Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 8
Tvær svona verksmiðj- ur gætu séð öllum íslenska fiskiskipaflot- anum fyrir eldsneyti. Vonandi fjölgar verkefnum okkar hér á landi samhliða vextinum erlendis. Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hefur undanfarin tvö ár unnið að hönnun og byggingu verk- smiðju í Kína sem breytir útblæstri koltvísýrings í f ljótandi metanól. Verk- smiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. „Það er enginn kominn svona langt með þessa tækni eða aðferð í heiminum. Þetta er risastórt skref og hefur gríðarlega þýðingu fyrir félagið. Eftir 16 ára þróun og und- irbúning,“ segir Björk Kristjáns- dóttir, forstjóri Carbon Recycling International. Fyrirtækið er leiðandi á heims- vísu í tækni til að framleiða græna efnavöru og metanól með því að endurnýta koltvísýring. Verksmiðjan, sem byggir á tækni og búnaði íslenska fyrirtækisins, er staðsett í Henan-héraði í Kína. Þótt fyrirmyndin sé sótt í met- anólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi skammt frá Grindavík eru stærðarhlutföllin ólík. Verksmiðjan í Kína er 28 sinn- um stærri en verksmiðjan á Íslandi. Björk segir mikla gerjun í föngun og nýtingu á koltvísýringi til að draga úr notkun á jarðefnaelds- neyti í Kína. „Stjórnvöld í Kína hafa sett mjög harðar og ákveðnar takmarkanir á mengandi starfsemi. Fyrirtæki sem losa í miklu magni standa þannig frammi fyrir því að annað hvort draga úr framleiðslu sinni eða finna varanlegar lausnir til að minnka kolefnissporið.“ Kína er stærsti framleiðandi og notandi á metanóli í heiminum en um 80 prósent af framleiðslunni í dag byggja á notkun kola. Einmitt þess vegna hentar tækni CRI vel inn á kínverskan markað, að sögn Bjarkar. „Við erum að taka koltvísýring fyrirtækis, sem framleiðir stál, og breyta því í metanól sem þau geta síðan selt á markaði.“ Til að setja stærðargráðu verk- efnisins í samhengi segir Björk einfaldast að horfa til þess sem við þekkjum hér heima. „Ef við gæfum okkur að fiski- skipafloti Íslands gengi á metanóli í stað olíu, þá myndum við þurfa um það bil tvær svona verksmiðjur til að sjá öllum fiskiskipaflotanum fyrir eldsneyti. Þetta er gríðarlega stórt verkefni.“ Lykilbúnaður verksmiðjunnar og grunnurinn í tækni CRI er hvarfa- kútur sem breytir koltvísýringi í f ljótandi metanól. Hvarfakúturinn í verksmiðj- unni í Kína vegur 84 tonn, eða sem nemur þyngd fullhlaðinnar breið- þotu. Tankinum er komið fyrir inni í stálgrind og hann svo tengdur við sérhæfða 70 metra háa gasþjöppu. Hjá CRI starfa um 30 manns en síðan í júní hefur teymi á vegum fyrirtækisins verið að störfum í Kína. „Við erum mjög stolt af þessum áfanga,“ segir Björk og bætir við að áhugi á tæknilausnum fyrirtækis- ins hafi stóraukist að undanförnu. Nú þegar framleiðsla er hafin í Kína á hún von á að áhuginn aukist enn frekar. Aðspurð segist Björk þó ekki vilja fara út í verðmæti samningsins. „Við höfum ekki gefið upp neinar tölur í því samhengi. Aðalatriðið í mínum huga er að við erum með þessu búin að sannreyna okkar tækni og koma henni á markað. Þetta er okkar langstærsti próf- steinn til þessa og gríðarleg viður- kenning.“ Björk segir f leiri viðlíka verkefni í pípunum erlendis. Íslensk þekking nýtt til að draga úr losun í Kína Teymi á vegum íslenska fyrirtækisins hefur verið að störfum í Henan-héraði í Kína síðan í júní. MYND/AÐSEND Björk Kristjáns- dóttir, for- stjóri Carbon Recycling International, segir verkefnið í Kína gríðarlega viðurkenningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is „Við sjáum fram á mikinn vöxt á næstunni. Það streyma til okkar fyrirspurnir og mörg verkefni bíða þess einfaldlega að fara af stað. Við þurfum að stækka félag- ið og fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn og ráðast í f leiri svipuð verkefni. Það er ljóst. Við erum á leiðinni í fjármögnunarferli til að standa undir vextinum og grípa þau tækifæri sem banka upp á,“ segir Björk. Kjarnastarfsemi CRI hefur alla tíð verið á Íslandi en Björk segir það eiga eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður. „Við erum íslenskt fyrirtæki og stolt af því sem við höfum byggt upp héðan. Hvað gerist þegar stórum verkefnum fjölgar verður bara að koma í ljós. Vöxturinn verður að nokkru leyti utan lands- steinanna á næstunni því þar eru stóru verkefnin. Þaðan koma líka þær fyrirspurnir sem við erum að vinna úr um þessar mundir. Svo skoðum við bara hvað gerist í fram- haldinu,“ segir Björk og bætir við: „Það fylgja því ákveðnar áskor- anir að stýra alþjóðlegum vexti frá Íslandi þótt hjartað slái tvímæla- laust hér. Vonandi fjölgar verk- efnum okkar hér á landi samhliða vextinum erlendis.“ Hún segir augljóst að ákveðnar atvinnugreinar horfi í auknum mæli til framleiðslu á vistvænu eldsneyti. „Við sjáum til dæmis að sífellt f leiri skipafélög stefna að því að skipta út olíu fyrir metanól á næstu árum. Sú þróun er mjög hröð um þessar mundir og fyrirtækin farin að taka við sér. Vonandi berum við líka gæfu til að hreyfa okkur hratt hér á landi,“ segir Björk. n Lykilbúnaður verksmiðjunnar er hvarfakútur sem breytir koltvísýringi í fljótandi metanól. 8 Fréttir 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 26. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.