Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 42
Ég hef heyrt að lífið
geti verið í einhvers
konar sjö ára ferlum.
Brynja Hjálmsdóttir er
skáld og rithöfundur,
fædd í Reykjavík 1992.
TÓNLIST
Kammermúsíkklúbbur
Verk eftir Johannes Brahms
og Amy Beach
Flytjendur: Anton Miller,
Guðný Guðmundsdóttir, Rita
Porfiris, Hrafnhildur Marta
Guðmundsdóttir og Liam Kaplan
Norðurljós í Hörpu
sunnudaginn 23. október
Jónas Sen
Brahms mun hafa verið leiðinda
karl. Hann var geðvondur og
almennt óþægilegur í lund: sér
vitur piparsveinn allt sitt líf. Hann
gat líka verið andstyggilegur í til
svörum. Einu sinni eftir tónleika
sagði sellóleikari sem hann lék
undir með ekkert hafa heyrt í sér
fyrir píanóinu. Brahms svaraði:
„Þú ert heppinn, ég heyrði í þér!“ En
þótt hann væri gagnrýninn á aðra
var hann líka harður við sjálfan sig.
Hann efaðist mjög um ágæti margra
verka sinna og brenndi ófá handrit.
Ein af tónsmíðum hans sem nag
aði hann var píanókvintettinn op.
34. Hann var á dagskrá Kammer
músíkklúbbsins í Norðurljósum í
Hörpu á sunnudaginn. Hann átti
upphaf lega að vera sinfónía, en
Brahms fannst efniviðurinn ekki
nógu bitastæður fyrir svo volduga
tónsmíð. Var strengjakvintett betri
leið? Eða sónata fyrir tvö píanó?
Nei, á endanum blandaði hann
þessum formum saman, skrifaði
verkið fyrir píanó og fjóra strengja
leikara, það er, píanókvintett. Allt
þetta ferli tók mörg ár.
Glæsilegur flutningur
Brahms var piparsveinn og ákveð
inn einmanaleiki svífur oft yfir
vötnum í tónlist hans. Píanókvint
ettinn skartar unaðslega fögrum
laglínum, en það er í þeim tregi
sem hittir mann beint í hjarta
stað. Fimmmenningarnir sem hér
spiluðu gerðu það með glæsibrag.
Þetta voru Anton Miller og Guðný
Guðmundsdóttir á f iðlur, Rita
Porfiris á víólu, Hrafnhildur Marta
Guðmundsdóttir á selló og Liam
Kaplan á píanó. Ólíkt tónskáldinu
óhamingjusama var maður hepp
inn að heyra í sellóleikaranum hér,
sem spilaði af kostgæfni og vand
virkni, en jafnframt af sannfærandi
ástríðu.
Hinir hljóðfæraleikararnir voru
líka með allt á hreinu. Píanóleik
urinn var í senn snarpur og tær og
hinir strengirnir voru nákvæmir og
akkúrat. Samspilið var í prýðilegu
jafnvægi, bæði hvað varðar styrk
leika og mótun tónhendinga, svo
útkoman var einstaklega ánægju
leg áheyrnar.
Áhugaverð atburðarás
Eftir hlé voru tvær tónsmíðar,
önnur örstutt en hin lengri, eftir
hina bandarísku Amy Beach, sem
var uppi á árunum 18671944. Sú
fyrri var Rómansa fyrir fiðlu og
píanó sem Guðný og Kaplan f luttu
af innileika og viðkvæmni. Hin
síðari var píanókvintett op. 67
sem mun hafa verið undir miklum
áhrifum af verki Brahms fyrir hlé.
Einhver stef í kvintettinum eftir
Beach eru tilvitnun í hitt verkið, en
hann er engu að síður frumlegur og
síður en svo stæling gamla meist
arans. Tónlistin var draumkennd,
laglínurnar fallegar með mörgum
hrífandi hápunktum, stígandin
spennuþrungin og atburðarásin
ávallt áhugaverð.
Fimmmenningar nir spiluðu
af festu og gríðarlegum krafti, en
útfærðu jafnframt ótal fínleg blæ
brigði af smekkvísi og fagmennsku.
Þetta var frábært. n
NIÐURSTAÐA: Sérlega skemmti-
legir tónleikar.
Geðvont tónskáld hitti á endanum í mark
Johannes Brahms var víst leiðinda-
karl og með eindæmum geðvondur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Atli Örvarsson er með mörg
járn í eldinum að vanda.
Hann sendi á dögunum frá
sér nýja sólóplötu og kemur
fram á nokkrum tónleikum í
kringum Iceland Airwaves.
Tónlistarmaðurinn og tónskáldið
Atli Örvarsson sendi nýlega frá sér
sólóplötuna 7 Cycles sem gefin er
út af tónlistarfyrirtæki hans INNI.
Atli segist hafa viljað gera plötu
sem væri heiðarleg sólóplata með
áherslu á píanótónlist.
„Þetta er mín önnur sólóplata og
kannski einhvers konar framhald af
síðustu plötu sem hét You Are Here.
Sú plata var meira unnin í stúdíói,
meira pródúseruð, til að nota slæma
íslensku. Mig langaði til að búa til
plötu þar sem væri minna til að fela
sig á bak við,“ segir hann.
Að sögn Atla kannar hann á
plötunni þá hugmynd að líf fólks
skiptist upp í mismunandi sjö ára
ferli. Sum tónverkin á plötunni eru
ný en önnur hefur Atli gengið með
lengi.
„Ég hef heyrt að lífið geti verið í
einhvers konar sjö ára ferlum. Ég
fór svona að pæla í þessu og skoða
mitt eigið líf og komst að því að það
er eitthvað til í þessu,“ segir Atli
og nefnir sem dæmi að nú séu sjö
ár liðin síðan hann f lutti aftur til
Akureyrar frá Bandaríkjunum með
fjölskyldu sinni.
Öðruvísi nálgun
Atli situr sjaldnast auðum höndum
en hann hefur fest sig í sessi sem
eitt fremsta kvikmyndatónskáld
Íslendinga. Hann segir vinnuferlið
vera misjafnt eftir því hvort hann er
að semja tónlist fyrir sjálfan sig eða
kvikmyndaverkefni en í grunninn
snúist þetta þó auðvitað allt um
tónlistina.
„Eftir að ég fór að semja bara
fyrir plötur þá kannski nálgast ég
kvikmyndatónlistina aðeins öðru
vísi. Ég held að það hafi verið mjög
hollt fyrir mig sem kvikmyndatón
skáld að snúa mér að því að gera
tónlist tónlistarinnar vegna, af því
núna finnst mér eins og þegar ég er
að gera score þá sé ég bara að gera
plötu. Ég hef kannski enn frekar
styrkst í þeirri trú að það sé ekki
hægt að gera góða kvikmyndatón
list nema maður geri bara góða tón
list,“ segir hann.
Hollywood til Akureyrar
Undanfarin ár hefur Atli byggt upp
viðamikið starf með Sinfonia Nord
ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni
sem komið hefur Akureyri á kortið
sem upptökustað fyrir alþjóðleg
verkefni í kvikmyndatónlist.
Er ekki svolítið sérstakt að lítill
bær úti á landi sé orðinn miðstöð
fyrir Hollywood-kvikmyndatónlist?
„Jú, ég held að það hljóti nú að
teljast frekar óvenjulegt. Í fyrsta
lagi þá á Þorvaldur Bjarni Þor
valdsson alveg jafn mikinn þátt
í þessari uppbyggingu með mér.
Það kannski þurfti okkur báða til
vegna þess að auðvitað hafa mín
tengsl við þennan bransa úti verið
mjög tíðindamikil. En þetta hefði
náttúrlega aldrei verið hægt nema
af því að það var farið í að byggja
hér tónleikahús og hér var kjarni
að hljómsveit sem við höfum síðan
bætt í eftir þörfum.“
Á meðal verkefna sem Sinfonia
Nord hefur tekið þátt í má nefna
myndina Eurovision Song Contest
með Will Ferrell og Rachel Mc
Adams, tölvuleikinn God of War og
Hollywoodstórmyndina The Hit
man’s Bodyguard.
„Eftir stendur að ef einhver hefði
talað um það fyrir kannski tutt
ugu árum að það yrði upptökuver
fyrir kvikmyndatónlist á Akureyri,
hundrað kílómetra fyrir sunnan
heimskautsbaug, þá held ég að
menn hefðu bara yppt öxlum,“
segir Atli.
Styðja við íslenskt tónlistarfólk
Annað stórt verkefni hjá Atla er
tónlistarfyrirtækið INNI sem hann
stofnaði ásamt írska tónlistarmann
inum Colm O'Herlihy árið 2019.
INNI er starfrækt sem eins konar
„tónlistarkollektíf“ og útgáfufyrir
tæki og hefur fyrirtækið meðal ann
ars starfað með tónlistarmönnum á
borð við Jónsa í Sigur Rós, Sin Fang,
Reykjavíkurdætrum, múm og Skúla
Sverrissyni.
„Við hittumst eiginlega bara fyrir
tilviljun fyrir nokkrum árum og
komumst að því að við höfum svip
að áhugamál, sem er einfaldlega að
ýta undir íslenska tónlistarsköpun
og íslenskt tónlistarfólk. Það er svo
frábært hvað það er mikið af hæfu
íslensku tónlistarfólki en um leið
sáum við að það vantaði kannski
einhvers konar atvinnuinnviði,“
segir hann.
INNI mun halda tónleika í Iðnó 2.
nóvember í samstarfi við Ilmhúsið
Fischer en Atli kemur auk þess fram
í Fríkirkjunni á tónlistarhátíðinni
Iceland Airwaves 3. nóvember þar
sem hann mun f lytja lög af plöt
unum 7 Cycles og You Are Here. n
Tónlist tónlistarinnar vegna
Atli Örvarsson
flutti með fjöl-
skyldu sinni
til Akureyrar
fyrir sjö árum
eftir langa dvöl í
Bandaríkjunum.
MYND/ÞÓRHALLUR
JÓNSSON
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
tsh@frettabladid.is
Skáldið Brynja Hjálmsdóttir hlaut
í gær Hvatningarverðlaun Vigdísar
Finnbogadóttur. Verðlaunin voru
veitt við hátíðlega athöfn í Safna
húsinu við Hverfisgötu að við
stöddum Guðna Th. Jóhannessyni,
forseta Íslands, og Vigdísi Finnboga
dóttur.
Samhliða verðlaunaafhending
unni var útgáfu nýrrar bókar fagnað
sem ber heitið Ljóðin hennar Vigdís
ar sem gefin er út á vegum bókaút
gáfunnar Sögur. Þar hefur Vigdís
tekið saman öll helstu ljóðin sem
fylgt hafa henni í gegnum ævina en
Brynja er eitt þeirra skálda sem eiga
ljóð í bókinni.
Í tilkynningu um verðlauna
skáldið segir: „Skáldið þykir afar
framsækið og leikið í sinni ljóðlist
og nær um leið að þróa ljóðmálið
áfram um lendur íslenskrar tungu.“
Brynja Hjálmsdóttir er skáld og
rithöfundur, fædd í Reykjavík árið
1992. Ljóða og sagnaskrif heilluðu
Brynju snemma og hafa ýmis ljóð
og sögur eftir hana birst í safn
bókum og tímaritum. Eftir Brynju
hafa komið út tvær ljóðabækur,
Okfruman (2019) og Kona lítur
við (2021), sem báðar vöktu mikla
athygli þegar þær komu út. Þá sendi
hún einnig frá sér leikritið Ókyrrð
síðastliðið vor. Brynja er með BA
gráðu í kvikmyndafræðum og MA
í ritlist frá Háskóla Íslands. n
Brynja hlaut
verðlaun Vigdísar
Verðlaunin voru veitt í Safnahúsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
18 Menning 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 26. október 2022 MIÐVIKUDAGUR