Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Árið er 1843. Dr. Jón Hjaltalín læknir skrifar grein þar sem hann fer hörðum orðum um drykkju­ skap Íslendinga. Lýsir hann hvernig áfengi sé þjóðarböl og drykkju­ rútar verði sjálfum sér eða öðrum að tjóni. Danir hlæja og hafa í skemmtisögum drykkjuskap Íslendinga. Leggur hann til að áfengi verði skattlagt og fjármagnið nýtt í vísindi. Nú er árið 2022 og áfengisvís­ indin vel rannsökuð. Ekkert annað vímuefni veldur jafn miklum samfélagslegum skaða. Þá segir í skýrslu velferðarráðuneytisins að yfirmarkmið áfengisforvarna sé að takmarka aðgengi til að draga úr skaðlegum áhrifum. Þvert á lýðheilsustefnu þessa keppast sölu­ aðilar og sumir alþingismenn við að rýmka aðgengi, svo auðveldara verði að koma bölinu heim í hús. Helstu rökin eru að þar sem aðgengi að áfengi hefur aukist sé nærtækast að auka það enn frekar. Svolítið eins og að halda því fram að þar sem fólk keyri of hratt, þá skulum við leyfa því að keyra enn hraðar. Árlega látast að meðaltali ellefu í umferðinni. Ef við heimfærum amerískar tölur á Ísland má áætla að 140 manns deyi ár hvert úr áfengiseitrun hér á landi. Þá er ótalinn samfélagsskaði af áfengi sem felst í ölvunarakstri, ofbeldi, örkumlum, örorku, sjúkdómum, veikindum og svo mætti lengi telja. Hafa skal í huga að 8,5% þjóðar­ innar drekka hættulega mikið. Gleymum ekki vísindunum sem sýna svart­á­hvítu hvernig draga megi úr ofdrykkju – líkt og hrað­ akstri. Við verðum að hafna auknu aðgengi að áfengi og takmarka heldur sölu, áður en við sökkvum í haf Bakkusar. Heilsa þjóðarinnar þarf að ganga fyrir gróða einka­ félaga – og drykkjusvalli. Það var þegar ljóst fyrir 179 árum síðan. n Haf Bakkusar Fyrir það sem mestu máli skiptir 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Það hefur aldrei verið einfaldara að gleðja starfsfólkið! Óskaskrín í öskju eða rafrænt Óskaskrín beint í símann. RAFRÆNT ÓSKASKRÍN BEINT Í SÍMANN Rafræn Óskaskrín eru send með tölvupósti til viðtakanda. Getum sérhannað tölvupóstinn og rafræna gjafakortið. Bjóðum líka sérmerktar öskjur fyrir fyrirtækjagjafir með merki, lit og persónulegri kveðju frá fyrirtækinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.