Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 6
Næst þegar á reynir þá munu menn líka gera fleiri kröfur til stjórn- valda. Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands Þessi 100 kíló skipta nákvæmlega engu máli í þessu samhengi. Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smá- bátaeigenda Boðun til hluthafafundar BIOEFFECT Holding ehf. Stjórn Bioeffect Holding ehf., kt. 530522-1210, boðar til hluthafafundar föstudaginn 4. nóvember 2022 kl. 11:00. Streymi frá fundinum verður aðgengilegt hluthöfum. Dagskrá fundarins 1. Tillaga stjórnar um samruna Bioeffect Holding ehf. og Bioeffect ehf. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum hins sameinaða félags 3. Umræður og önnur mál löglega borin fram Fyrirkomulag fundarins Fundurinn verður haldinn og honum streymt frá höfuðstöðvum félagsins að Víkurhvar 7, hluthafar eru hvattir til að nýta sér streymið frá þessari vefslóð: bioeffect.com/investors. Hver hlutha á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundinum ef hann gerir um það skriega kröfu til stjórnar félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 11:00 föstudaginn 28. október 2022. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið irbioeffect@bioeffect.com. Hluthafafundur telst lögmætur ef hann er löglega boðaður og hann sækja hluthafar eða umboðsmenn þeirra sem hafa yr að ráða helmingi hlutafjár í félaginu að minnsta kosti. Hluthafar geta með skriegu umboði veitt umboðsmanni heimild til að sækja hluthafafund fyrir sína hönd og fara með atkvæðisrétt sinn eða greitt atkvæði um fyrirliggjandi tillögur fyrir fundinn. Aðrar upplýsingar Endanleg dagskrá og önnur skjöl sem lögð verða fyrir hluthafafundinn, þ.m.t. breyttar samþykktir og umboðsform, verða hluthöfum tiltæk á skrifstofu félagsins viku fyrir hluthafafund. Samrunaáætlun og önnur gögn vegna samrunans hafa verið aðgengileg hluthöfum síðan 7. júlí 2022. Nánari upplýsingar um hluthafafundinn og tillögur stjórnar má nálgast á heimasíðu félagsins: bioeffect.com/investors. Kópavogi, 26. október 2022, stjórn Bioeffect Holding ehf. Rafmagnsknúnir smábátar kosta langtum meira en þeir olíuknúnu bátar sem nú eru í notkun við Íslandsstrendur. Hvati í nýju frumvarpi mat­ vælaráðherra dugar ekki til, að mati formanns smábáta­ eigenda. kristinnhaukur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Frumvarp Svandís­ ar Svavarsdóttur matvælaráðherra til þess að liðka fyrir rafvæðingu smábátaflotans fellur um sjálft sig vegna kostnaðar, að mati fólks úr greininni. Rafknúnir strandveiði­ bátar eru langtum dýrari en olíu­ knúnir. Samkvæmt frumvarpinu um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fá smábátar sem ganga á rafmagni að veiða 750 kíló í þorsk­ ígildum talið í hverri veiðiferð í stað 650 kílóa eins og reglurnar eru nú. En hver bátur fer aðeins eina veiði­ ferð á dag. Arthur Bogason, formaður Lands­ sambands smábátaeigenda, segir rafvæðinguna of dýra miðað við núverandi tæknistig. „Mér finnst umræðan vera komin á allt annan stað en þann raunveruleika sem menn eru að glíma við,“ segir hann. „Mér er alveg hulin ráðgáta hvers vegna er verið að setja svona fram. Þessi 100 kíló skipta nákvæmlega engu máli í þessu samhengi.“ Matthías Sveinsson, hjá báta­ smiðjunni Víkingi, segir smábáta geta verið misstóra. Þeir dýrustu kosti allt að 500 milljónum króna en venjulegir strandveiðibátar kosti í kringum 40 milljónir. Það er með Volvo Penta 340 hestafla vél. Matthías segir að rafvæðingin sé ekkert farin af stað og því hafi smiðjan ekki enn hannað slíkan bát. En rafmagnsbúnaðurinn einn og sér sé afar dýr, kannski á bilinu 30 til 40 milljónir króna. 40 milljóna bátur myndi þá hækka í á bilinu 60 til 65 milljónir. Matthías segir áhuga á raf­ væðingu til staðar og töluvert vera spurt en aðstæðurnar leyfi þetta ekki. „Það hreyfir sig enginn fyrir 100 kíló,“ segir hann. Arthur bendir á að fiskverðið hafi verið milli 500 og 600 krónur á árinu. Hækkunin á leyfilegum afla í krónum talið sé því úr um það bil 350 þúsundum í 400 þúsund á dag. Einungis er leyft að veiða tólf daga á fjórum mánuðum, maí til ágúst, sem sagt 48 daga. Ávinningurinn af hækkuninni sem boðuð er í frum­ varpinu er því gróflega reiknaður 2,4 milljónir króna á ári fyrir bát sem veiðir fullan afla alla dagana. Arthur er á þeirri skoðun að það skipti máli hversu mikilli orku sé eytt í veiðar. Smábátarnir séu nú þegar sparsamasti hluti fiskiskipa­ f lotans. Handfærabátar séu til að mynda hálfgerðir tengil tvinn bátar því þeir keyri einungis á vélarafli þegar siglt er á miðin og til baka, en rafmagn sé notað þess á milli. Hann hefur einnig trú á uppfinn­ ingasemi mannskepnunnar og að rafvæðing gæti orðið möguleiki í framtíðinni. „Eins og sakir standa er þetta ekki raunhæft,“ segir hann. n Ekki raunhæft að rafvæða strandveiðiflota landsins Algengustu strandveiðibátarnir eru sagðir kosta í kringum fjörutíu milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK helgisteinar@frettabladid.is ALMANNAVARNIR Nefnd sem skip­ uð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid­19 faraldrinum skilaði forsætisráð­ herra skýrslu sinni í gærmorgun og var hún meðal annars rædd á fundi ríkisstjórnarinnar. Nefndin var skipuð í byrjun september 2021 og var í skýrslunni vandlega farið í saumana á aðgerð­ um stjórnvalda frá byrjun árs 2020 þar til sóttvarnaráðstöfunum var aflétt þann 25. febrúar 2022. Í nefndinni sátu þau Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst sem var formað­ ur, Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands, og Trausti Fannar Áfallastjórnun í faraldri sögð hafa heppnast vel Valsson, dósent við Háskóla Íslands. Meginniðurstaðan var sú að á heildina litið gekk áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid­19 faraldrinum afar vel. Samvinna hjá bæði sóttvarnalækni og almanna­ vörnum hafi verið lykilatriði en þátttaka og samstaða innan sam­ félagsins hafi einnig skipt miklu. Ábendingar voru einnig lagðar fram og áhersla lögð á undirbún­ ing vegna samfélagslegra áfalla. „Við erum stanslaust að æfa okkur. Við megum heldur ekki hugsa að það komi aftur Covid, það gæti komið hvað sem er. En það er hægt að lýsa því þannig að næst þegar á reynir munu menn líka gera f leiri kröfur til stjórnvalda,“ segir Trausti Fannar. n kristinnpall@frettabladid.is ÍSAFJÖRÐUR Í minnisblaði sviðs­ stjóra skóla­ og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar er lýst yfir áhyggj­ um af núverandi fyrirkomulagi á skólaakstri í Skutulsfirði. Áður fyrr hafi bílarnir iðulega verið troðfullir umfram leyfilegan farþegafjölda en nú sé staðan sú að börnum sé neitað um inngöngu ef bíllinn er fullur. Fræðslunefnd hefur samþykkt að teknar verði út þær þrjár stoppi­ stöðvar sem eru innan átta hundr­ uð metra frá skólanum. Bæjarráðið fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. Í minnisblaðinu kemur fram að skólabílarnir séu iðulega troðfullir og að það skapist hætta þegar börn standi í bílnum án þess að geta hreyft sig. Aðilar frá grunnskól­ anum, foreldrar og verktakinn hafi lýst yfir áhyggjum af stöðunni og hafa Vestfirskar ævintýraferðir, sem sjá um skólaaksturinn, tekið upp á því að banna börnum aðgang þegar bílarnir eru orðnir fullir. Sífellt stærri hópur barna er sagð­ ur bíða við Jónsgarð sem er fimm hundruð metra frá skólanum. Þá fái færri sæti en vilja þegar kemur að akstri úr skólanum. n Troðfullir skólabílar sagðir hættulegir Börn sem búa innan við átta hundruð metra frá skólanum gangi. thorgrimur@frettabladid.is RÚSSLAND Rússar leituðu í gær til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að viðra þar áhyggjur sínar af því að Úkraínumenn kunni að sprengja „skítuga sprengju“ á landsvæði sínu. Daginn áður höfðu Rússar sent Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem þeir lýstu þessum áhyggjum. Ásakanir Rússa gangi út á að stjórn Úkraínu hafi skipað tveimur stofn­ unum að búa til skítuga sprengju, sem er sprengja sem inniheldur geislavirk efni. Slíka sprengju er mun auðveldara að útbúa en eiginlega kjarnorkusprengju en með henni er þó hægt að dreifa geislavirku efni yfir stór svæði og gera þau óbyggileg. Rússar halda því fram að til­ gangur slíkrar sprengjuárásar af hálfu Úkraínumanna væri að kenna Rússum um hana og sverta þannig mannorð þeirra. Rússar hafa ekki fært fram sannanir fyrir því að Úkraínumenn séu að útbúa skítuga sprengju og sendifulltrúar Vestur­ landa vísað ásökununum á bug. „Þetta er hreinræktuð rússnesk rangfærsla af sama tagi og við höfum oft séð áður og nú er mál að linni,“ sagði James Kariuki, aðstoð­ arfulltrúi Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum. n Rússar lýsa áhyggjum við öryggisráðið Öryggisráðið hélt fund fyrir luktum dyrum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.