Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 44
Það er gott að vera
hluti af Sly-söfnuð-
inum.
Henry Birgir
Gunnarsson
Frægasta hasarmyndahetja
samtímans, sjálf drápsvélin
Rambó, á fjörutíu ára afmæli.
Hans stærsti aðdáandi,
Henry Birgir Gunnarsson,
segir fyrstu myndina um
kappann hafa breytt lífi sínu
en hann sá myndina í fyrsta
sinn þegar hann var einungis
sjö ára gamall.
odduraevar@frettabladid.is
„Það er varla að ég trúi því,“ segir
íþróttafréttamaðurinn Henry
Birgir léttur í bragði um þau ótrú-
legu tímamót að nú séu fjörutíu ár
síðan fyrsta myndin um drápsvél-
ina Rambó, sem Sylvester Stallone
gerði ódauðlegan, kom út.
„Þetta er ekki síðuefni, þetta er
opna!“ segir Henry Birgir hlæjandi.
Myndina sá hann fyrst þegar hann
var einungis sjö ára gamall og hefur
hann allar götur síðan verið mesti
aðdáandi Sylvester Stallone hér á
landi og þó víðar væri leitað.
„Það sem er galnast í þessu er
að Sly lítur jafnvel betur út í dag
en hann gerði þarna fyrir fjörutíu
árum,“ segir Henry Birgir sem fylg-
ist af athygli með öllum verkefnum
Stallone.
„Ég var ungur drengur á Húsavík
þegar ég sá myndina fyrst. Þetta var
á þeim tímum þegar þú varst bæði
að leigja myndbandstæki og spólur.
Þetta hafði verið leigt í blokkinni
hjá nágranna að mig minnir frekar
en heima hjá mér og einhvern veg-
inn komumst við í það að detta inn
í þetta og eftir að hafa séð þennan
svalasta mann allra tíma, með
f lottasta hníf allra tíma, þá bara
breyttist líf mitt til hins betra.
Þarna var ég bara að sjá og
upplifa eitthvað sem ég vissi
að var að breyta lífi mínu
á betri veg og eftir það
hefur maður bara verið
innmúraður í Sly-
söf nuðinn a l la r
götur síðan.
Ég keypti öll blöð og annað til
þess að geta verið með plaköt af Sly
og ég hef drukkið þetta í mig liggur
við hvern einasta dag allar götur
síðan. Það er gott að vera hluti af
Sly-söfnuðinum.
Ég er einmitt formaður og stofn-
andi íslenska Sly Stallone hard-
core fan club. Ég get sagt þér það
að þetta er lokaður klúbbur en
ég hef fengið hundruð beiðna frá
fólki erlendis sem vill allt komast
í grúppuna, en þangað kemst ekki
hver sem er,“ segir Henry Birgir að
sjálfsögðu hlæjandi.
Hann er ekki lengi að hugsa sig
um spurður að því hvert sé uppá-
haldsatriði hans í myndinni:
„Það er alltaf atriðið þar sem
hann lætur sig falla fram af
klettunum. Er auð-
veld bráð og þarf að velja á milli
þess að láta skjóta sig í bakið eða
stökkva og hann velur stökkið. Það
var þá og er enn flottasta atriði sem
maður hefur nokkurn tímann
séð. Myndataka í hæsta
gæðaflokki og þetta
er bara svo hrika-
lega drama-
tískt og f lott
at r i ð i . É g
held ég hafi
sofnað með það atriði í hausnum
hverja einustu nótt í þrjú ár á eftir.“
Henry Birgir segist ekki hafa
verið mjög hrifinn af nýjustu
R ambó-my ndinni: Last
Blood.
„Myndin þar á undan
var það góð að Last
Blood hef ði ek k i
þu r f t að koma
t i l sög u nna r.
Hún er góð
en ekki jafn
góð þa n n-
ig að ég geri
eiginlega þá
kröfu að við
f áu m L a s t
Last Blood. Ef
ég þekki Sly
rétt, á meðan
hann hefur
orkuna til,
þá er það ekk-
ert útilokað.“ n
Í greipum dauðans í fjörutíu ár
Staðreyndir um Rambó
1. Fyrsta klippa myndarinnar var þrír og hálfur tími að lengd og svo
slæm að Sylvester Stallone vildi kaupa réttindin að myndinni svo
hann gæti komið í veg fyrir útgáfuna.
2. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu David Morrell sem kom út
tíu árum áður. Handritinu var hins vegar mikið breytt og Stallone
fór fram á að Rambó yrði gerður sympatískari.
3. Clint Eastwood, Steve McQueen, Robert De Niro og Al Pacino
komu allir til greina sem Rambó.
4. Sylvester Stallone braut raunverulega nefið á leikaranum Alf
Humphreys sem lék lögreglumann í atriðinu þar sem hann flýr
fangaklefa, með nettu olnbogaskoti.
5. Sylvester Stallone braut nokkur rifbein í atriði þar sem hann
stekkur af syllu úr mikilli hæð.
6. Sylvester Stallone álítur First Blood vera sína bestu kvikmynd.
7. Íkonískur veiðihnífur Rambó varð að vinsælustu veiðihnífunum
til sölu í Bandaríkjunum árin á eftir.
Rambó myndirnar í
gegnum árin
n First Blood (1982)
n Rambo: First Blood Part II
(1985)
n Rambo III (1988)
n Rambo (2008)
n Rambo: Last Blood (2019)
Fyrst sýnd hér á landi
1983
Þó að First Blood hafi verið
frumsýnd vestanhafs 1982 þá
lenti hún ekki á klakanum fyrr
en ári síðar. Íslenskir gagnrýn-
endur voru yfir sig hrifnir og
myndin fékk heitið „Í greipum
dauðans.“
20 Lífið 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. október 2022 MIÐVIKUDAGUR