Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 29
Koffínneysla á Íslandi er mjög mikil og þá sérstaklega á meðal ungmenna sem er vissulega áhyggjuefni. Hér er komið mótsvar við því: koffínlaus drykkur með heilsu- styrkjandi jurtum. Heildsalan Kalli K. flytur inn tvær tegundir af Slow Cow- drykkjum sem eru ekki orkudrykkir en innihalda ýmis efni unnin úr jurtum sem sögð eru hafa áhrif á andlega líðan og einbeitingu. Heildsalan Kalli K. f lytur meðal annars inn Slow Cow-drykkina sem upphaflega koma frá Kanada. Slow Cow er andstæðan við hina hefðbundnu orkudrykki. Slow Cow er án koffíns, þeir eru vegan, glútenfríir, án erfðabreyttra efna og án rotvarnarefna. „Þetta er hollur valkostur í daglegu amstri,“ segir Sigurður Örn Kristjánsson, viðskiptastjóri dagvörumarkaðs hjá fyrirtækinu. Tvær gerðir af Slow Cow- drykkjum fást í helstu matvöru- verslunum og fleiri útsölustöðum hér á landi. Blái Slow Cow er með drekaávaxta- og sítrónubragði og bleiki Slow Cow er með blá- berja- og acaiberja-bragði. Um létt kolsýrt vatn er að ræða í báðum til- vikum. Sigurður segir að dós með bláa Slow Cow-drykknum inni- haldi einungis þrjár hitaeiningar. „Ástæðan fyrir því að Kalli K. er að flytja inn Slow Cow er sú að við vitum að í dag er mikið stress, mikill kvíði og mikið álag og það er ekki bara á Íslandi: það er út um allan heim. Við vildum bjóða vöru sem gæti verið nýr valkostur til mótvægis við allt þetta stress því staðreyndin er sú að mikil koffíndrykkja ýtir undir meiri kvíða, meira stress og veldur óþarfa líkamlegu álagi: það er ekkert alltaf að hjálpa þeim sem eru á fleygiferð og eru endalaust að flýta sér. Slow Cow-drykkirnir eru þann- ig uppsettir að þeir innihalda sex jurtir sem vinna á móti alls konar hlutum eins og stressi og kvíða. Fyrst og fremst er Slow Cow drykkur sem er hollari drykkur og raunverulegur valkostur til að sporna við allri þessari koffín- neyslu Íslendinga. Koffínneysla á Íslandi er mjög mikil og þá sér- staklega á meðal ungmenna sem er vissulega áhyggjuefni. Hér er komið mótsvar við því: koffínlaus drykkur með heilsustyrkjandi jurtum. Við tókum eftir því, eftir að Kalli K. tók við umboðinu og við fórum að fara í verslanir, að þá sagði starfsfólk að við fyndum drykkinn hjá orkudrykkjunum. Þetta er ekki orkudrykkur. Það er ekkert koffín í þessu. Við þurftum þess vegna að fræða starfsfólkið í þessum versl- unum og markaðinn. Slow Cow er hollur valkostur sem veitir ró og jafnvægi til að takast á við daginn.“ Sex innihaldsefni Sigurður segir að blái Slow Cow- drykkurinn innihaldi sex inni- haldsefni sem öll hafi tilgang í tengslum við að hafa áhrif á þá sem eru undir álagi og finna fyrir stressi og kvíða eins og þegar hefur komið fram. „L-teanín er amínósýra sem er unnin úr grænu tei og bætir L- teanín heilastarfsemina og eykur slökun án þess að valda sljóleika. Einnig eykur L-teanín dópamín- framleiðslu, serótónín og GABA í heilanum og þar með vellíðan. Þá á L-teanín að auka vellíðan, draga úr stressi og kvíða og bæta athygli, einbeitingu og svefn. Kamilla er þekkt fyrir að lina óværð, svefnleysi, minnka bólgur í meltingarfærum og á þar af leiðandi að auka vellíðan, bæta meltinguna og minnka vöðva- spennu.“ Garðabrúða er þriðja innihalds- efnið og er viðurkennt af Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni og er hún notuð til að meðhöndla óró- leika, kvíða og svefntruflanir auk þess sem hún er sögð efla andlegt jafnvægi og sporna gegn andvöku. „Það að fá einn svona drykk eftir kvöldmat mun ekki hafa nein áhrif á svefninn, frekar hjálpa þér í svefn.“ Jurtin píslarblóm er þekkt fyrir að róa, auka slökun og minnka vöðvaspennu auk þess sem píslar- blóm er notað við svefntruflunum, kvíða og álagi án þess að valda sljóleika. Hjartalind þykir hafa róandi áhrif og hjálpa til með svefn. Þetta innihaldsefni á að geta hjálpað til varðandi að losa fólk við streitu og höfuðverk sem orsakast af stíflu í ennis- og kinnholum. Þá á hjarta- lind að geta verið taugaslakandi, hún á að geta dregið úr kvíða, minnkað streitu og komið í veg fyrir vöðvakrampa. Humlar eru sjötta innihaldsefn- ið og eiga þeir að vera þvagræsandi og eru oft notaðir við beinkröm, blóðleysi, almennu þróttleysi, lystarstoli, svefnleysi og svefntrufl- unum. Þá ku þeir búa yfir eigin- leikum sem örva meltingarveginn. Aukin einbeiting Sigurður segir að Slow Cow henti öllum sem vilji bæta lífsstíl og heilsu. Helst sé horft til að fá fólk til að minnka koffínneyslu sína úr orkudrykkjum og kaffi. Þetta sé sérstaklega mikilvægt þegar kemur að yngri aldurshópnum. Slow Cow er ekki orkudrykkur Sigurður Örn Kristjánsson með Slow Cow- drykkina sem hann segir geta dregið úr streitu og kvíða án þess að innihalda koffín. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK „Við tökum eftir að fleiri konur en karlar hafa valið Slow Cow sem valkost. Þær kaupa líka oftar inn og eru því meðvitaðri um val á hollum vörum. Þeir eru sem eru í skóla og sér- staklega háskóla eru oft undir miklu álagi og stressi og finna margir fyrir kvíða. Þá fá margir sér einhvers konar sykur eða koffín- drykk sem gerir það að verkum að þá rýkur blóðsykurinn og orkan upp í smástund en svo hríðfellur hún. Þar af leiðandi viljum við frekar horfa til þess að bjóða upp á vöru sem hjálpar þér frekar yfir daginn og eykur einbeitingu og þol án þess að leggja of mikið álag á líkamann og taugakerfið. Það er enginn sykur í bláa Slow Cow-drykknum en örlítill sykur í þeim bleika en með þessu getur fólk fengið hollari valkost. Íslendingar hafa tekið Slow Cow opnum örmum. Ekki skemmir svo beljan sem er andlit vörumerkis- ins. Hún tók sér nafnið Karma hér á Íslandi og passar upp á að öllum líði sem best og taki sig ekki of hátíðlega. Slow Cow er vandaður drykkur sem fer nýjar leiðir sem hjálpar okkar við að bæta og efla heil- brigði og lífsstíl almennt. Upp- lagið er engir öfgar sem leggjast á líkamann heldur að bæta og efla líkamsstarfsemina á uppbyggjandi hátt.“ n Sjá einnig facebook.com/slow- cowiceland og slowcow.com Slow Cow er drykkur sem getur bætt og eflt heilbrigði og lífsstíl almennt þar sem hann hefur ekki að geyma koffín. kynningarblað 11MIÐVIKUDAGUR 26. október 2022 VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.