Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 32
Hitakófin eru talin stafa af truflun í samspili taugakerfis og æðakerfis. Axel F. Sigurðsson Breytingaskeiðið er mörgum konum þungbært, enda tekur lífið oft stakkaskipt­ um á þessum tíma. Hita­ kófin alræmdu sýna oft litla miskunn og margar konur upplifa hjartsláttaróþægindi, svefntruflanir, einbeitingar­ örðugleika og einkenni þunglyndis. Hjartalæknarnir Helga Margrét Skúladóttir og Axel F. Sigurðsson fjalla hér um einkenni sem konur glíma við á breytingaskeiði sem tengjast hjarta- og æðakerfi. „Upphaf breytingaskeiðsins má rekja til minnkandi framleiðslu eggjastokkanna á hormónunum estrógeni og prógesteróni. Þegar dregur úr framleiðslu þessara hormóna hætta konur smám saman að hafa blæðingar og frjó- semisskeiðinu svokallaða lýkur,“ segir Helga Margrét. Hún segir undanfara tíðahvarfa geta staðið mánuðum saman og jafnvel í nokkur ár. „Á þessum tíma er hormónaframleiðsla eggjastokkanna sveiflukennd og blæðingar eru því oft óreglu- legar. Á þessu tímaskeiði upplifa konur oft vanlíðan af ýmsu tagi, enda má segja að breytingaskeiðið umtalaða sé hafið. Hitakóf eru algengasta einkennið í undanfara tíðahvarfa. Þá eru svefntruflanir algengar og margar konur upplifa hjartsláttartruflanir. Einnig er algengt að breyting verði á blóðfitu og kólesteról í blóði hækkar oft.“ Hitakófin Langflestar konur fá að kynnast svokölluðum hitakófum á breyt- ingaskeiðinu, að sögn Axels. Sumar fá þau af og til, á meðan aðrar fá hitakóf með stuttu millibili, bæði að degi og nóttu til. Í sumum til- vikum vara þessi einkenni árum saman, bæði fyrir og eftir eiginleg tíðahvörf. „Hitakófin eru talin stafa af truflun í samspili tauga- kerfis og æðakerfis. Þau tengjast víkkun á útlægum slagæðum til húðar, sem leiðir til aukins blóð- streymis sem veldur skyndilegri hitatilfinningu. Hitakófin lýsa sér oftast sem skyndileg hita- tilfinning á hálssvæði, í andliti, höfði og brjósti, sem hjá mörgum konum breiðist síðan út um allan líkamann. Hitakófin standa oft í tvær til fjórar mínútur og þeim fylgja gjarnan mikil svitamyndun, skjálfti og jafnvel kvíðatilfinning sem og hjartsláttarónot. Hjá mörg- um konum eru hitakóf algengust að nóttu til og því er líklegt að þau Óbærilegir fylgifiskar breytingaskeiðsins Hitakófin geta verið hvimleið en eru einn fylgifiskur breytinga- skeiðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir. Axel F. Sigurðsson hjartalæknir. trufli svefn, en svefntruflanir eru líka algengar á breytingaskeiði kvenna án þess að hitakófunum sé um að kenna,“ upplýsir Axel. Hjarta- og æðasjúkdómar Helga Margrét segir að hættan á hjarta- og æðasjúkdómum aukist hjá konum eftir tíðahvörf. „Þetta er talið tengjast minnkaðri fram- leiðslu eggjastokkanna á estrógeni. Konur eru þó almennt í minni hættu á að fá kransæðasjúkdóm en karlar og alla jafna gerir sá sjúk- dómur vart við sig um tíu árum síðar en hjá körlunum. Þó er vert að nefna að konur með sykur- sýki af týpu 2, sem áður var nefnd áunnin sykursýki, en tengist bæði erfðum og lífsstíl, virðast glata þessari kynbundnu vernd og því er sérstaklega mikilvægt að fylgjast vel með til dæmis konum sem greinst hafa með sykursýki á með- göngu, líkt og fjallað var um hjá GoRed á liðnu ári,“ segir hún. Axel segir einnig að blóðfitu- gildi kvenna breytist oft í kringum tíðahvörf. Hann segir algengt að heildargildi kólesteróls í blóði hækki, auk þess sem hækkun verður á LDL-kólesteróli sem oft er nefnt „vonda kólesterólið“. Þegar kólesterólgildi eru metin er þó einnig horft á HDL eða „góða kólesterólið“ og hlutföll þessara tveggja skoðuð. „Almennt gildir að það er nokkur fylgni á milli LDL- kólesteróls í blóði og hættunnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta samband er þó mun meira áber- andi fyrir miðjan aldur en eftir tíðahvörf og oft má sjá há kólest- erólgildi hjá afar hraustum konum eftir tíðahvörf,“ útskýrir Axel. „Þótt mataræði geti í mörgum tilvikum bætt blóðfitugildin, er ekki þar með sagt að strangt matar æði dragi úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum. Margar eldri konur hafa hátt kólesteról en engin merki um hjarta- og æða- sjúkdóma – og rétt er að ígrunda vel notkun blóðfitulækkandi lyfja, sé ekki um aðra áhættuþætti að ræða. Þar ber til dæmis að líta til ættarsögu og þá einkum sögu um hjartaáföll hjá nánum ættingjum fyrir aldur fram, reykinga auk sykursýki.“ Axel segir rétt að árétta að oftast sé rík ástæða til að mæla með notkun blóðfitulækkandi lyfja hjá konum, rétt eins og körlum, sem greinst hafa með æðasjúkdóm eða falla í ofangreinda áhættuhópa. Helga bendir á að algeng kvörtun á breytingaskeiði varði hjartsláttaróþægindi, en þetta samband hefur þó verið lítið rannsakað enda oftast um að ræða saklaust fyrirbæri. „Það að finna fyrir hjartslætti þarf ekki endilega að þýða að hjartslátturinn sé óeðli- legur og stundum er einungis um saklaus aukaslög að ræða, en þetta þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig og getur verið vert að kortleggja með hjartalínuriti heima í sólar- hring eða svo, svokallaðri Holter- rannsókn,“ bætir hún við. Hormónameðferð Axel bendir á að rannsóknir hafi sýnt að hormónameðferð er hjálpleg til að draga úr hitakófum. Þá getur slík meðferð líka dregið úr beinþynningu og þar með hætt- unni á beinbrotum eftir tíðahvörf. „Hormónameðferð er þó ekki hættulaus. Áhættan er þó einstakl- ingsbundin og fer eftir ástandi konunnar og fyrri heilsufarssögu, auk þess sem hún tengist tíma- lengd meðferðar og samsetningu þess lyfs sem notað er,“ segir hann. „Lengi vel var talið að gjöf estrógena drægi úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum. Því var um árabil mælt með gjöf estrógens hjá konum á breytingaskeiði, í því skyni að draga úr þessari áhættu. Gjörbreyting varð á þessum ráð- leggingum í kjölfar tveggja stórra rannsókna sem birtar voru árin 1998 og 2002.“ Axel segir að rannsóknirnar hafi leitt í ljós að gjöf estrógena í blöndu með prógesteróni virtist ekki minnka áhættu á æðaáföllum hjá konum með þekkta hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnframt kom í ljós að gjöf slíkra lyfja virtist auka tíðni á brjóstakrabbameini og hjarta- og æðaáföllum hjá konum sem ekki höfðu fyrri sögu um hjarta- og æðasjúkdóma. „Í kjölfarið var alfarið mælt gegn notkun hormónalyfja til að draga úr hættunni á hjarta- og æða- sjúkdómum og í dag er eingöngu mælt með notkun lyfjanna til að draga úr hvimleiðum einkennum breytingaskeiðsins og þá aðallega hitakófunum,“ segir Axel. „Í dag er talið að hormóna- meðferð feli í sér aukna hættu á brjóstakrabbameini, krabbameini í legi, heilablóðföllum og blóð- sega í bláæðum. Hættan á þessum vandamálum eykst með hækkandi aldri og virðist mun meiri eftir sex- tugt en fyrir sextugt. Ekki er mælt með gjöf hormónalyfja hjá konum með sögu um brjóstakrabbamein, kransæðasjúkdóm, bláæðablóð- sega eða heilablóðföll,“ útskýrir hann. „Skammtímameðferð með hormónalyfjum er þó talin hættu- lítil hjá konum sem ekki hafa sögu um ofangreind vandamál og mælt er með að hormónalyf séu ekki gefin lengur en í fimm ár og ekki eftir að sextugsaldri hefur verið náð. Ef einkenni kvenna og van- líðan er mikil getur þó verið rétt- lætanlegt að halda meðferð áfram í lengri tíma ef ávinningur með- ferðar er talinn meiri en áhættan sem af henni stafar.“ n 8 kynningarblað A L LT 26. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.