Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 26
Ástríðan mín felst
fyrst og fremst í
þjálfuninni en mér
finnst ótrúlega gefandi
að þjálfa fólk, kenna því
að hreyfa sig rétt og vel,
styrkja það líkamlega og
andlega, hvetja það
áfram og í raun bara að
láta því líða vel.
NÝTT
NÝTT !
Sleep Aid – 1mg. melatónín
Bragðgóður munnúði
Melatónín stuðlar að því að draga úr þeim tíma
sem þarf til að sofna.
Einn úði fyrir svefn undir tungu eða innan á kinn
• Einfalt og þæginlegt
• 200 dagskammtar
• Enginn sykur né gervisykur
• Vegan
• Aðeins fyrir fullorðna
Munnúðinn nýtist líkamanum allt að 50% betur
en hefðbundnar töflur og hylki, þar sem innihaldið
frásogast beint í gegnum slímhúð munnhols og út
í blóðrásina.
Góður svefn
eykur lífsgæði
Fæst í flestum apótekum, Fræinu Fjarðarkaup, Hagkaup og Heilsuhúsinu Kringlunni.
Skannaðu kóðann
Hollur matur
skiptir máli
ekki síður en
hreyfingin.
8 kynningarblað 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURVÍTAMÍN OG BÆTIEFNI
Þegar reglubundnar æfingar
eru stundaðar er ekki síður
mikilvægt að nærast rétt og
tryggja að líkaminn fái öll
þau næringarefni sem hann
þarfnast til að markmiðið
með æfingunum náist. Þetta
þekkir Jakobína Jónsdóttir,
þjálfari og eigandi heilsu- og
líkamsræktarstöðvarinnar
Granda101, afar vel.
sjofn@frettabladid.is
Jakobína er 36 ára gömul móðir og
eiginkona. „Ég er Seltirningur og
hef verið viðriðin íþróttir allt mitt
líf en æfði lengst af sund, CrossFit
og ólympískar lyftingar. Ég er
gift Grétari Ali Khan og saman
búum við ásamt börnunum okkar
þremur á Seltjarnarnesi þar sem
okkur líður best,“ segir Jakobína.
Ástríðan felst í þjálfuninni
Jakobína er í fullu starfi á
Granda101, bæði sem þjálfari
og í öllu öðru sem þarf að sinna
samhliða fyrirtæki en hún hefur
starfað sem þjálfari í 16 ár.
„Ástríða mín felst fyrst og
fremst í þjálfuninni en mér finnst
ótrúlega gefandi að þjálfa fólk,
kenna því að hreyfa sig rétt og vel,
styrkja það líkamlega og andlega,
hvetja það áfram og í raun bara að
láta því líða vel. Þegar hreyfing er
orðin hluti af lífsstíl fólks og því
finnst það ekki geta án hennar
verið, finnst mér markmiði mínu
náð,“ segir Jakobína sem líður vel
Hreyfing, góður svefn og hollt mataræði hin heilaga þrenning
Jakobína segir að það að taka æfingu sé hennar núvitund, þá nái hún að kúpla sig frá öllu álagi og streitu og finnur svo mikla vellíðan þegar hún er búin. Gleði-
hormónin streymi um líkamann og endist allan daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
í því sem hún gerir alla daga, að
þjálfa.
„Á Granda101 vinnum við fyrst
og fremst með hóptíma og erum
með þrjú mismunandi æfinga-
kerfi, Hreysti, Þrek og Styrk, sem
hafa mismunandi áherslur. Ég
æfi nánast daglega á Grandanum
og finnst best að blanda þessum
æfingakerfum saman. Það hefur
hjálpað mér að halda mér í góðu
formi og líkamanum í góðu standi.
Svo er auðvitað skemmtilegt að
hafa æfingarnar fjölbreyttar og
það heldur manni líka við efnið.
Að taka æfingu er svona mín
núvitund. Ég næ að kúpla mig
frá öllu álagi og streitu og finn
svo mikla vellíðan þegar ég er
búin. Gleðihormónin streyma
um líkamann og endast allan
daginn. Hreyfingin hefur líka
áhrif á mataræðið því ég reyni
að neyta fæðu sem hjálpar mér
að hafa meiri orku á æfingum og
eftir æfingu langar mig í eitthvað
hollt og gott. Það sama á við um
svefninn. Ég sef mikið betur ef ég
fer á æfingu svo þetta er kannski
ástæðan fyrir því að ég hef svona
mikla trú á hreyfingu. Hún skiptir
mig svo gríðarlega miklu máli og
mér finnst þvílík forréttindi að
geta hreyft mig eins og ég geri.“
Próteinsjeik eftir æfingar
Mataræði skipti Jakobínu miklu
máli og leggur hún áherslu á fjöl-
breytt fæði. „Mataræðið skiptir
auðvitað gríðarlega miklu máli
en ég reyni að borða holla fæðu í
f lest mál. Kjöt, fiskur, egg, græn-
meti, ávextir, hnetur og fræ er fæða
sem mér líður best af. Ég er oft á
mikilli hraðferð og þá finnst mér
gott að geta gripið mér próteinsjeik
eftir æfingar. Ég blanda hann þá
yfirleitt með banana og hnetu-
eða möndlusmjöri til að fá aðeins
meiri máltíð úr honum og vel mér
eins hreint prótein og kostur er á.
Ég tek líka inn vítamín alla daga
en þau vítamín sem ég tek inn alla
jafna eru D-vítamín, ómega-3 og
fjölvítamín ætluð konum. Ég tek
líka reglulega inn magnesíum fyrir
svefninn og finnst það hjálpa mér
að ná slökun og dýpri svefni.
Að mínu mati inniheldur heil-
brigður lífsstíll engar öfgar en það
er mikilvægt að finna hvað það er
sem lætur manni líða vel og reyna
að halda sér á þeirri braut eins vel
og hægt er. Borða holla og hreina
fæðu, fá góðan nætursvefn og síðast
en ekki síst, hreyfa sig reglulega.
Fyrir mér er hreyfing, góður
svefn og hollt mataræði hin
heilaga þrenning góðrar heilsu og
allt vinnur þetta saman og hefur
áhrif á hvert annað. n