Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 14
Halldóra Skúladóttir hefur starfað
sjálfstætt með fólki síðustu tuttugu
ár við lífsstíls- og atferlisbreyt-
ingar. Hún hefur lært markþjálfun,
atferlismeðferð og klíníska lausna-
miðaða dáleiðslu og sálmeðferð.
Síðustu árin hefur hún einbeitt sér
í auknum mæli að kvenheilsu og
stór hluti af vinnu hennar snýr að
breytingaskeiðinu. „Þetta gerðist
óvart og á upphaf sitt í minni eigin
reynslu,“ segir Halldóra.
Enginn vissi neitt
Halldóra fann fyrst fyrir ein-
kennum breytingaskeiðsins 38 ára
gömul. „Blæðingar jukust skyndi-
lega. Ég upplifði aukið mígreni
og svitaköst á nóttunni. Þá var ég
með skerta orku og heilaþoku. Öll
ríma þessi einkenni við byrjunar-
einkenni breytingaskeiðsins. Eitt
skipti var ég að halda fyrirlestur
sem ég hafði flutt oft áður og kunni
utan að. Skyndilega stóð ég í þögn
og mundi ekkert, eins og ég hefði
verið slegin út.
Nú, þegar ég hugsa til baka, skil
ég að vanlíðanin sem ég var farin
að finna þarna, og kulnunin sem
ég var greind með í kjölfarið 43
ára gömul, var að öllum líkindum
vegna breytingaskeiðsins. Það sem
sló mig mest þegar ég fékk loks
greiningu, var að ég vissi ekkert
um breytingaskeiðið og það var
erfitt að finna handbærar upp-
lýsingar.“
Opnaði ormagryfju
Fyrir um tveimur árum hóf
Halldóra að tjá sig um líðan sína
á Instagram. „Á þessum tíma
bjuggum við í Þýskalandi í miðjum
Covid-faraldri. Þarna datt ég gjör-
samlega ofan í hyldýpið, fannst ég
ekki geta lifað með þessu. Ég hafði
lengi unnið með hugarfarið og
reyndi að beita öllu sem ég kunni
á sjálfa mig. Samt leið mér svona
illa,“ segir Halldóra. „Það dældust
inn skilaboð frá konum sem voru
að ganga í gegnum það sama og ég.
Ég hef alltaf verið mikill grúsk-
ari. Eftir því sem ég las meira kom
ég auga á fleiri mýtur um þetta
skeið og trúði því ekki að þær væru
enn svona lífseigar, ekki bara hjá
almenningi heldur læknastéttinni.
Þetta var kveikjan. Ég tók saman
allt sem ég lærði um breytinga-
skeiðið og setti saman í netnám-
skeið, fór yfir líkamleg og andleg
einkenni og úrræðin sem stæðu til
boða.“
Einkenni breytingaskeiðsins
Almennt er talað um 34 grunn-
einkenni breytingaskeiðsins.
„Fyrstu einkenni tengjast oft
blæðingum. Magnið breytist og
lengd tíðahringsins. Sumar fá
nætursvita, mígreni eða aukna
fyrirtíðaspennu. Einnig getur
breyting á þyngd verið merki um
hormónaflökt þegar mataræði eða
hreyfing hefur ekki breyst.
Sum einkenni eru stórskrítin.
Sjálf fann ég fyrir kláða, eins og
skordýr væru að skríða undir
húðinni. En málið er að við erum
með estrógenviðtaka í öllum
frumum líkamans og því hefur
hormónaflökt áhrif á öll kerfi
líkamans. Þarna voru taugaendar
í húðinni að tapa estrógeninu.
Önnur skrýtin einkenni er eyrna-
suð, aukin þvaglát og svo er það
andlega hliðin; geðdeyfð, vanlíðan
og kvíði. Þegar estrógen minnkar í
heila hefur það áhrif á stöðvar sem
stýra til dæmis flótta- og óttavið-
bragðinu, svefni, minni og fleira.
Því upplifa margar konur kvíða,
svefnvandamál og heilaþoku.
Út af þessu eru margar konur
oft ranggreindar með vefjagigt,
þunglyndi, kvíða og margt fleira
og þær eru settar á alls konar lyf.
En vandinn er að þær eru ekki rétt
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Halldóra segir
að næsta skref í
baráttunni sé að
gera vinnustað-
ina breytinga-
skeiðsvæna og
er hún að vinna
með fyrir-
tækjum og fé-
lagasamtökum
að úrbótum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Jóhanna María
Einarsdóttir
jme
@frettabladid.is
Þær hætta
loks með-
virkninni,
þróa með
sér meira
kæruleysi
og læra að
segja þegar
þeim er
einfaldlega
„drull“.
Setja sig
loks í
forgang.
greindar og því rangmeðhöndl-
aðar. Þunglyndislyf duga skammt
gegn hormónaskorti.“
Ranggreining algengt vandamál
Ranggreining kvenna á breytinga-
skeiðinu er alþjóðlegt vandamál.
„Ein lífseigasta mýtan er sú að
breytingaskeiðið hefjist ekki fyrr
en um fimmtugt, þegar konur eru
hættar á blæðingum og eru með
svitakóf allan daginn. Í bláupp-
hafi breytingaskeiðsins er flökt á
hormónum og hjá mörgum konum
hefst það jafnvel tíu árum áður en
tíðalok eiga sér stað, sem markast
af því að tólf mánuðir séu liðnir frá
síðustu blæðingum. Meðalaldur á
tíðalokum hjá konum er um 51 árs.
Þá hafa margar upplifað einkenni
breytingaskeiðs í mörg ár.
Afleiðingarnar af ranggreiningu
geta verið hrikalegar. Andleg
vanlíðan er eitt algengasta ein-
kenni breytingaskeiðsins hjá
mínum konum. Margar skilja ekki
af hverju þeim líður svona, þær
langar ekki að lifa, en vilja heldur
ekki deyja. Ég hef vaktað konur í
sjálfsvígshugleiðingum fram á nótt
í skilaboðum og spjalli. Það kemur
mér ekki á óvart að hæsta tíðnin
á sjálfsvígum kvenna er einmitt á
þessu aldursbili. Þetta eru konur
á miðjum aldri í öngum sínum af
vanlíðan, ranggreindar og á kol-
röngum lyfjum.“
Ekki tískubylgja
„Breytingaskeiðið spyr ekki um
aldur,“ segir Halldóra. Þær sem
verða snemma kynþroska fara oft
líka snemma á breytingaskeiðið.
Áföll, streita og lífsstíll geta líka
ýtt þessu af stað fyrr og svo margt
fleira.
„Ég býð upp á breytinga-
skeiðsráðgjöf í dag. Við ræðum
einkennin og skoðum saman
hvort um breytingaskeiðið geti
verið að ræða. Ég undirbý mína
skjólstæðinga undir það að hitta
lækni því margar kvíða fyrir því.
Það getur verið vandasamt að
sanna fyrir lækni eitthvað sem er
óáþreifanlegt. Það er líka marg-
búið að segja konunum að það sé
ekkert að þeim. Þær eigi bara að
hreyfa sig meira og borða hollara.
Sjálfstraustið er í molum. Það er
auðvitað fáránlegt að þetta þurfi.
Sumar eru sendar í blóðprufu
til að mæla magn hormóna í blóði,
en vandinn við þá greiningar-
aðferð er sá, að á þessu stigi flökta
hormónin og það fer eftir því hvort
þú hittir á góðan eða slæman dag
hversu mikið af hormónum er í
blóðinu. Blóðprufa getur því gefið
skakka mynd.
Það ótrúlegasta sem ég hef heyrt
um breytingaskeiðið er að þetta sé
tískubylgja. Vanþekking kvensjúk-
dómalækna er þó mest sláandi af
því sem ég hef heyrt frá mínum
konum. En auðvitað skil ég að þeir
eins og aðrir læknar hafa sín sér-
svið og áhugasvið innan greinar-
innar. Þess vegna er svo mikilvægt
að konur þekki einkennin og séu
vakandi fyrir þeim.
Sem betur fer er þetta að breyt-
ast. Það er vitundarvakning í gangi
og umhverfið er að breytast. Þó
nokkrir læknar hafa haft samband
við mig, áhugasamir um að kynna
sér breytingaskeiðið frekar og læra
hvað er í gangi í rannsóknum í dag.“
Breytingaskeiðsvæn vinna
Halldóra segir algengt að konur
séu ranggreindar með kulnun
þegar þær eru að finna fyrir fyrstu
einkennum breytingaskeiðsins
því einkennin séu sams konar.
„Margar konur hafa komið til
mín eftir að hafa dottið út af
vinnumarkaði, farið jafnvel tvær
umferðir í gegnum Virk. Konur
á besta aldri detta út af vinnu-
markaði vegna þess að þær eru
ranggreindar með kulnun. Þetta er
gríðarlega verðmætt og mikilvægt
vinnuafl.
Það þarf að eiga sér stað
vitundarvakning hjá fyrirtækjum
og stjórnendum. Það þarf að vera
til viðbragðsáætlun og gátlisti,
því ef konur fá góðan stuðning og
skilning á breytingaskeiðinu, þá
komast þær betur í gegnum það,
því þetta er vissulega tímabil.
Það gagnast samfélaginu,
fyrirtækinu og konunum sjálfum
fjárhagslega og félagslega. Þetta er
næsta skref í baráttunni sem ég tel
að við verðum að hlúa betur að og
hef ég verið að vinna með fyrir-
tækjum og félagasamtökum að
úrbótum.“
Fyrirbyggjandi aðgerðir
„Ég vildi að ég hefði þekkt ein-
kennin mun fyrr. Þá hefði ég séð í
hvað stefndi. Það er algengt að ef
eitthvað bjátar á þá keyrum við
bara enn harðar. En þetta hefur
þveröfug áhrif og skapar aukið
álag á líkamann sem gerir það að
verkum að streitukerfið fær for-
gang í líkamanum. Þarna erum
við bara að tæma enn hraðar af
rafhlöðunum.
Það er mikilvægt að passa upp
á streitustjórnun á breytinga-
skeiðinu og þar gildir hinn gullni
meðalvegur. Við þurfum að hlusta
á okkur og forgangsraða hvíld og
svefni ef líkaminn þarfnast þess.
Þetta kenni ég mínum konum, að
taka eftir rauðu flöggunum og vera
með viðbragðsáætlun.“
Hormónameðferðir geta hjálpað
„Fyrir tuttugu árum síðan var gerð
stór rannsókn þar sem skoðuð
voru áhrif hormónameðferðar á
eldri konur. Rannsóknin var gölluð
á margan hátt og var stöðvuð en
bráðabirgðaniðurstöður orsökuðu
að lífseig mýta fór af stað um að
hormónameðferðir væru skað-
legar. Sem betur fer er búið að
endurskoða þessa rannsókn og
gera fleiri mjög vandaðar rann-
sóknir sem sýna fram á gagnsemi
hormónameðferðar, bæði til að
vinna á einkennum og eins til að
verja konur fyrir heilsuvanda-
málum sem geta komið upp síðar á
lífsleiðinni.
Gerð hormóna í hormónameð-
ferð skiptir máli. Til eru samsett og
tilbúin hormón í töfluformi sem er
oft það sem er gripið strax í.
Einnig eru til „body identical“
hormón, unnin úr plöntum.
Líkaminn á auðveldara með að
taka þau upp, aukaverkanir eru
minni og þau virðast oftast slá
betur á einkennin. Það er þó alltaf
einstaklingsbundið hvað hentar
hverri konu.“
Konur loksins í forgangi
Það má ekki gleyma því að breyt-
ingaskeiðið er ekki bara þessi Grýla
sem við sjáum fyrir okkur með til-
heyrandi svitakófi og vanlíðan.
„Ég veit það sjálf að þegar maður
er kominn í jafnvægi, er í viðeig-
andi meðferð og kann að hlusta á
sjálfa sig, þá er þetta frábært tíma-
bil. Versti staðurinn er vonleysi og
að vita ekki neitt.
Ég hef séð konur blómstra á
breytingaskeiðinu og eftir það. Þær
hætta loks meðvirkninni, þróa
með sér meira kæruleysi og læra
að segja þegar þeim er einfaldlega
„drull“. Setja sig loks í forgang.
Til þess að komast á þennan stað
þurfa þær stuðning, skilning og
viðeigandi meðferð,“ segir Hall-
dóra að lokum. n
2 kynningarblað A L LT 26. október 2022 MIÐVIKUDAGUR