Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 27
Vitamin Well drykkirnir eru
nú loks fáanlegir í íslenskum
verslunum. Þessir vinsælu
sænsku drykkir sameina
hollustu, gott bragð og lífs-
nauðsynleg bætiefni sem
allir þurfa að neyta.
Vitamin Well drykkirnir eru víta-
mínbætt vatn ásamt því að þeir
innihalda ríkulegt magn af stein-
efnum. Þeir eru hollari, sykur-
minni og bragðbetri valmöguleiki
sem virkilega hjálpa þér að svala
þorstanum.
Drykkirnir eru þróaðir í sam-
starfi við sérfræðinga í efna-
skiptum með það að markmiði að
virkni þeirra sé sem mest.
Vara sem fólk elskar
„Þegar varan var sett á markað
í Svíþjóð kom strax í ljós að
sænskir neytendur höfðu beðið
lengi eftir svona valmöguleika.
Vitamin Well urðu um leið gríðar-
lega vinsælir. Drykkirnir hafa líka
farið sigurför um Evrópu og það er
fagnaðarefni að þeir séu komnir
hingað til lands,“ segir Arnar Freyr
Ársælsson, markaðsstjóri Core.
Fjórar svalandi bragðtegundir
„Persónulega finnst mér þeir vera
einstaklega svalandi. Mann langar
oft í eitthvað aðeins meira en bara
vatn. Sérstaklega þegar í boði er
drykkur sem er bæði frískandi á
bragðið og inniheldur fjölmörg
nauðsynleg vítamín og steinefni,“
segir Arnar.
Svalandi og hafa tilgang
Svalaðu þorstanum og vítamínþörf-
inni á sama tíma með Vitamin Well.
Svalaðu þorstanum og vítamínþörfinni á sama tíma með Vitamin Well.
MYNDIR/AÐSENDAR
Til að byrja með verður boðið
upp á fjórar bragðtegundir.
Vitamin Well Elevate er með
léttu ananas- og jarðarberjabragði.
Elevate inniheldur B12-vítamín,
fólínsýru og magnesíum sem allt
hjálpar til við vinna gegn þreytu
og örmögnun. Drykkurinn inni-
heldur einnig sink sem styður við
daglega virkni ónæmiskerfisins.
Magnesíum styður svo einnig við
heilbrigða vöðvavirkni.
Vitamin Well Antioxidant
bragðast eins og sumarferskjur
Miðjarðarhafsins og inniheldur
C- og E-vítamín sem bæði eru
öflug andoxunarefni. Að auki eru
í drykknum seleníum, mangan,
kopar og sink sem stuðla að því að
verja frumur okkar gegn sindur-
efnum úr umhverfinu.
Vitamin Well Reload er með
svalandi sítrónu- og límónubragði.
Reload inniheldur magnesíum
sem stuðlar að jafnvægi rafvaka (e.
electrolytes) í líkamanum. Einnig
inniheldur drykkurinn bíótín og
B12 sem stuðla að eðlilegum efna-
skiptum. Svo er einnig D-vítamín
í Reload sem líkaminn framleiðir
náttúrulega í sól, en skortir alla
jafna þegar dimma tekur.
Vitamin Well Boost er eins og
sænskt síðsumar með bláberja- og
hindberjabragði. Það inniheldur
sink og seleníum sem bæði styðja
við daglega virkni ónæmiskerfisins.
Sinkið stuðlar einnig að beinheilsu
og eðlilegum efnaskiptum á fitu-
sýrum, kolvetnum og prótínum.
C-vítamín er öflugt andoxunarefni
sem getur minnkað þreytu og einn-
ig aukið upptöku járns.
Sjálfbærni í hverri flösku
„Það hefur verið lögð gríðarleg
vinna í að takmarka umhverfis-
áhrif hverrar seldrar vöru síðustu
ár. Vitamin Well drykkirnir koma
nú allir í 100% endurnýjanlegum
umbúðum. Það munar um 25% í
kolefnislosun á þeim og óendur-
nýjanlegum plastflöskum. Einnig
höfum við náð að minnka hráefni
í umbúðum um 9% sem skilar sér
í minni flutningsþunga og stuðlar
að enn minni kolefnislosun,“ segir
Arnar að lokum. n
Vitamin Well drykkirnir eru
fáanlegir í verslunum Hagkaupa,
Krónunnar, N1 og Nær ásamt fjöl-
mörgum skólum, líkamsræktar-
stöðvum og íþróttamiðstöðvum.
WHERE FLAVOURS MEET FUNCTIONS
kynningarblað 9MIÐVIKUDAGUR 26. október 2022 VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI