Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 4
Við höfum kallað eftir aðferðum til að draga úr notkun nagla- dekkja. Alexandra Briem, formaður borgarráðs Við erum að reyna að spila ping-pong við samfélagið okkar, við viljum ekki vera í neinu stríði. Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Í uppfærðri áætlun um loft- gæði verður ný gjaldheimta lögð til fyrir notendur nagla- dekkja. Forseti borgarstjórnar fagnar tillögunni. bth@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun er að uppfæra áætlun um loftgæði, þar sem lagt verður til að sveitar- félög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Til að svo geti orðið þarf breyt- ingu á umferðarlögum. Pólitískur vilji gæti verið fyrir því að Reykjavíkurborg taki upp þessa gjaldheimtu. Enda er eftir miklu að slægjast að minnka slit á götum og sporna gegn svifryki, að sögn sér- fræðings í loftgæðum hjá Umhverf- isstofnun, Þorsteins Jóhannssonar. Þorsteinn segir að í Noregi hafi sum sveitarfélög sett þetta gjald á sem nemi um 20.000 íslenskum krónum fyrir veturinn miðað við fjögur nagladekk undir bíl. „Það hefur verið gagnrýnt að svona gjald yrði landsbyggðar- skattur, en það er ekki þannig,“ segir Þorsteinn. „Þetta yrði skattur á þá sem búa á höfuðborgarsvæð- inu og væri hægt að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald, líkt og að leggja við stöðumæli,“ bætir Þorsteinn við. Rannsóknir sýna að sögn Þor- steins að slit gatna er 20 til 40 sinnum meira á nagladekkjum en ónegldum. Munurinn er 2.000 til 4.000 prósent sem segir sitt um skaðvaldinn. Þá segir Þorsteinn áhugavert að þessa dagana sé svifrykið sem stóreykst alltaf með notkun nagla- dekkja orðið sýnilegt á götum Reykjavíkur. Nagladekkjagjald í augsýn í borginni bth@frettabladid.is TRÚFÉLÖG „Við höfum orðið vör við að það er töluverð andstaða við kirkjuna. Okkur finnst við ekki njóta sannmælis,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugar- neskirkju. Kristrún Heimisdóttir, nýr vara- forseti kirkjuþings, segir að öllum börnum á Íslandi hafi verið bann- aður aðgangur að Jesú Kristi. Kristin þjóðleg gildi séu í hættu. Hún segir stjórnlaust undanhald hjá þjóð- kirkjunni í íslensku samfélagi. Laugarneskirkja ákvað í síðasta mánuði að af þakka heimsóknir skólabarna á vegum skólans á aðventunni. Davíð Þór segir gott að Kristrún tali umbúðalaust, en ýmis- legt sé ósagt. „Það má vera að Kristrún hafi litið á það sem við gerðum sem undan- hald en við lítum fremur á okkar aðgerðir sem sáttaboð,“ segir Davíð Þór. Þá segir Davíð Þór að Ísland sé orðinn hluti af miklu fjölbreyttara samfélagi en áður var. Laugarnes- kirkja hafi í raun aðeins tekið frum- kvæði til að bregðast við breyttum tímum. Skólaheimsóknir hafi verið orðnar mjög umdeildar og andstaða við þær meðal margra kennara. Kirkjan verði að spila ping-pong við samfélagið 2022 Hyundai Kona PREMIUM 64kWh Verð 6.070.000 +354-555-0094 www.Rafmagnsbilar.is 2022 Nýr Nissan Leaf N-connecta Verð 4.520.000 SALE 2022 Hyundai Kona PREMIUM 64kWh Verð 6.070.000 +354-555-0094 www.Rafmagnsbilar.is 2022 Nýr Nissan Leaf N-connecta Verð 4.520.000 SALE Svifryk af völdum nagla- dekkja er mikið mein og eyðir götum allt að fjörutíufalt. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA „Maður heyrir naglaglamrið, góður slatti ökumanna er kominn á nagla þótt það sé ekki leyfilegt.“ Ekki er löglegt að setja nagladekk undir bíla á höfuðborgarsvæðinu fyrr en um mánaðamótin. Skiptir miklu að sögn Þorsteins að koma skikki á þessi mál. „Nagladekkjagjald er eðlileg gjaldheimta út frá sliti gatna, alveg óháð menguninni. Það væri því eðli- legt að gjaldið færi til veghaldara, í viðhald á vegum,“ segir Þorsteinn og bætir við að mikilvægt sé að útfæra hugmyndina um gjaldtökuna í þaula áður en hún yrði framkvæmd. Formaður borgarráðs Reykja- víkurborgar, Alexandra Briem, vissi ekki af fyrirhugaðri tillögu Umhverfisstofnunar þegar Frétta- blaðið leitaði viðbragða. „Persónulega líst mér mjög vel á þessa tillögu. Ég vona að hún gangi eftir,“ segir Alexandra. „Við höfum kallað eftir aðferðum til að draga úr notkun nagladekkja, sporna við svifryki og minnka slit á götum,“ bætir hún við. Alexandra segist ek k i hafa ígrundað hvort nagladekkjagjald ætti að renna til veghaldara. Fljótt á litið lítist henni vel á það. n kristinnpall@frettabladid.is SAMFÉLAG Ísland heldur toppsætinu í nýjustu ársskýrslu Vision of Hum- anity yfir friðsælustu ríki heims. Frá því að listinn var fyrst gefinn út árið 2008 hefur Ísland alltaf mælst frið- sælasta ríkið. Friðsæld hefur aukist á Íslandi á milli ára. Stofnunin Institute for Economics and Peace hefur gefið út skýrsluna í fimmtán ár. Byggt er á 23 mismun- andi mælikvörðum sem tengjast öryggi í samfélaginu, stöðu ríkja í alþjóðadeilum og hernaðarskyldu. Kemur fram að mannfall í átökum hafi aukist á grundvelli innrásar Rússa í Úkraínu en metfjöldi ríkja slapp við hryðjuverkaárásir í fyrra. n Ísland er áfram friðsælasta landið Rólegt samfélag Íslands trónir á toppnum í könnuninni. „Því fer fjarri að við af þökkum heimsóknir skólabarna. Börnin koma bara ekki með skólanum,“ segir Davíð Þór. Að sögn Davíðs Þórs er það eitt dæmi um vanda kirkjunnar að víða sé henni meinað að auglýsa safn- aðarstarf á sama hátt og skátar og íþróttafélög fái að gera. „Okkur finnst það ekki sann- gjarnt,“ segir sóknarpresturinn í Laugarneskirkju og bendir á að samspil þjóðkirkjunnar við fólk sé í báðar áttir. „Við erum að reyna að spila ping- pong við samfélagið okkar, við viljum ekki vera í neinu stríði.“ n kristinnpall@frettabladid.is ÁRBORG Bæjarráð Árborgar undrast að ríkið skuli hafa leigt fyrrverandi hjúkrunarheimilið Kumbaravog á Stokkseyri fyrir móttöku hælisleit- enda án vitneskju sveitarfélagsins. Hjúkrunarheimilinu var lokað 2017. Í bókun bæjarráðs segir að stað- setningin sé óheppileg er litið sé til þeirrar þjónustu sem hópurinn þurfi Sveitarfélagið geti útvíkkað gildandi samning við félags- og vinnumark- aðsráðuneytið sem móttökusveitar- félag við flóttafólk og tekið á móti allt að 75 manns. n Samráð skorti um búsetu flóttafólks Ríkið lokaði hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 4 Fréttir 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.