
Boca og varastjórn Solid Clouds.
Fjölskylduhagir: Kvæntur
Kristínu Rannveigu Snorra-
dóttur, lögfræðingi hjá norræna
streymisveitufyrirtækinu Allente.
Þau hjónin eiga þrjú börn, Hilmir
Snorra, Egil Kára og Iðunni Emblu.
n Svipmynd
Brynjólfur Erlingsson
Lífeyrissjóðirnir telja sér
óheimilt að semja um afföll
við uppgjör skuldabréfa ÍL-
sjóðs nema fyrir liggi óyggj-
andi lögfræðileg niðurstaða
um að þeir geti ekki innheimt
þau að fullu.
Fjármálaráðherra kynnir í dag á
Alþingi skýrslu frá ráðuneyti sínu
um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref.
ÍL-sjóður var stofnaður 2019 er
Íbúðalánasjóður var lagður niður og
tvær nýjar stofnanir tóku við hlut-
verkum hans. ÍL-sjóður ber ábyrgð á
öllum skuldbindingum Íbúðalána-
sjóðs og eignum, öðrum en útlánum
tengdum félagslegu húsnæði sem
Húsnæðissjóður tók við.
ÍL-sjóður heyrir undir fjármála-
og efnahagsráðuneytið. Um langt
árabil hefur legið fyrir að miklar
ábyrgðir myndu lenda á íslenskum
skattgreiðendum vegna gífurlegs
tapreksturs Íbúðalánasjóðs.
Stærstur hluti vandans með rekst-
ur Íbúðalánasjóðs og stöðu ÍL-sjóðs
nú á rætur sínar að rekja til þess að
fjármögnun sjóðsins var breytt
með lögum 2004. Sú lagasetning var
hluti samkomulags sem gert var við
myndun þriðja ráðuneytis Davíðs
Oddssonar 2003 til að efna loforð
sem Framsóknarflokkurinn hafði
gefið fyrir þingkosningarnar það ár.
Framsókn lofaði 90 prósenta láns-
hlutfalli. Lögum Íbúðalánasjóðs var
breytt og meðal breytinga var að
sjóðurinn skyldi fjármagna sig með
útgáfu skuldabréfa sem ekki báru
uppgreiðsluákvæði, þrátt fyrir að
útlán sjóðsins bæru slík ákvæði. Var
þetta gert til að höfða til erlendra
fjárfesta.
Erlendir fjárfestar létu þó ekki
sjá sig og eftir sem áður voru það
íslenskir lífeyrissjóðir sem voru
langstærstu kaupendur skuldabréfa
Íbúðalánasjóðs.
Ríkisábyrgð var á skuldabréfum
Íbúðalánasjóðs og þau því talin
meðal öruggustu verðbréfa á mark-
aði hér á landi.
Varað var við því við lagasetning-
una 2004 að með óuppgreiðanlegri
fjármögnun væri áhættustýring
fjármögnunar Íbúðalánasjóðs gerð
óvirk og rekstraráhætta sjóðsins
yfir ásættanlegum mörkum. Mikil
hætta væri á að reyna myndi á rík-
Óvíst hvort ríkið getur velt tapinu á lífeyrissjóðina
Bjarni Bene-
diktsson
fjármálaráð-
herra vill að
sjóðfélagar
lífeyrissjóðanna
beri tapið af
Íbúðalánasjóði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
isábyrgðina. Þessi varnaðarorð voru
látin eins og vind um eyru þjóta.
Slitameðferð ÍL-sjóðs boðuð
Við blasir að núvirt fjárhagsstaða ÍL-
sjóðs er neikvæð um 200 milljarða.
Sjóðurinn á eignir til að greiða af
skuldum til 2034 en þá mun reyna
á ríkisábyrgðina, en tap sjóðsins
nemur um 18 milljörðum á ári
hverju.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir að með því að stíga inn
núna og gera upp ríkisábyrgðina sé
hægt að spara komandi kynslóðum
mikla fjármuni. Þetta sé vegna þess
að ríkið sé einungis í einfaldri ábyrgð
en ekki sjálfskuldarábyrgð fyrir
skuldum ÍL-sjóðs.
Sé þetta rétt hjá fjármálaráðherra
taka lífeyrissjóðirnir væntanlega
á sig mikið högg vegna affalla við
uppgjör skulda ÍL-sjóðs. Óvíst er
hver sparnaður ríkisins verður vegna
þess að skerðist geta lífeyrissjóða til
að greiða út lífeyri getur það haft í
för með sér aukin útgjöld í gegnum
tryggingakerfi ríkisins. Þá er bent á
að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna og
skattgreiðendur séu sami hópurinn
og því varasamt að fullyrða eitt eða
neitt um hag skattgreiðenda við upp-
gjör ríkisábyrgðarinnar.
Stjórnendur lífeyrissjóða sem
Fréttablaðið hefur rætt við segja að
niðurstaða verði að fást um lögmæti
þess að ríkið hlaupi undan því að
greiða að fullu núvirtar skuldbind-
ingar ÍL-sjóðs.
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
lífeyrissjóða, segir ljóst að lífeyris-
sjóðum sé óheimilt að gefa eftir
kröfur í heild eða að hluta séu þær
innheimtanlegar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir engan ágreining vera
innan ríkisstjórnarinnar um að
mikilvægt sé að taka á þessu máli,
setja allar staðreyndir á borðið og fá
umræðu í þinginu um næstu skref.
Skýrslan sé nú til umræðu, ekki sé
búið að leggja fram frumvarp um
eitt eða neitt á þessu stigi. n
Ólafur
Arnarson
olafur
@frettabladid.is
10 Fréttir 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 26. október 2022 MIÐVIKUDAGUR