Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 28
Þegar sólarljósið
fer minnkandi
Náttúrulegt
piparmyntubragðFer beint í
blóðrásina
Sniðgengur
meltingarveginn
Það hefur aldrei verið
eins gaman að taka inn
V Í TA M Í N
10 kynningarblað 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURVÍTAMÍN OG BÆTIEFNI
Joð er mikilvægt á með-
göngu og meðan kona er
með barn á brjósti. Undan-
farin ár hefur borið á joð-
skorti hjá barnshafandi
konum hér á landi. Þessi
vandi er sömuleiðis í
nágrannaríkjum okkar og
sökudólgurinn er breytt
mataræði.
elin@frettabladid.is
Joðskortur var aldrei talinn vanda
mál hér á landi enda borðuðu
Íslendingar mikinn fisk sem er
mjög joðríkur. Dregið hefur veru
lega úr neyslu á mjólkurvörum og
fiski sem hefur áhrif á joðbúskap
líkamans. Skortur á joði hefur
áhrif á fósturþroska og þroska
barns eftir fæðingu þess.
Mikið hefur verið skrifað um
þetta vandamál í Noregi en þar
fá barnshafandi og mjólkandi
konur ekki nægilegt joð miðað
við ráðlagðan dagskammt. Sama
vandamál og rætt hefur verið um
hérlendis.
Joð stuðlar meðal annars að
eðlilegum efnaskiptum hjá full
orðnum, þróun miðtaugakerfis
hjá fóstrum og eðlilegum vexti
ungbarna. Því er afar mikilvægt að
konur með barn á brjósti fái nóg
joð ekki síður en þegar þær eru
barnshafandi.
Mjólkurvörur og hvítur
fiskur er stærsta uppsprettan fyrir
líkamann til að fá joð. Mjög hefur
dregið úr neyslu á þessum fæðu
tegundum á síðustu áratugum og
er það ástæða þessa joðskorts sem
vekur ugg hjá heilbrigðisstéttum.
Fæðubótarefni hjálpa til en joð
ríkar matvörur eru nauðsynlegar.
Ófrískar konur ættu að kynna
sér ráðleggingar um nauðsynlegt
mataræði. Mælt er með að barns
hafandi konur drekki mjólk og fái
sér súrmjólk eða jógúrt sem eru
góðir joðgjafar. Gott mataræði á
meðgöngu skiptir miklu máli. Joð
ríkur matur byggir upp líkamann
en ungar konur eru ekki allar að
velja mat sem er bestur fyrir þær.
Of mikill sykur, salt og orkuríkir
drykkir eru of algengir í matar
æðinu á kostnað grænmetis, trefja,
mjólkur og fisks.
D-vítamín og fólat
Ráðleggingar sem Embætti land
læknis hefur birt segja að fjöl
breyttur matur í hæfilegu magni
og regla á máltíðum sé besta leiðin
til heilbrigðis.
Barnshafandi konum er ráðlagt
að taka Bvítamínið fólat í töflu
formi og gæta þess sérstaklega að
borða fólatríkar matvörur þar sem
fólat minnkar líkur á fósturskaða.
Einnig er barnshafandi konum
eins og öðrum ráðlagt að taka
Dvítamín aukalega. Dvítamín
má til dæmis fá með því að taka
Krakkalýsi/þorskalýsi, ómega3+,
Dvítamín eða Dvítamíntöflur.
Þá segir í ráðleggingum emb
ættisins að rétt meðhöndlun
matvæla sé sérstaklega mikilvæg
á meðgöngu og örfáar fæðu
tegundir, svo sem hráan, grafinn
eða reyktan fisk, hrátt kjöt og hrá
egg er best að varast á þessum
tíma. Það sama á við um álegg og
önnur tilbúin matvæli sem nálgast
síðasta notkunardag. Tryggja
þarf góða og samfellda kælingu
viðkvæmra matvæla. Baunaspírur
ættu ófrískar konur alls ekki að
borða hráar. Góð regla er að skola
blaðsalat og annað grænmeti
og ávexti fyrir neyslu. Þá ætti að
forðast ógerilsneydda mjólk og
mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri
mjólk en víða erlendis má finna
ógerilsneydda mjúkosta.
Fiskur er góður joðgjafi
Í fiski og öðru sjávarfangi eru
mikilvæg næringarefni sem lítið
er af í öðrum mat. Þar á meðal eru
mikilvægar ómega3 fitusýrur
eins og DHA sem eru nauðsyn
legar fyrir þroska miðtaugakerfis
fóstursins. Fiskur er einnig einn af
fáum góðum joðgjöfum í íslensku
mataræði en joð gegnir mikilvægu
hlutverki í fósturþroska. Því er
barnshafandi konum, rétt eins og
öllum öðrum, eindregið ráðlagt að
borða fisk tvisvar til þrisvar í viku.
Algengar fisktegundir sem
finnast hér við land, svo sem ýsa,
þorskur, smálúða, steinbítur,
skötuselur, keila, langa, bleikja
og lax, eru heilnæm fæða fyrir
barnshafandi konur. Æskilegt er
að ein af fiskmáltíðunum sé feitur
fiskur, til dæmis lax, bleikja, síld
eða makríll.
Forðist hráan fisk
Hráan fisk af hvaða tegund sem er
ætti hins vegar að forðast á með
göngu vegna baktería (Listeria
monocytogenes) sem hugsanlega
geta leynst í honum. Það þarf
líka að hafa í huga að í einstaka
sjávarafurðum safnast aðskotaefni
(til dæmis þungmálmar og þrávirk
lífræn efni, svo sem PCBefni),
sem barnshafandi konum, konum
með börn á brjósti og konum sem
hyggja á barneignir er ráðlagt að
forðast. PCBefni geta safnast fyrir
í lifur og fitu sumra fisktegunda
og sjávarspendýra en í lýsi hafa
aðskotaefni hins vegar verið
hreinsuð burt í framleiðslunni.
Kvikasilfur er aðskotaefni sem
einnig ætti að forðast en efnið er
talið hafa neikvæð áhrif á þroska
fósturs og ungra barna. Það finnst
í mestu magni í stórum ránfiskum
(túnfiski, stórlúðu, búra og sverð
fiski), hvalkjöti og eggjum sjófugla,
segir í leiðbeiningum frá Embætti
landlæknis. n
Joðskortur algengur hjá barnshafandi konum
Joðskortur er vandamál á Íslandi sem öðrum Norðurlöndum hjá barns-
hafandi konum. Ástæðan er breytt mataræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Mælt er með að
barnshafandi
konur drekki mjólk og
fái sér súrmjólk eða
jógúrt sem eru góðir
joðgjafar. Gott mataræði
á meðgöngu skiptir
miklu máli.