Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 38
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Gunnar Helgason fagnar þrjátíu
ára ferli sínum sem rithöfundur
um þessar mundir. Hann segir
gaman að gera bækur sem eru
pínu erfiðar.
arnartomas@frettabladid.is
„Mér finnst ég miklu eldri á þessum
tímamótum en þegar ég varð þrítugur
að árum,“ segir Gunnar Helgason sem
fagnar þrjátíu ára rithöfundarafmæli sínu
um þessar mundir en fyrsta bók hans,
Goggi og Grjóni, var gefin út hjá Máli og
menningu haustið 1992. „Þá fannst mér
eins og ég hefði afrekað svo margt, en nú
finnst mér eins og ég hafi ekki afrekað
neitt! Það er komið allt annað samhengi.“
Gunnar segist hafa lært ansi margt á
þessum þrjátíu árum en að því ferli ljúki
víst aldrei.
„Ég reyni markvisst að læra með
hverri bók, en líka með því að fara á
námskeið, hlýða á fyrirlestra og annað.
Ég er alltaf að vinna í því að verða betri,“
segir Gunnar. „Stundum gluggar maður
samt í gamlar bækur eftir sig og þá
kemur þægilega á óvart hvað þetta er
allt í lagi. Þegar maður sér sumt orða-
lagið og þess háttar finnst manni samt
eins og þetta sé eftir einhvern annan.
Hver skrifaði þetta eiginlega?“
Sjónrænar sögur
Það er nóg að gerast hjá Gunnari sem
hefur nú samið um kvikmyndarétt á
bókinni Alexander Daníel Hermann
Dawidsson – Bannað að eyðileggja, sem
kom út í fyrra. Hann segir verkefnið í
góðum höndum.
„Reynir Lyngdal leikstjóri las bókina
með dóttur sinni síðasta vetur og varð
svona agalega hrifinn, að eigin sögn.
Hann talaði mikið um það hvernig
hann vildi gera verkefnið og mér fannst
allt sem hann sagði vera tónlist í mínum
eyrum,“ segir Gunnar. „Ég reyni alltaf
að skrifa hlutina frekar sjónrænt, sem
gæti verið tilkomið í gegnum leikhúsið
og sjónvarpið, og ég vil að fólk geti séð
hlutina fyrir sér.“
Það gekk greinilega eftir hjá Gunn-
ari enda vildi Reynir endilega koma
sögunni á hvíta tjaldið. Rithöfundurinn
og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl
mun skrifa handritið að myndinni með
Reyni.
„Ég er rosalega spenntur fyrir þessu
öllu saman, eins og ber að skilja!“ segir
Gunnar.
Margir bakhjarlar
Á morgun sendir Gunnar frá sér nýjustu
bók sína sem markar þrjátíu ára rithöf-
undarafmælið, Bannað að ljúga. Um er
að ræða framhald af bókinni Bannað að
eyðileggja og heldur sagan af Alexand-
er Daníel áfram. Líkt og nafnið gefur
til kynna eru lygar fólks af sjálfu sér og
öðrum fyrirferðarmiklar í sögunni, en
þar koma einnig fyrir erfið málefni á
borð við einelti.
„Það er gaman að gera bækur sem eru
pínu erfiðar. Ég veit voðalega lítið um
ýmis mál sem koma fyrir í bókinni og
þurfti að leita mér upplýsinga og hjálpar
úti um nánast allan heim,“ segir hann.
„Þessar bækur eiga marga bakhjarla og
margar sögurnar eru á einhvern hátt
sannar.“
Gunnar heldur útgáfuboð í Penn-
anum í Smáralind á fimmtudaginn
klukkan 17.30 og eru allir velkomnir. n
Gaman að gera bækur
sem eru pínu erfiðar
Stundum gluggar maður
samt í gamlar bækur eftir
sig og þá kemur þægilega
á óvart hvað þetta er allt í
lagi.
1917 Brasilía lýsir yfir stríði gegn Miðveldunum í fyrri
heimsstyrjöldinni.
1927 Gagnfræðaskólinn á Akureyri fær heimild til að
útskrifa stúdenta og við það verður hann Mennta-
skólinn á Akureyri.
1947 Hillary Clinton fæðist á
þessum degi.
1961 Allmikið hraungos hefst
í Öskju og stendur yfir
fram í desember.
1965 Reykjanesbraut eða
Keflavíkurvegurinn,
fyrsti þjóðvegur á Ís-
landi utan þéttbýlis
sem lagður er bundnu
slitlagi, er formlega
opnuð eftir fimm ára
framkvæmdir. Sett er á
veggjald sem innheimt
er í tollskýli við Straums-
vík, þrátt fyrir mikla
óánægju bílstjóra.
1986 Hallgrímskirkja í Reykja-
vík er vígð eftir 41 árs
byggingarsögu.
1995 Snjóflóð fellur á Flateyri
með þeim afleiðingum
að tuttugu farast.
2009 Tilkynnt er um að
McDonald's á Íslandi
verði lokað.
Merkisatburðir
Þökkum auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður og tengdaföður,
Óðins Rögnvaldssonar
prentara.
Hulda Arnórsdóttir
Kolbrún Óðinsdóttir
Hrafnkell Óðinsson Svetlana Motorova
Margrét Óðinsdóttir Jón H. Skúlason
Ingiríður Óðinsdóttir Árni Guðmundsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Ásdísar Símonardóttur
Arnarási 1, Garðabæ.
Einnig er sérstakt þakklæti til Heru og heimahjúkrunar
fyrir góða umönnun.
Bjarni Garðarsson
Þröstur Bjarnason Áslaug Þórðardóttir
Sigurlaug María Bjarnadóttir Halldór Eraclides
Gunnar Helgi Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
okkar og langamma,
Helga Sigríður Elimarsdóttir
Kinsky
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 28. október kl. 10.
Rut Jónsdóttir Guðmundur Ósvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Stofnfundur Enska knattspyrnusam-
bandsins fór fram á Frímúrarakránni
við Great Queen Street í London þann
26. október 1863. Fyrir þann tíma voru
engar samræmdar reglur um fótbolta
og var sambandið stofnað til þess að
koma reglu á leikinn. Á fundinum voru
samankomnir fulltrúar ellefu knatt-
spyrnufélaga og fulltrúar frá skólum
í London. Bikarkeppni Enska knatt-
spyrnusambandsins, sem stofnuð var
árið 1871, er elsta samfellda knatt-
spyrnukeppni veraldar.
Í dag hefur knattspyrnusambandið
yfirumsjón með skipulagi fótboltans
á Englandi og á aðild að alþjóðasam-
tökunum FIFA og UEFA, auk þess að
vera aðili að bresku Ólympíunefnd-
inni. Fótbolti er langvinsælasta íþrótt
Englendinga en enska úrvalsdeildin
er einnig langvinsælasta fótbolta-
deild heims og nær til um 650 milljóna
manna á heimsvísu.
Enska knattspyrnusambandið átti
lengi í erfiðum samskiptum við FIFA
sem var stofnað árið 1904 án þátt-
töku frá Bretlandseyjum. Bresku
löndin gengu inn ári síðar, en hættu
þátttöku í sambandinu eftir fyrri
heimsstyrjöldina til að mótmæla því
að löndin sem töpuðu stríðinu fengju
áfram að taka þátt. Eftir sveiflu-
kennda þátttöku gekk Enska knatt-
spyrnusambandið á ný til liðs við FIFA
1946 og hefur verið hluti af samtök-
unum síðan. n
Þetta gerðist: 26. október 1863
Enska knattspyrnusambandið stofnað
Georg V. Englandskonungur afhendir
fyrirliða Arsenal bikar eftir úrslitaleik á
Wembley-leikvanginum 1930.
Gunnar Helgason hefur sífellt reynt að verða betri og betri penni á sínum rithöfundarferli sem hófst fyrir þrjátíu árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 26. október 2022 MIÐVIKUDAGUR