Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 24
Ég endurnærist á
að fara út að hlaupa
í alls konar veðrum,
bæði andlega og líkam-
lega.
Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
gerir fátt skemmtilegra en
að hlaupa og á dögunum
tók hún þátt í sínu áttunda
maraþoni.
gummih@frettabladid.is
Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er
oftast kölluð, var á meðal þátttak-
enda í Chicago-maraþoninu þar
sem hún hljóp kílómetrana 42,2 á
tímanum 3:40,29 klukkustundum,
sem er hennar næstbesti tími á
ferlinum.
„Ég er búin að taka þátt í þessum
átta maraþonhlaupum á löngum
tíma. Hlaupahópur FH, sem ég er í,
var stofnaður í janúar 2010 og við
tókum stefnuna þá á að taka þátt
í Reykjavíkurmaraþoninu það ár
og hlaupa hálft maraþon. Árið eftir
langaði mann bara strax að fara
í heilt maraþon, sem var kannski
svolítið bratt,“ segir Þorbjörg og
bætir við: „Fyrsta hlaupaferðin
hjá hlaupahópi FH var til Kölnar í
Þýskalandi árið 2011, þar var boðið
upp á heilt og hálft maraþon og þar
hljóp ég mitt fyrsta maraþon.“
Berlín, Boston og Amsterdam
Þorbjörg segir að hlaupahópur
FH hafi farið utan annað hvert ár.
„Maður hefur reynt að nota „flögu-
tímann“ í þessum maraþonum til
að sækja um í þessum sex stóru
maraþonum sem haldin eru af
Abbott World Marathon Majors og
er Chicago-maraþonið eitt af þeim.
Ég er einnig búin með maraþon
Þakklát í hvert skipti sem ég kem í mark
Þorbjörg sæl og glöð með verðlaunapeninginn eftir Chicago-maraþonið.
MYNDIR/AÐSENDAR
Þorbjörg með
Erlu Eyjólfs-
dóttur, Valgerði
Rúnarsdóttur
og Hringi Bald-
vinssyni eftir
Chicago-mara-
þonið en þau
eru öll í hlaupa-
hópi FH.
í Berlín árið 2014 og Boston árið
2017 sem einnig er hluti af þessum
sex stóru maraþonum.
Ég fór með hlaupahópnum í
Amsterdam-maraþonið árið 2013
og þriggja landa hlaupið árið 2015
en þar er hlaupið í Þýskalandi,
Sviss og Austurríki. Ég stefndi á að
fara út með hópnum til Montreal
haustið 2017 en hætti við það og
skellti mér í staðinn í Reykjavíkur-
maraþonið.
Vorið 2019 fórum við tíu manns
úr hlaupahópnum í Kaupmanna-
hafnarmaraþonið. Þann „flögu-
tíma“ notaði ég til að sækja um í
Chicago árið 2020 en var að klára
það núna „út af sottlu“,“ segir Þor-
björg.
Er eitthvert maraþon sem
stendur upp úr og hefur verið
skemmtilegast að taka þátt í?
„Núna er efst í huga manns
Chicago-maraþonið. Þar var boðið
upp á frábæra braut sem var mar-
flöt, aðstæður voru geggjaðar og
stemningin ólýsanleg. Amster-
dam-maraþonið fannst mér líka
sérstaklega skemmtilegt með
öllum hlaupahópnum,“ segir
Þorbjörg, sem hefur alltaf náð að
komast í mark í þessum átta heilu
maraþonhlaupum sem hún hefur
tekið þátt í.
„Það eru margir sem hlaupa
mikið hraðar en ég nýt þess bara
að hlaupa og vera þakklát í hvert
skipti sem ég kem í mark. Það er
ekki sjálfgefið. Ég passa upp á að
taka inn gel reglulega á leiðinni og
drekka nóg og þá er maður bara
ágætlega skýr í kollinum þegar
maður kemur í mark,“ segir Þor-
björg.
London í umsóknarferli
Spurð að því hvort hún sé búin
að merkja við á dagatalinu næsta
maraþon sem hún hyggst taka þátt
í segir hún: „Nei, ekki alveg. Ég er
búin að sækja um að taka þátt í
London-maraþoninu sem fram fer
í apríl á næsta ári og það skýrist
um mánaðamótin hverjir fá þátt-
tökurétt. Þetta er algjört lotterí.
Það er á dagskránni hlaupaferð
erlendis hjá hlaupahópi FH á næsta
ári. En ég veit ekki hvort verður
fyrir valinu, malbik eða utanvega,“
bætir Þorbjörg við.
Hversu langur er undirbúningur-
inn hjá þér fyrir hvert maraþon?
„Fyrir Chicago-maraþonið
tókum við 16 vikur í undirbúning.
Ég var í sumarfríi hluta af þessum
tíma og fór tíu daga utan í hjóla-
ferð. Þegar ég kom til baka úr
henni fannst mér prógrammið
orðið frekar þungt en þetta hafðist
allt saman,“ segir Þorbjörg.
Ert þú alltaf með sömu rútínu í
hlaupunum? Heldur þú þig í hóp
eða viltu helst vera ein?
„Við vorum að stefna á misjafna
tíma en eins og í Chicago-mara-
þoninu var ég í hólfi með Erlu Eyj-
ólfsdóttur, hlaupavinkonu minni
í FH. Hún er svakalegur hlaupari
og ég var pínulítið stressuð að vera
í þessu hólfi. Mér fannst eins og
ég ætti ekki heima í því en með
síðasta tímanum sem ég gaf upp
fyrir hlaupið var ég sett í þetta hólf.
Við Erla vorum saman í startinu en
svo hvarf hún í fjöldanum.
Ég var með plan um að byrja
rólega en stemningin var svo
gríðarleg sem varð til þess að ég
hljóp aðeins hraðar. Í fyrsta sinn
náði ég að hlaupa hraðar seinni
hlutann en þann fyrri en oft er
það þannig að fólk leggur of hratt
af stað og þá verða síðustu kíló-
metrarnir svo erfiðir og fólk tapar
tíma. Best er að fara rólega af stað
og eiga inni orku og kraft á seinni
hlutanum,“ segir Þorbjörg en fjórir
félagar hennar úr hlaupahópi FH
þreyttu Chicago-maraþonið.
Einstakur félagsskapur
Þorbjörg þakkar frábærum þjálfur-
um og liðsfélögum hlaupahópsins
fyrir að henni hafi tekist að ljúka
átta maraþonhlaupum.
„Maður er svo lánsamur að hafa
valið að fara í þennan hlaupahóp.
Þetta er einstakur félagsskapur.
Við erum með fjórar æfingar á
viku og það eru fjórir þjálfarar sem
stjórna æfingunum. Ég endur-
nærist á að fara út að hlaupa í alls
konar veðrum, bæði líkamlega og
andlega. Sagt er að mesta óveðrið
sé í forstofunni en verður svo
dásamlegt þegar maður er kominn
á hreyfingu,“ segir Þorbjörg.
Ert þú að taka inn einhver víta-
mín eða bætiefni?
„Ég geri ekki svo mikið af því.
Ég tek Asta Skin frá KeyNatura og
heilsutvennu, sem er lýsi og stein-
efni, og svo drekk ég Unbroken
eftir æfingar. Þessi blanda virkar
alveg ágætlega fyrir mig,“ segir
hlaupagarpurinn Þorbjörg. n
Hugsaðu vel
um augun
VITEYES AREDS 2 augnvítamínið er ætlað við
aldursbundinni augnbotnahrörnun og tryggir rétta
blöndu af andoxunarvítamínum með sinki, lúteini
og zeaxantíni, samkvæmt AREDS 2 rannsókninni.
Tvær töflur
einu sinni á
dag!
Fæst í öllum apótekum.
6 kynningarblað 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURVÍTAMÍN OG BÆTIEFNI