Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 22
Útivist gefur mér tengsl við nátt- úruna og mikla orku. Birna María Þorbjörnsdóttir Það eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins! ÞARMAFLÓRAN ER LYKILLINN AÐ HEILSUNNI PROBI® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum. ÞESSI Í GRÆNA KASSANUM Til þess að viðhalda heilbrigðri flóru er mikilvægt að tileinka sér hollt og gott mataræði ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla í formi bætiefna. PROBI MAGE 4 kynningarblað 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURVÍTAMÍN OG BÆTIEFNI Birna María Þorbjörnsdóttir hefur stundað útivist stóran hluta ævinnar. Til að styrkja líkamann betur fyrir fjöl- breytta útivist tekur hún inn ólík vítamín og bætiefni. starri@frettabladid.is Alls kyns útivist hefur verið stór hluti af lífi Birnu Maríu Þorbjörns- dóttur frá því hún var sveitastelpa í Húnavatnssýslu þar sem hún eltist við kindur og kýr sem krakki og unglingur. „Útivist gefur mér tengsl við náttúruna og mikla orku. Þar hleð ég batteríin og svo hef ég kynnst svo mörgu frábæru fólki þar í gegnum árin.“ Til að styrkja líkamann betur fyrir fjölbreytta útivist tekur Birna inn ólík vítamín og bætiefni. „Ég tek inn daglega magnesíum og B-, C- og D-vítamín og svo tek ég stundum tímabil þar sem ég tek járn og þorskalýsi. Hvað mataræði varðar þá uppgötvaðist fyrir 15 til 20 árum síðan að ég er með mjög slæmt mjólkur- og glútenofnæmi og því var þörf á að endurskoða mataræðið.“ Fyrir vikið minnkaði hún neyslu á rauðu kjöti. „Ég hóf að borða meira fæðu úr jurtaríkinu og meira sjávarfang og kjúkling ásamt því að gera sem mest af mínum mat frá grunni. Þar sem ég hef aldrei verið mikill nammi- eða sykurgrís borða ég mjög lítinn sykur. Víta- mínin sem ég tek eru mest til að hjálpa ónæmiskerfinu enda er ég mjög heilsuhraust og verð sjaldan veik. Magnesíum er fyrir mig algjör töfralausn þegar kemur að því að vinna á móti sinadrætti og vöðva- krömpum.“ Áhugamál þróast í vinnu Birna bjó áður fyrr á Suðurlandi þar sem hún vann lengi vel hjá Íslandsbanka. „Síðan ákvað ég að flytja á höfuðborgarsvæðið og skipta yfir í eitthvað allt annað. Ég hef síðustu sjö, átta árin unnið störf tengd ferðamennsku og útivist auk þess að starfa í björg- unarsveit, en það hefur reyndar minnkað síðustu árin.“ Lengri og styttri gönguferðir hafa verið fyrirferðarmiklar í útivist Birnu undanfarin ár en hún hefur einnig prófað kajak og hlaup. „Á tímabili hjólaði ég líka mjög mikið og einn veturinn tók ég ástfóstri við gönguskíði sem ég á pottþétt eftir að taka fram aftur.“ Það sem byrjaði sem áhugamál hjá Birnu, að ferðast og ganga heima og erlendis á eigin vegum eða með vinum, þróaðist út í það að hún fór að vinna við leiðsögn og fararstjórn. „Mest hef ég unnið með Einari Skúlasyni í Veseni og vergangi en þar hef ég verið farar- stjóri með hópa og leiðbeinandi á námskeiðum með honum. Einnig Hleður batteríin og kynnist mörgu frábæru fólki Á leið í grunnbúðir Everest með fjallið Ama Dablam í baksýn. MYND/AÐSEND hef ég farið nokkrar gönguferðir umhverfis Mont Blanc sem farar- stjóri á vegum Mundo ferðaskrif- stofu.“ Nepal og Alparnir standa upp úr Hún segir margt standa upp úr þegar kemur að útivist síðustu ára en nefnir þrennt. „Ferðirnar tvær sem ég hef farið til Nepal standa upp úr. Önnur þeirra var að grunnbúðum Everest en hin var gönguferð um fjöllin í Lang- tang-þjóðgarðinum og nágrenni. Nepal er mjög fátækt land og það er einfaldlega eitthvað við landið, náttúruna og fólkið sem er svo heillandi. Einnig verð ég að nefna Alpana að sumri til. Að ganga þar um fjallaskörð og dali með bara það nauðsynlegasta í bakpok- anum, gista í skálum og njóta nátt- úrunnar. Svo verð ég auðvitað að minnast á allt það dásamlega fólk sem ég hef kynnst sem fararstjóri í ferðum bæði hér heima og erlendis og í gönguhópunum fyrir Vesen og vergang.“ Margt spennandi í vændum Fram undan er margt spennandi þegar kemur að útivist. „Í vetur er planið að vera áfram með göngu- hóp fyrir Vesen og vergang ásamt því að skottast um í náttúrunni með tíkarskottinu mínu, henni Pílu. Næsta sumar ætla ég svo að kanna leiðir innanlands sem ég hef ekki farið áður. Vonandi get ég líka tekið einhverjar ferðir sem farar- stjóri hér heima ásamt því að fara með hóp umhverfis Mont Blanc. Það er stórkostlega falleg göngu- leið sem ég fæ aldrei leið á.“ n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.