Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 19
KYNN INGARBLAÐ
Kynningar: Eylíf, Betri melting, Saga Natura, Core, Kalli K.MIÐVIKUDAGUR 26. október 2022
Vítamín og bætiefni
Einar Bárðarson segir áhugavert að sannfæra þurfi hausinn um að verkurinn sé farinn en nú sé hann tilbúinn og farinn að hjóla og ganga um þúfur, mýrlendi, fjöll og firnindi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Active Joints
breytti leiknum
Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Vot-
lendissjóðs, segir mikinn létti að geta loks
farið út að hreyfa sig eftir að hann fór að
taka inn Active Joints frá Eylíf. 2
„Ég, eins og aðrir sem komnir eru
á minn aldur og stunda hreyfingu,
var farinn að finna fyrir stirðleika í
liðamótum og sting í hnjánum sem
reynir oft mest á þegar klumpar
eins og ég eru að reyna að skoppa.
Svo varð það mér til happs að ég
sá auglýsingu þar sem mér eldri
maður, en ágætis kunningi minn,
hann Hartmann hjólari, talaði um
hversu ánægður hann væri með
bætiefnið Active Joints frá Eylíf. Í
kjölfarið fór ég og keypti mér glas
af Active Joints og hef eiginlega
ekki sleppt úr degi, rúmlega hálfu
ári síðar.“
Þetta segir Einar Bárðarson,
framkvæmdastjóri Votlendissjóðs
og tónlistarmaður.
„Ég fann eiginlega strax mun
daginn eftir og keypti mér líka
Happier Guts frá Eylíf en bæði
efnin hafa reynst mér mjög vel. Ég
hef nú prófað eitt og annað í gegn-
um tíðina og konan mín myndi
örugglega segja að henni fyndist
fullmikið af nýopnuðum dósum af
alls konar heima, því ég er alltaf að
leita að einhverju sniðugu, sem svo
virkar sumt en flest ekki, en þetta
virkar svo sannarlega vel og ég gæti
ekki verið ánægðari með vöruna,“
segir Einar.
Hann er mikið á faraldsfæti í lífi
sínu og starfi.
„Ég hjóla mikið og labba, passa
að ganga upp og niður stiga í stað
þess að taka lyftuna og finnst
Active Joints hafa gjörbreytt
leiknum fyrir mig. Fyrir mann eins
og mig, sem er í yfirvigt, og þótt ég
hafi oft verið í meiri yfirvigt en ég
er í dag, þá fylgir mikilli hreyfingu
áreynsla á hnén. Ég fann alltaf fyrir
seyðingi og sting í hnénu en það
er bara alveg farið. Því duga engar
afsakanir lengur; bara gjöra svo vel
að fara út að hreyfa sig og núna er
það bara gaman.“
Þarf að sannfæra hausinn
Einar fer fyrir Votlendissjóði og
því fylgja bæði ferðalög og f lakk.
„Í vinnunni geng ég mikið úti í
náttúrunni til að skoða mýrlendi
og þá þyngist oft labbið í þýfnum
og blautum jarðvegi og mikið
um skröngl og brölt, en nú finn
ég ekkert fyrir því. Áhugamálið
felst svo í því að ég og smá hópur
í kringum mig höldum íþrótta-
og af þreyingarmót fyrir fólk á
miðjum aldri, svo sem hjólamót,